Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. maí 2016 19:30 Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir mikið álag á flugumferðarstjóra, starfsfólk skorti og hávær krafa sé um að starfsfólk vinni yfirvinnu svo allt gangi upp. Venjulega eru þrír flugumferðarstjóra á vakt í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli en í dag var aðeins einn á vakt vegna veikinda. Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá því niðri í morgun til klukkan hálf ellefu. Ekki var hægt að kalla út starfsfólk á vakt þar sem flugumferðarstjóra hafa sett á yfirvinnubann og bann við þjálfun nýrra flugumferðarstjóra til að þrýsta á um lausn í kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir en samningurinn sem þá rann út gilti í fimm ár. „Við fundum í fyrradag og það var lítill árangur sem að náðist af þeim fundi þannig að deilan er svo gott sem í hnút núna,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Sigurjón segir að flugumferðarstjórar hafi dregist aftur úr í launaþróun miðað við aðrar stéttir. Þá hafi álagið aukist mikið með aukinni flugumferð síðustu ár. Nýliðun í faginu hafi verið of lítil og því þurfa flestir að vinna yfirvinnu svo hægt sé að manna allar vaktir. „Það er viðvarandi mannekla og við erum að keyra á lágmarksmannskap og ef það eru einhver forföll þá þarf að takmarka umferð því miður. Þetta er lítil stétt, fámenn stétt, rúmlega 100 manns og ég myndi halda að það vantaði svona sirka 20 flugumferðarstjóra bara helst á morgun,“ segir Sigurjón. „Kröfur flugumferðarstjóra eru mjög langt umfram það sem þessar hækkanir sem hafa almennt verið á almennum vinnumarkaði,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er auðvitað aukið álag en það er nú svo sem ekkert mikið meira heldur almennt er á Íslandi. Flugumferðarstjórar eru kannski að vinna um 45 stundir á viku en við erum að bæta við mannskap. Við erum að þjálfa flugumferðarstjóra til að bæta inn í mannskapinn,“ segir Guðni. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir mikið álag á flugumferðarstjóra, starfsfólk skorti og hávær krafa sé um að starfsfólk vinni yfirvinnu svo allt gangi upp. Venjulega eru þrír flugumferðarstjóra á vakt í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli en í dag var aðeins einn á vakt vegna veikinda. Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá því niðri í morgun til klukkan hálf ellefu. Ekki var hægt að kalla út starfsfólk á vakt þar sem flugumferðarstjóra hafa sett á yfirvinnubann og bann við þjálfun nýrra flugumferðarstjóra til að þrýsta á um lausn í kjaradeilu þeirra og Isavia. Síðan í byrjun febrúar hafa flugumferðarstjórar verið kjarasamningslausir en samningurinn sem þá rann út gilti í fimm ár. „Við fundum í fyrradag og það var lítill árangur sem að náðist af þeim fundi þannig að deilan er svo gott sem í hnút núna,“ segir Sigurjón Jónasson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Sigurjón segir að flugumferðarstjórar hafi dregist aftur úr í launaþróun miðað við aðrar stéttir. Þá hafi álagið aukist mikið með aukinni flugumferð síðustu ár. Nýliðun í faginu hafi verið of lítil og því þurfa flestir að vinna yfirvinnu svo hægt sé að manna allar vaktir. „Það er viðvarandi mannekla og við erum að keyra á lágmarksmannskap og ef það eru einhver forföll þá þarf að takmarka umferð því miður. Þetta er lítil stétt, fámenn stétt, rúmlega 100 manns og ég myndi halda að það vantaði svona sirka 20 flugumferðarstjóra bara helst á morgun,“ segir Sigurjón. „Kröfur flugumferðarstjóra eru mjög langt umfram það sem þessar hækkanir sem hafa almennt verið á almennum vinnumarkaði,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. „Það er auðvitað aukið álag en það er nú svo sem ekkert mikið meira heldur almennt er á Íslandi. Flugumferðarstjórar eru kannski að vinna um 45 stundir á viku en við erum að bæta við mannskap. Við erum að þjálfa flugumferðarstjóra til að bæta inn í mannskapinn,“ segir Guðni.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33
Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08
Innanlandsflug um Reykjavíkurflugvöll lá niðri í morgun Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur alvarleg áhrif. 22. maí 2016 12:17