Eygló Harðardóttir mætir ekki á heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar Erla Björg Gunnarsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 31. maí 2016 15:42 Eygló verður ekki í Katar árið 2022, allavega ekki á fótboltamóti. Vísir Í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem skoðar þrælahald í heiminum er Ísland í 49. sæti á heimsvísu. Með þrælahaldi er átt við fólk sem vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, valdniðslu, svika, ofbeldis eða harðstjórnar. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar vakti athygli á þessu á þing í dag. Sagði hún sláandi að Ísland fengi lægstu einkunn Norðurlandaþjóða. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi. Þegar skýrslan er skoðuð kemur í ljós að Ísland fær einkunnina B sem er lægsta einkunn Norðurlandaþjóða og með þeim lægstu í Evrópu. Ráðherra hlýtur að taka þetta mjög alvarlega þannig að mig langar til að spyrja hvað sé verið að gera í þessum málum og hvernig eigi að bregðast við. Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur. Þar að auki vakti hún máls á heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar og spurði hvort Ísland ætlaði að senda lið í keppnina.Þrælahald í Katar hefur áhrif á heimsmeistaramótið „Það er eitt sem hefur líka hvílt svolítið þungt á mér, það er þegar ég les fréttir um heimsmeistaramótið sem á að halda í Katar, fótboltamót, árið 2022. Þar er massíft þrælahald í gangi og mótsstaðurinn var ákveðinn eftir að einhverjir kallar í spilltum samtökum ákváðu að það væri góð hugmynd. Nokkrir leikmenn í danska og norska landsliðinu hafa stigið fram og gagnrýnt þetta. Ég hlýt að spyrja: Ætlar Ísland að taka þátt í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í Katar 2022?“ spurði Brynhildur og hélt áfram: „Er það ásættanlegt þegar við höfum upplýsingar um það hvernig staðið er þar að málum? Amnesty International hefur til dæmis gefið út mjög harðorða skýrslu um meðferð á verkafólki, meðal annars frá Nepal. Ég hef áhuga á að heyra hvað hæstvirtum ráðherra finnst um það. Eigum við að taka þátt í þessari vitleysu?“Brynhildur spurði á þingi í dag hvort Ísland hefði íhugað að draga tilbaka þátttöku sína í heimsmeistaramótinu í Katar.vísir/valliEygló Harðardóttir, félagsmála- og húsnæðisráðherra, svaraði Brynhildi. Sagði hún að verið væri að vinna eftir aðgerðaáætlun um mansalsmál og aukin fræðsla sem stjórnvöld standa fyrir í samstarfi við verkalýðsfélög og Vinnueftirlitsins hafi skilað árangri. „Við erum að huga að líkamlegri, félagslegri og sálrænni aðstoð óháð lögheimilisskráningu, aðgerðum til að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og hvernig við getum þróað úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan,“ sagði Eygló. „Til viðbótar við þetta er það sem ég nefndi, aukið samstarf sem við höfum átt við verkalýðsfélögin almennt til að tryggja að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða og ekki sé verið að brjóta á mannréttindum fólks á vinnumarkaðnum.“ Hún gaf aftur á móti ekki skýr svör varðandi Heimsmeistaramótið í Katar en sagði að hún myndi að minnsta kosti ekki mæta á svæðið. „Varðandi fyrirspurnina sem snýr að þátttöku okkar á íþróttamóti þá hafa oft verið mjög skiptar skoðanir um þátttöku okkar og má benda á Ólympíuleikana í Rússlandi. Ég hef sjálf hins vegar ekki í hyggju að mæta á þetta mót,“ sagði Eygló Harðardóttir, á þingi í dag. Tengdar fréttir Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi Ein helsta orsök mansals, segir þingmaður Framsóknarflokks. 25. maí 2016 16:45 Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem skoðar þrælahald í heiminum er Ísland í 49. sæti á heimsvísu. Með þrælahaldi er átt við fólk sem vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, valdniðslu, svika, ofbeldis eða harðstjórnar. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar vakti athygli á þessu á þing í dag. Sagði hún sláandi að Ísland fengi lægstu einkunn Norðurlandaþjóða. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi. Þegar skýrslan er skoðuð kemur í ljós að Ísland fær einkunnina B sem er lægsta einkunn Norðurlandaþjóða og með þeim lægstu í Evrópu. Ráðherra hlýtur að taka þetta mjög alvarlega þannig að mig langar til að spyrja hvað sé verið að gera í þessum málum og hvernig eigi að bregðast við. Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur. Þar að auki vakti hún máls á heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar og spurði hvort Ísland ætlaði að senda lið í keppnina.Þrælahald í Katar hefur áhrif á heimsmeistaramótið „Það er eitt sem hefur líka hvílt svolítið þungt á mér, það er þegar ég les fréttir um heimsmeistaramótið sem á að halda í Katar, fótboltamót, árið 2022. Þar er massíft þrælahald í gangi og mótsstaðurinn var ákveðinn eftir að einhverjir kallar í spilltum samtökum ákváðu að það væri góð hugmynd. Nokkrir leikmenn í danska og norska landsliðinu hafa stigið fram og gagnrýnt þetta. Ég hlýt að spyrja: Ætlar Ísland að taka þátt í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í Katar 2022?“ spurði Brynhildur og hélt áfram: „Er það ásættanlegt þegar við höfum upplýsingar um það hvernig staðið er þar að málum? Amnesty International hefur til dæmis gefið út mjög harðorða skýrslu um meðferð á verkafólki, meðal annars frá Nepal. Ég hef áhuga á að heyra hvað hæstvirtum ráðherra finnst um það. Eigum við að taka þátt í þessari vitleysu?“Brynhildur spurði á þingi í dag hvort Ísland hefði íhugað að draga tilbaka þátttöku sína í heimsmeistaramótinu í Katar.vísir/valliEygló Harðardóttir, félagsmála- og húsnæðisráðherra, svaraði Brynhildi. Sagði hún að verið væri að vinna eftir aðgerðaáætlun um mansalsmál og aukin fræðsla sem stjórnvöld standa fyrir í samstarfi við verkalýðsfélög og Vinnueftirlitsins hafi skilað árangri. „Við erum að huga að líkamlegri, félagslegri og sálrænni aðstoð óháð lögheimilisskráningu, aðgerðum til að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og hvernig við getum þróað úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan,“ sagði Eygló. „Til viðbótar við þetta er það sem ég nefndi, aukið samstarf sem við höfum átt við verkalýðsfélögin almennt til að tryggja að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða og ekki sé verið að brjóta á mannréttindum fólks á vinnumarkaðnum.“ Hún gaf aftur á móti ekki skýr svör varðandi Heimsmeistaramótið í Katar en sagði að hún myndi að minnsta kosti ekki mæta á svæðið. „Varðandi fyrirspurnina sem snýr að þátttöku okkar á íþróttamóti þá hafa oft verið mjög skiptar skoðanir um þátttöku okkar og má benda á Ólympíuleikana í Rússlandi. Ég hef sjálf hins vegar ekki í hyggju að mæta á þetta mót,“ sagði Eygló Harðardóttir, á þingi í dag.
Tengdar fréttir Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi Ein helsta orsök mansals, segir þingmaður Framsóknarflokks. 25. maí 2016 16:45 Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi Ein helsta orsök mansals, segir þingmaður Framsóknarflokks. 25. maí 2016 16:45
Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45
Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01