Sport

Hrafnhildur: Gæti ekki verið ánægðari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur með silfurverðlaunin sín.
Hrafnhildur með silfurverðlaunin sín. vísir/afp
„Þetta er stórkostlegt, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir í samtali við Vísi nú rétt í þessu.

Evrópumótinu í 50 metra laug í London lauk í dag þar sem Hrafnhildur náði í sín þriðju verðlaun. Hrafnhildur vann þá til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi en áður hafði hún unnið silfur í 100 metra bringusundi og brons í 200 metra bringusundi.

Sjá einnig: Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar

Aðspurð sagðist Hrafnhildur ekki hafa gert sér vonir um að ná svona góðum árangri fyrir mótið.

„Ég gerði mér eiginlega ekki miklar væntingar fyrir mótið. Ég fór með æfingahugsun inn í mótið. Ég hef verið að æfa á fullu og var ekkert að hvíla fyrir þetta,“ sagði Hrafnhildur sem er fyrsta íslenska sundkonan sem vinnur til verðlauna á stórmóti í 50 metra laug.

„Ég ætlaði bara að sjá hvar ég væri stödd og vonaðist til að komast nálægt mínum bestu tímum,“ bætti sundkonan öfluga við.

Nánar verður rætt við Hrafnhildi í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×