Eygló Harðardóttir mætir ekki á heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar Erla Björg Gunnarsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 31. maí 2016 15:42 Eygló verður ekki í Katar árið 2022, allavega ekki á fótboltamóti. Vísir Í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem skoðar þrælahald í heiminum er Ísland í 49. sæti á heimsvísu. Með þrælahaldi er átt við fólk sem vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, valdniðslu, svika, ofbeldis eða harðstjórnar. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar vakti athygli á þessu á þing í dag. Sagði hún sláandi að Ísland fengi lægstu einkunn Norðurlandaþjóða. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi. Þegar skýrslan er skoðuð kemur í ljós að Ísland fær einkunnina B sem er lægsta einkunn Norðurlandaþjóða og með þeim lægstu í Evrópu. Ráðherra hlýtur að taka þetta mjög alvarlega þannig að mig langar til að spyrja hvað sé verið að gera í þessum málum og hvernig eigi að bregðast við. Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur. Þar að auki vakti hún máls á heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar og spurði hvort Ísland ætlaði að senda lið í keppnina.Þrælahald í Katar hefur áhrif á heimsmeistaramótið „Það er eitt sem hefur líka hvílt svolítið þungt á mér, það er þegar ég les fréttir um heimsmeistaramótið sem á að halda í Katar, fótboltamót, árið 2022. Þar er massíft þrælahald í gangi og mótsstaðurinn var ákveðinn eftir að einhverjir kallar í spilltum samtökum ákváðu að það væri góð hugmynd. Nokkrir leikmenn í danska og norska landsliðinu hafa stigið fram og gagnrýnt þetta. Ég hlýt að spyrja: Ætlar Ísland að taka þátt í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í Katar 2022?“ spurði Brynhildur og hélt áfram: „Er það ásættanlegt þegar við höfum upplýsingar um það hvernig staðið er þar að málum? Amnesty International hefur til dæmis gefið út mjög harðorða skýrslu um meðferð á verkafólki, meðal annars frá Nepal. Ég hef áhuga á að heyra hvað hæstvirtum ráðherra finnst um það. Eigum við að taka þátt í þessari vitleysu?“Brynhildur spurði á þingi í dag hvort Ísland hefði íhugað að draga tilbaka þátttöku sína í heimsmeistaramótinu í Katar.vísir/valliEygló Harðardóttir, félagsmála- og húsnæðisráðherra, svaraði Brynhildi. Sagði hún að verið væri að vinna eftir aðgerðaáætlun um mansalsmál og aukin fræðsla sem stjórnvöld standa fyrir í samstarfi við verkalýðsfélög og Vinnueftirlitsins hafi skilað árangri. „Við erum að huga að líkamlegri, félagslegri og sálrænni aðstoð óháð lögheimilisskráningu, aðgerðum til að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og hvernig við getum þróað úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan,“ sagði Eygló. „Til viðbótar við þetta er það sem ég nefndi, aukið samstarf sem við höfum átt við verkalýðsfélögin almennt til að tryggja að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða og ekki sé verið að brjóta á mannréttindum fólks á vinnumarkaðnum.“ Hún gaf aftur á móti ekki skýr svör varðandi Heimsmeistaramótið í Katar en sagði að hún myndi að minnsta kosti ekki mæta á svæðið. „Varðandi fyrirspurnina sem snýr að þátttöku okkar á íþróttamóti þá hafa oft verið mjög skiptar skoðanir um þátttöku okkar og má benda á Ólympíuleikana í Rússlandi. Ég hef sjálf hins vegar ekki í hyggju að mæta á þetta mót,“ sagði Eygló Harðardóttir, á þingi í dag. Tengdar fréttir Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi Ein helsta orsök mansals, segir þingmaður Framsóknarflokks. 25. maí 2016 16:45 Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Sjá meira
