Lið Elísabetar og Sifjar reynir að bjarga sér frá gjaldþroti með hópsöfnun Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2016 10:00 Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad DFF sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað undanfarin átta ár er hársbreidd frá því að verða gjaldþrota en það hefur aðeins nokkrar vikur til að koma fjármálum sínum í lag. Til þess að reyna að bjarga liðinu hefur Kristianstad stofnað til hópsöfnunar á vefsíðunni Crowdfunder.co.uk þar sem sænska félagið vonast eftir því að safna 50.000 evrum eða sjö milljónum íslenskra króna. „KDFF er kvennafótboltafélag í sænsku úrvalsdeildinni með sjö unglingalið sem einbeitir sér að uppeldi ungra leikmanna en það er að verða gjaldþrota,“ segir í söfnuninni. Kristianstad er með 150 leikmenn í átta liðum en stolt félagsins er úrvalsdeildarliðið sem Elísabet kom í úrslitaleik bikarsins fyrir tveimur árum síðan. Það hefur byrjað illa í sænsku úrvalsdeildinni og er án sigurs eftir sex umferðir enda staðan á félaginu slæm. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað með liðinu á undanförnum árum en þar ber helst að nefna Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad eftir síðasta tímabil og kom aftur heim í Val. Sif Atladóttir er eini Íslendingurinn sem spilar með Kristianstad í dag en í fyrra voru Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðný Björk Óðinsdótti einnig á mála hjá liðinu. Fram kemur að Kristianstad sé búið að leita sér að styrktaraðilum í bænum í marga mánuði en ekkert fyrirtæki sé tilbúið að láta pening í kvennaboltann á sama tíma og þau styrkja frekar karlaboltann. „Ekki láta okkur verða annað dæmi um lið sem þarf að hætta vegna lítils stuðnings við kvennaíþróttir,“ segir í niðurlagi söfnunarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir ræddi fjárhagsstöðu Kristianstad í mjög áhugaverðu viðtali síðasta haust en viðtalið má lesa og heyra hér.Smelltu hér til að skoða söfnunina og hjálpa Íslendingaliðinu í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad DFF sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað undanfarin átta ár er hársbreidd frá því að verða gjaldþrota en það hefur aðeins nokkrar vikur til að koma fjármálum sínum í lag. Til þess að reyna að bjarga liðinu hefur Kristianstad stofnað til hópsöfnunar á vefsíðunni Crowdfunder.co.uk þar sem sænska félagið vonast eftir því að safna 50.000 evrum eða sjö milljónum íslenskra króna. „KDFF er kvennafótboltafélag í sænsku úrvalsdeildinni með sjö unglingalið sem einbeitir sér að uppeldi ungra leikmanna en það er að verða gjaldþrota,“ segir í söfnuninni. Kristianstad er með 150 leikmenn í átta liðum en stolt félagsins er úrvalsdeildarliðið sem Elísabet kom í úrslitaleik bikarsins fyrir tveimur árum síðan. Það hefur byrjað illa í sænsku úrvalsdeildinni og er án sigurs eftir sex umferðir enda staðan á félaginu slæm. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað með liðinu á undanförnum árum en þar ber helst að nefna Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad eftir síðasta tímabil og kom aftur heim í Val. Sif Atladóttir er eini Íslendingurinn sem spilar með Kristianstad í dag en í fyrra voru Elísa Viðarsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Guðný Björk Óðinsdótti einnig á mála hjá liðinu. Fram kemur að Kristianstad sé búið að leita sér að styrktaraðilum í bænum í marga mánuði en ekkert fyrirtæki sé tilbúið að láta pening í kvennaboltann á sama tíma og þau styrkja frekar karlaboltann. „Ekki láta okkur verða annað dæmi um lið sem þarf að hætta vegna lítils stuðnings við kvennaíþróttir,“ segir í niðurlagi söfnunarinnar. Elísabet Gunnarsdóttir ræddi fjárhagsstöðu Kristianstad í mjög áhugaverðu viðtali síðasta haust en viðtalið má lesa og heyra hér.Smelltu hér til að skoða söfnunina og hjálpa Íslendingaliðinu í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira