Hrafnhildur: Ég man lítið eftir sundinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. maí 2016 19:18 Hrafnhildur, lengst til hægri, ásamt öðrum verðlaunahöfum í 200 m bringusndi. Rikke Möller Pedersen frá Danmörku vann gull og Vall Montero, lengst til vinstri, frá Spáni vann silfur. Vísir/EPA „Ég gæti bara ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, himinlifandi með bronsverðlaunin sem hún vann í 200 m bringusundi á EM í London í dag. Hrafnhildur varð fyrr í vikunni fyrsta ófatlaði íslenski sundmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug frá upphafi. Hún vann silfur í 100 m bringusundi og fylgdi því eftir með bronsi í 200 m bringusundi. Sjá einnig: Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM Hrafnhildur synti á 2:22,96 mínútum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um tíu hundraðshluta úr sekúndu. En hún komst í fyrsta sinn undir 2:23,00 mínútur sem hún hafði stefnt lengi að.Synti bara eins hratt og ég gat „Eftir að ég komst svo nálægt 23 sekúndunum í fyrra hefur það verið markmið mitt að komast undir þær. Þegar það tekst þá er maður kominn í hóp með þeim bestu í heimi,“ segir Hrafnhildur sem segist lítið muna eftir sundinu í dag. „Yfirleitt man maður ekki eftir bestu sundunum manns og ég man lítið eftir þessu. Ég synti bara og reyndi að fara eins hratt og ég gat,“ segir Hafnfirðingurinn. Sjá einnig: Silfur hjá Hrafnhildi á EM „En Klaus [Jürgen Ohk], þjálfarinn minn, var ánægður. Sagði að ég hefði „splittað“ vel og haldið jöfnum hraða allt sundið. Að þetta hafi í raun verið fullkomið fyrir þennan tíma.“Hrafnhildur kampakát með silfurverðlaunin á miðvikudag.Mynd/Högni Björn ÓmarssonEr að nálgast þær bestu Hún segist ný skynja hversu nálægt hún er þeim allra bestu í heiminum í greininni. „Heimsmetið er í nítján sekúndum og þær eru ekki margar sem ná því í dag. Þær bestu eru yfirleitt á bilinu 20-21 sekúndum, kannski 22, og þá sér maður að maður er að nálgast þetta.“ Og eins og hún hefur áður sagt þá er Hrafnhildur ekki fullhvíld fyrir mótið og veit því vel að hún á heilmikið inni. Stefnan er auðvitað að toppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. „Nú fer ég aftur til Florida og æfi á fullu síðustu tvo mánuðina fyrir Ríó. Klára öll smáatriði og einbeiti mér að því að fá eins mikið úr þessu og ég get.“ „Það var líka frábært að fá þetta mót til að sjá hvar ég stend. Og það gekk allt upp. Ég er ánægð með árangurinn og nú er bara að sjá hvernig framhaldið verður.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
„Ég gæti bara ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, himinlifandi með bronsverðlaunin sem hún vann í 200 m bringusundi á EM í London í dag. Hrafnhildur varð fyrr í vikunni fyrsta ófatlaði íslenski sundmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug frá upphafi. Hún vann silfur í 100 m bringusundi og fylgdi því eftir með bronsi í 200 m bringusundi. Sjá einnig: Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM Hrafnhildur synti á 2:22,96 mínútum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um tíu hundraðshluta úr sekúndu. En hún komst í fyrsta sinn undir 2:23,00 mínútur sem hún hafði stefnt lengi að.Synti bara eins hratt og ég gat „Eftir að ég komst svo nálægt 23 sekúndunum í fyrra hefur það verið markmið mitt að komast undir þær. Þegar það tekst þá er maður kominn í hóp með þeim bestu í heimi,“ segir Hrafnhildur sem segist lítið muna eftir sundinu í dag. „Yfirleitt man maður ekki eftir bestu sundunum manns og ég man lítið eftir þessu. Ég synti bara og reyndi að fara eins hratt og ég gat,“ segir Hafnfirðingurinn. Sjá einnig: Silfur hjá Hrafnhildi á EM „En Klaus [Jürgen Ohk], þjálfarinn minn, var ánægður. Sagði að ég hefði „splittað“ vel og haldið jöfnum hraða allt sundið. Að þetta hafi í raun verið fullkomið fyrir þennan tíma.“Hrafnhildur kampakát með silfurverðlaunin á miðvikudag.Mynd/Högni Björn ÓmarssonEr að nálgast þær bestu Hún segist ný skynja hversu nálægt hún er þeim allra bestu í heiminum í greininni. „Heimsmetið er í nítján sekúndum og þær eru ekki margar sem ná því í dag. Þær bestu eru yfirleitt á bilinu 20-21 sekúndum, kannski 22, og þá sér maður að maður er að nálgast þetta.“ Og eins og hún hefur áður sagt þá er Hrafnhildur ekki fullhvíld fyrir mótið og veit því vel að hún á heilmikið inni. Stefnan er auðvitað að toppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. „Nú fer ég aftur til Florida og æfi á fullu síðustu tvo mánuðina fyrir Ríó. Klára öll smáatriði og einbeiti mér að því að fá eins mikið úr þessu og ég get.“ „Það var líka frábært að fá þetta mót til að sjá hvar ég stend. Og það gekk allt upp. Ég er ánægð með árangurinn og nú er bara að sjá hvernig framhaldið verður.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira