Stjórnmálafræðingur: „Ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson“ Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2016 12:50 Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson mælast með mest fylgi frambjóðenda. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Stjórnmálafræðiprófessor segir útlitið ekki gott fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem út kom í dag, bætir Guðni lítillega við sig fylgi frá því í síðustu könnun. Hann mældist með 59,2 prósenta fylgi þann 9. maí en með 65,6 prósenta fylgi nú. Næstmestan stuðning samkvæmt könnuninni hefur Davíð með 18,1 prósent. Þetta er fyrsta könnun MMR sem unnin er að fullu eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt til forseta.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir greinilegt að framboð Davíðs hafi ekki fengið mikinn byr undir vængina.Sjá einnig: Davíð telur könnun MMR ekki endurspegla stöðuna eins og hún er í dag „Ég átti kannski ekki von á því, úr því sem komið var, að Davíð myndi ógna Guðna,“ segir Grétar Þór, aðspurður hvort lítið fylgi Davíðs komi á óvart. „En maður átti nú kannski allt eins von á því að hann næði einhverju meira flugi, kannski inn í tuttugu til þrjátíu prósent. Það er nú mánuður til kosninga og það getur eitthvað gerst enn, en ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson.“ Næst á eftir þeim Guðna og Davíð fylgja þau Andri Snær Magnason rithöfundur með 11 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir fjárfestir með 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með þrjú prósent. Alls eru tíu enn í framboði nú þegar akkúrat mánuður er í að gengið verði til atkvæða. Grétar segir eitthvað „dramatískt“ þurfa að gerast í kosningabaráttunni úr því sem komið er til þess að Guðni Th. verði ekki sigurvegari kosninganna. „Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir hann. „Auðvitað er vika langur tími í þessu, eins og oft hefur verið sagt, en það þarf hreinlega eitthvað dramatískt til að úrslitin verði önnur. Guðni verður að gera eitthvað agalegt glappaskot, held ég.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni glaður í góðum meðbyr „Það er enn þá löng ferð fram undan.“ 25. maí 2016 11:09 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Stjórnmálafræðiprófessor segir útlitið ekki gott fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur mælist áfram með langmest fylgi frambjóðenda. Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem út kom í dag, bætir Guðni lítillega við sig fylgi frá því í síðustu könnun. Hann mældist með 59,2 prósenta fylgi þann 9. maí en með 65,6 prósenta fylgi nú. Næstmestan stuðning samkvæmt könnuninni hefur Davíð með 18,1 prósent. Þetta er fyrsta könnun MMR sem unnin er að fullu eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt til forseta.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir greinilegt að framboð Davíðs hafi ekki fengið mikinn byr undir vængina.Sjá einnig: Davíð telur könnun MMR ekki endurspegla stöðuna eins og hún er í dag „Ég átti kannski ekki von á því, úr því sem komið var, að Davíð myndi ógna Guðna,“ segir Grétar Þór, aðspurður hvort lítið fylgi Davíðs komi á óvart. „En maður átti nú kannski allt eins von á því að hann næði einhverju meira flugi, kannski inn í tuttugu til þrjátíu prósent. Það er nú mánuður til kosninga og það getur eitthvað gerst enn, en ekki lítur þetta nú vel út fyrir Davíð Oddsson.“ Næst á eftir þeim Guðna og Davíð fylgja þau Andri Snær Magnason rithöfundur með 11 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir fjárfestir með 2,2 prósenta fylgi. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með þrjú prósent. Alls eru tíu enn í framboði nú þegar akkúrat mánuður er í að gengið verði til atkvæða. Grétar segir eitthvað „dramatískt“ þurfa að gerast í kosningabaráttunni úr því sem komið er til þess að Guðni Th. verði ekki sigurvegari kosninganna. „Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir hann. „Auðvitað er vika langur tími í þessu, eins og oft hefur verið sagt, en það þarf hreinlega eitthvað dramatískt til að úrslitin verði önnur. Guðni verður að gera eitthvað agalegt glappaskot, held ég.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni glaður í góðum meðbyr „Það er enn þá löng ferð fram undan.“ 25. maí 2016 11:09 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira