Segist ná hagstæðum kjörum með útboði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Fjórir söluaðilar á rafmagni svöruðu kalli Hafnarfjarðar. Vísir/Valli Eftir útboð hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt að leita eftir samningum um kaup á rafmagni frá Orkusölunni. Umhverfis- og framkvæmdaráð bæjarins hefur falið umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar að leita samninga. Bærinn fól EFLU verkfræðistofu að hafa umsjón með útboði á raforkukaupum bæjarins. Það var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og var sérstaklega sent seljendum raforku. Tilboð barst frá fjórum fyrirtækjum og var Orka náttúrunnar með lægsta boð. HS orka skilaði inn tilboði sem var sex prósentum hærra en tilboð Orkusölunnar. Orka náttúrunnar skilaði inn 16 prósentum hærra tilboði og Fallorka 19 prósentum hærra. Í niðurstöðu EFLU kemur fram að lægsta tilboð sé fjórðungi lægra en útgefnir orkutaxtar og mat stofunnar sé að tilboðið sé hagstæðara en önnur tilboð sem bænum bárust. Ef horft er til samningsins sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur við Fallorku í dag og þau verð sem gilda í dag er þetta um það bil fimm prósenta hækkun á heildarkostnaði vegna raforkukaupa, segir í niðurstöðunni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmFélag atvinnurekenda hefur bent á að hægt sé að spara opinbert fjármagn með virkari útboðum af hálfu hins opinbera. FA stóð fyrir fundi um málefnið síðasta þriðjudag. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, var á meðal frummælenda en hann telur að fjölmörg vannýtt tækifæru séu í því að halda opin útboð. Fjárlaganefnd tók saman upplýsingar um útboð hjá stofnunum og fyrirtækjum ríkisins. „Við tókum fyrir allt það sem ætti að vera algjörlega einfalt. Til dæmis raforku sem maður skyldi ætla að væri einfaldasta mál í heimi að bjóða út,“ sagði Guðlaugur Þór á fundinum. Af 160 stofnunum hins opinbera hafi hins vegar bara 7,5 prósent boðið út rafmagnið og 50 prósent boðið út innkaup. Hann sagði að ýmsar stofnanir væru ekki tilbúnar að spara með útboðum. „Stofnanir sem bjóða ekki út hljóta að hafa of mikið á milli handanna og þarf þá að skera sérstaklega niður hjá þeim,“ sagði Guðlaugur. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eftir útboð hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt að leita eftir samningum um kaup á rafmagni frá Orkusölunni. Umhverfis- og framkvæmdaráð bæjarins hefur falið umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar að leita samninga. Bærinn fól EFLU verkfræðistofu að hafa umsjón með útboði á raforkukaupum bæjarins. Það var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og var sérstaklega sent seljendum raforku. Tilboð barst frá fjórum fyrirtækjum og var Orka náttúrunnar með lægsta boð. HS orka skilaði inn tilboði sem var sex prósentum hærra en tilboð Orkusölunnar. Orka náttúrunnar skilaði inn 16 prósentum hærra tilboði og Fallorka 19 prósentum hærra. Í niðurstöðu EFLU kemur fram að lægsta tilboð sé fjórðungi lægra en útgefnir orkutaxtar og mat stofunnar sé að tilboðið sé hagstæðara en önnur tilboð sem bænum bárust. Ef horft er til samningsins sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefur við Fallorku í dag og þau verð sem gilda í dag er þetta um það bil fimm prósenta hækkun á heildarkostnaði vegna raforkukaupa, segir í niðurstöðunni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmFélag atvinnurekenda hefur bent á að hægt sé að spara opinbert fjármagn með virkari útboðum af hálfu hins opinbera. FA stóð fyrir fundi um málefnið síðasta þriðjudag. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, var á meðal frummælenda en hann telur að fjölmörg vannýtt tækifæru séu í því að halda opin útboð. Fjárlaganefnd tók saman upplýsingar um útboð hjá stofnunum og fyrirtækjum ríkisins. „Við tókum fyrir allt það sem ætti að vera algjörlega einfalt. Til dæmis raforku sem maður skyldi ætla að væri einfaldasta mál í heimi að bjóða út,“ sagði Guðlaugur Þór á fundinum. Af 160 stofnunum hins opinbera hafi hins vegar bara 7,5 prósent boðið út rafmagnið og 50 prósent boðið út innkaup. Hann sagði að ýmsar stofnanir væru ekki tilbúnar að spara með útboðum. „Stofnanir sem bjóða ekki út hljóta að hafa of mikið á milli handanna og þarf þá að skera sérstaklega niður hjá þeim,“ sagði Guðlaugur. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira