Þetta eru óhreinu Rússarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2016 16:00 Hástökkvarinn Anna Chicherova er ein af þessum fjórtán. Vísir/Getty Alþjóðaólympíunefndin sagði heiminum frá því í síðustu viku að upp hafi komist að 31 íþróttamaður hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Peking 2008 án þess að það uppgötvaðist þá. Nú er komið í ljós að 14 þeirra voru frá Rússlandi og hverjir þessir fjórtán eru. 454 sýni frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni og þá kom í ljós að 31 óhreinn íþróttamaður hafði sloppið í gegnum lyfjaprófið. Rússneska sjónvarpsstöðin Match ákvað að bíða ekkert með staðfestingu frá rússneska Ólympíusambandinu heldur birti nöfn þeirra fjórtán sem höfðu fallið á lyfjaprófi tæpum átta árum eftir að þau voru tekin. Meðla þessara fjórtán eru fjölmargir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Rússar unnu alls 73 verðlaun þar af 23 gull. Rússneska Ólympíusambandið ætlar ekki að gefa þessi fjórtán nöfn út fyrr en að framkvæmt hefur verið próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks. Þau fara ekki fram fyrr en í júní. Rússneska sjónvarpsstöðin Match hefur ekki gefið það upp hvaðan hún fékk upplýsingarnar um óhreinu íþróttamennina. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um vísvitandi svindl rússneska frjálsíþróttasambandsins og þessar fréttir eru ekki til auka líkurnar að þeir fái að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Anna Chicherova er á listanum en hún vann brons í hástökki. Hún ætlar að fara með málið fyrir rétt verði niðurstaðan úr b-sýni hennar sú saman. „Ég skil ekki hvernig þeir fá þessa niðurstöðu. Kannski eru þetta mistök því ég er í sjokki eins og allir aðrir. Ég skil ekki hvernig þetta próf kom út jákvætt því ég hef farið í fjölda annarra lyfjaprófa," sagði Anna Chicherova í samtali við Match-sjónvarpsstöðina.Hér fyrir neðan er listinn yfir þessa fjórtán óhreinu Rússa. Julia Chermoshanskaya (Gull í boðhlaupi) Mariya Abakumova (Silfur í spjótkasti) Denis Alexeyev (Brons í 400 metra hlaupi) Inga Abitova (Keppti í 10 þúsund metra hlaupi) Yekaterina Volkova, (Brons í 3000 metra hindrunarhlaupi) Nadezhda Evstyukhina (Brons í lyftingum) Anastasia Kapachinskaya (Silfur í boðhlaupi) Alexander Kornilov (Keppti í róðri) Denis Nizhegorodov (Brons í 50 km göngu) Alexandr Pogorelov (Keppti í tugþraut) Tatyana Firova (Silfur í boðhlaupi) Anna Chicherova (Brons í hástökki) Maria Shainova (Silfur í lyftingum) Ivan Jusjkov (Keppti í kúluvarpi) Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin sagði heiminum frá því í síðustu viku að upp hafi komist að 31 íþróttamaður hafi notað ólögleg lyf á Ólympíuleikunum í Peking 2008 án þess að það uppgötvaðist þá. Nú er komið í ljós að 14 þeirra voru frá Rússlandi og hverjir þessir fjórtán eru. 454 sýni frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 voru prófuð aftur með nýjustu tækni og þá kom í ljós að 31 óhreinn íþróttamaður hafði sloppið í gegnum lyfjaprófið. Rússneska sjónvarpsstöðin Match ákvað að bíða ekkert með staðfestingu frá rússneska Ólympíusambandinu heldur birti nöfn þeirra fjórtán sem höfðu fallið á lyfjaprófi tæpum átta árum eftir að þau voru tekin. Meðla þessara fjórtán eru fjölmargir verðlaunahafar frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Rússar unnu alls 73 verðlaun þar af 23 gull. Rússneska Ólympíusambandið ætlar ekki að gefa þessi fjórtán nöfn út fyrr en að framkvæmt hefur verið próf á B-sýni viðkomandi íþróttafólks. Þau fara ekki fram fyrr en í júní. Rússneska sjónvarpsstöðin Match hefur ekki gefið það upp hvaðan hún fékk upplýsingarnar um óhreinu íþróttamennina. Rússneskir frjálsíþróttamenn eru í banni frá alþjóðlegum keppnum eftir að upp komst um vísvitandi svindl rússneska frjálsíþróttasambandsins og þessar fréttir eru ekki til auka líkurnar að þeir fái að vera með á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Anna Chicherova er á listanum en hún vann brons í hástökki. Hún ætlar að fara með málið fyrir rétt verði niðurstaðan úr b-sýni hennar sú saman. „Ég skil ekki hvernig þeir fá þessa niðurstöðu. Kannski eru þetta mistök því ég er í sjokki eins og allir aðrir. Ég skil ekki hvernig þetta próf kom út jákvætt því ég hef farið í fjölda annarra lyfjaprófa," sagði Anna Chicherova í samtali við Match-sjónvarpsstöðina.Hér fyrir neðan er listinn yfir þessa fjórtán óhreinu Rússa. Julia Chermoshanskaya (Gull í boðhlaupi) Mariya Abakumova (Silfur í spjótkasti) Denis Alexeyev (Brons í 400 metra hlaupi) Inga Abitova (Keppti í 10 þúsund metra hlaupi) Yekaterina Volkova, (Brons í 3000 metra hindrunarhlaupi) Nadezhda Evstyukhina (Brons í lyftingum) Anastasia Kapachinskaya (Silfur í boðhlaupi) Alexander Kornilov (Keppti í róðri) Denis Nizhegorodov (Brons í 50 km göngu) Alexandr Pogorelov (Keppti í tugþraut) Tatyana Firova (Silfur í boðhlaupi) Anna Chicherova (Brons í hástökki) Maria Shainova (Silfur í lyftingum) Ivan Jusjkov (Keppti í kúluvarpi)
Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira