Hrafnhildur: Ég held að þær séu orðnar svolítið smeykar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 19:15 Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Hafnarfirði vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í London í síðustu viku og Arnar Björnsson hitti hana á heimili hennar í dag. Hrafnhildur var þá nýkomin heim en samt búin að fara sína fyrstu æfingu eftir Evrópumótið. Hrafnhildur vann silfurverðlaun í 50 metra og 100 metra bringusundi í London og ennfremur brons í 200 metra sundi en engin íslenska sundkona hafði áður unnið verðlaun á stórmóti í 50 metra lauginni. Hrafnhildur fékk ekki langt frí eftir EM í London en hún kom heim í gærkvöldi og mætti á sína fyrstu æfingu í morgun. „Ég er búin að átta mig aðeins meira á þessu núna eftir að ég kom heim. Þetta var þvílíkt ferðalag þarna út og rosalega gaman að fá allan þennan stuðning og öll skilaboðin á fésbókinni og allt það. Það var samt ekki fyrr en ég kom heim og fékk þessar þvílíkur móttökur á flugvellinum frá fjölskyldu og vinum þá fattaði ég að þetta gerðist," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.Hrafnhildur Lúthersdóttir með fyrsta silfrið sem hún vann á EM.Vísir/EPA„Fólk er að stoppa mig í lauginni og út á götu til að segja: Til hamingju eða ég þekki þig ekki neitt en til hamingju. Það er rosalega gaman," segir Hrafnhildur en hvernig taka keppninautar hennar uppkomu hennar. „Ég held að þær séu orðnar svolítið smeykar," sagði Hrafnhildur hlæjandi en bætti svo við: „Ég hef alltaf verið að synda með þeim og svoleiðis á öðrum mótum. Ég hef séð þær og þær vita kannski hver ég er en hafa aldrei talað almennilega við mig," sagði Hrafnhildur. „Það var ekki fyrr en ég fór í úrslit á HM í Kazan að ég var kominn í elítuhópinn og þá var hægt að tala við mig. Þá var byrjað að spyrja hvernig gengi og ég var kominn upp í hópinn með þeim," sagði Hrafnhildur. „Þá gat heimsmethafinn talað við mig því ég hef komist í úrslit," sagði Hrafnhildur hlæjandi en hún fær ekki mikla hvíld enda á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Þetta verður mikill undirbúningur en þetta er líka fljótt að liða enda bara einhverjir tvær mánuðir í leikana. Nú verð ég bara að æfa á fullu fram að því, koma mér í betra form og fíngera smáatriðin," sagði Hrafnhildur sem var ekkert að biðja um smá frí eftir öll verðlaunin í London. „Ég er tilbúin að fara í laugina aftur. Ég fékk smá frí þegar ég var að ferðast til Íslands. Ég var svo spennt eftir þetta að geta farið til Ríó til að sýna hvað ég get gert. Ég ætla að synda eins hratt og ég get og hafa gaman að því. Markmiðið er að komast í úrslit og um leið og maður kemst í úrslit þá getur allt gerst. Þegar maður er með braut þá á maður möguleika," sagði Hrafnhildur en það má sjá allt viðtal Arnars við Hrafnhildi í spilaranum hér fyrir ofan. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Stefnan sett á að toppa í Ríó Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til þrennra verðlauna í 50 metra laug á EM í London sem lauk í gær. Hún gerði sér ekki vonir um að ná svona góðum árangri enda í stífum æfingum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. 23. maí 2016 06:00 Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu. 22. maí 2016 16:30 Hrafnhildur: Gæti ekki verið ánægðari Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til tvennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á EM í 50 metra laug í London. 22. maí 2016 17:40 Annað silfur Hrafnhildar | Komin með þrjár medalíur Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú rétt í þessu. 22. maí 2016 15:19 Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet er hún komst í úrslit Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet þegar hún komst í úrslit í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London þegar hún kom í mark á 30,83 sekúndu. 21. maí 2016 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Hafnarfirði vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í London í síðustu viku og Arnar Björnsson hitti hana á heimili hennar í dag. Hrafnhildur var þá nýkomin heim en samt búin að fara sína fyrstu æfingu eftir Evrópumótið. Hrafnhildur vann silfurverðlaun í 50 metra og 100 metra bringusundi í London og ennfremur brons í 200 metra sundi en engin íslenska sundkona hafði áður unnið verðlaun á stórmóti í 50 metra lauginni. Hrafnhildur fékk ekki langt frí eftir EM í London en hún kom heim í gærkvöldi og mætti á sína fyrstu æfingu í morgun. „Ég er búin að átta mig aðeins meira á þessu núna eftir að ég kom heim. Þetta var þvílíkt ferðalag þarna út og rosalega gaman að fá allan þennan stuðning og öll skilaboðin á fésbókinni og allt það. Það var samt ekki fyrr en ég kom heim og fékk þessar þvílíkur móttökur á flugvellinum frá fjölskyldu og vinum þá fattaði ég að þetta gerðist," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.Hrafnhildur Lúthersdóttir með fyrsta silfrið sem hún vann á EM.Vísir/EPA„Fólk er að stoppa mig í lauginni og út á götu til að segja: Til hamingju eða ég þekki þig ekki neitt en til hamingju. Það er rosalega gaman," segir Hrafnhildur en hvernig taka keppninautar hennar uppkomu hennar. „Ég held að þær séu orðnar svolítið smeykar," sagði Hrafnhildur hlæjandi en bætti svo við: „Ég hef alltaf verið að synda með þeim og svoleiðis á öðrum mótum. Ég hef séð þær og þær vita kannski hver ég er en hafa aldrei talað almennilega við mig," sagði Hrafnhildur. „Það var ekki fyrr en ég fór í úrslit á HM í Kazan að ég var kominn í elítuhópinn og þá var hægt að tala við mig. Þá var byrjað að spyrja hvernig gengi og ég var kominn upp í hópinn með þeim," sagði Hrafnhildur. „Þá gat heimsmethafinn talað við mig því ég hef komist í úrslit," sagði Hrafnhildur hlæjandi en hún fær ekki mikla hvíld enda á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Þetta verður mikill undirbúningur en þetta er líka fljótt að liða enda bara einhverjir tvær mánuðir í leikana. Nú verð ég bara að æfa á fullu fram að því, koma mér í betra form og fíngera smáatriðin," sagði Hrafnhildur sem var ekkert að biðja um smá frí eftir öll verðlaunin í London. „Ég er tilbúin að fara í laugina aftur. Ég fékk smá frí þegar ég var að ferðast til Íslands. Ég var svo spennt eftir þetta að geta farið til Ríó til að sýna hvað ég get gert. Ég ætla að synda eins hratt og ég get og hafa gaman að því. Markmiðið er að komast í úrslit og um leið og maður kemst í úrslit þá getur allt gerst. Þegar maður er með braut þá á maður möguleika," sagði Hrafnhildur en það má sjá allt viðtal Arnars við Hrafnhildi í spilaranum hér fyrir ofan.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Stefnan sett á að toppa í Ríó Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til þrennra verðlauna í 50 metra laug á EM í London sem lauk í gær. Hún gerði sér ekki vonir um að ná svona góðum árangri enda í stífum æfingum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. 23. maí 2016 06:00 Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu. 22. maí 2016 16:30 Hrafnhildur: Gæti ekki verið ánægðari Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til tvennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á EM í 50 metra laug í London. 22. maí 2016 17:40 Annað silfur Hrafnhildar | Komin með þrjár medalíur Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú rétt í þessu. 22. maí 2016 15:19 Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet er hún komst í úrslit Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet þegar hún komst í úrslit í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London þegar hún kom í mark á 30,83 sekúndu. 21. maí 2016 15:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Stefnan sett á að toppa í Ríó Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til þrennra verðlauna í 50 metra laug á EM í London sem lauk í gær. Hún gerði sér ekki vonir um að ná svona góðum árangri enda í stífum æfingum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. 23. maí 2016 06:00
Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu. 22. maí 2016 16:30
Hrafnhildur: Gæti ekki verið ánægðari Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til tvennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á EM í 50 metra laug í London. 22. maí 2016 17:40
Annað silfur Hrafnhildar | Komin með þrjár medalíur Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú rétt í þessu. 22. maí 2016 15:19
Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet er hún komst í úrslit Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet þegar hún komst í úrslit í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London þegar hún kom í mark á 30,83 sekúndu. 21. maí 2016 15:30