Í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem skoðar þrælahald í heiminum er Ísland í 49. sæti á heimsvísu. Með þrælahaldi er átt við fólk sem vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, valdniðslu, svika, ofbeldis eða harðstjórnar. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar vakti athygli á þessu á þing í dag. Sagði hún sláandi að Ísland fengi lægstu einkunn Norðurlandaþjóða. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi. Þegar skýrslan er skoðuð kemur í ljós að Ísland fær einkunnina B sem er lægsta einkunn Norðurlandaþjóða og með þeim lægstu í Evrópu. Ráðherra hlýtur að taka þetta mjög alvarlega þannig að mig langar til að spyrja hvað sé verið að gera í þessum málum og hvernig eigi að bregðast við. Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur. Þar að auki vakti hún máls á heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Katar og spurði hvort Ísland ætlaði að senda lið í keppnina.Þrælahald í Katar hefur áhrif á heimsmeistaramótið „Það er eitt sem hefur líka hvílt svolítið þungt á mér, það er þegar ég les fréttir um heimsmeistaramótið sem á að halda í Katar, fótboltamót, árið 2022. Þar er massíft þrælahald í gangi og mótsstaðurinn var ákveðinn eftir að einhverjir kallar í spilltum samtökum ákváðu að það væri góð hugmynd. Nokkrir leikmenn í danska og norska landsliðinu hafa stigið fram og gagnrýnt þetta. Ég hlýt að spyrja: Ætlar Ísland að taka þátt í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið í Katar 2022?“ spurði Brynhildur og hélt áfram: „Er það ásættanlegt þegar við höfum upplýsingar um það hvernig staðið er þar að málum? Amnesty International hefur til dæmis gefið út mjög harðorða skýrslu um meðferð á verkafólki, meðal annars frá Nepal. Ég hef áhuga á að heyra hvað hæstvirtum ráðherra finnst um það. Eigum við að taka þátt í þessari vitleysu?“Brynhildur spurði á þingi í dag hvort Ísland hefði íhugað að draga tilbaka þátttöku sína í heimsmeistaramótinu í Katar.vísir/valliEygló Harðardóttir, félagsmála- og húsnæðisráðherra, svaraði Brynhildi. Sagði hún að verið væri að vinna eftir aðgerðaáætlun um mansalsmál og aukin fræðsla sem stjórnvöld standa fyrir í samstarfi við verkalýðsfélög og Vinnueftirlitsins hafi skilað árangri. „Við erum að huga að líkamlegri, félagslegri og sálrænni aðstoð óháð lögheimilisskráningu, aðgerðum til að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og hvernig við getum þróað úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan,“ sagði Eygló. „Til viðbótar við þetta er það sem ég nefndi, aukið samstarf sem við höfum átt við verkalýðsfélögin almennt til að tryggja að ekki sé um félagsleg undirboð að ræða og ekki sé verið að brjóta á mannréttindum fólks á vinnumarkaðnum.“ Hún gaf aftur á móti ekki skýr svör varðandi Heimsmeistaramótið í Katar en sagði að hún myndi að minnsta kosti ekki mæta á svæðið. „Varðandi fyrirspurnina sem snýr að þátttöku okkar á íþróttamóti þá hafa oft verið mjög skiptar skoðanir um þátttöku okkar og má benda á Ólympíuleikana í Rússlandi. Ég hef sjálf hins vegar ekki í hyggju að mæta á þetta mót,“ sagði Eygló Harðardóttir, á þingi í dag.
Tengdar fréttir Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi Ein helsta orsök mansals, segir þingmaður Framsóknarflokks. 25. maí 2016 16:45 Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45 Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Sjá meira
Stemma þurfi stigu við starfsemi kampavínsklúbba hér á landi Ein helsta orsök mansals, segir þingmaður Framsóknarflokks. 25. maí 2016 16:45
Grunur er um mansal hjá Félagi heyrnarlausra Lögregla rannsakar nú grun um mansal hjá starfsmönnum Félags heyrnarlausra. Útlendingar hafa verið fengið hingað til lands til að selja happdrættismiða fyrir félagið. Heimildir herma að þetta fólk fái greitt langt undir lágmarkslaunum. 26. maí 2016 00:45
Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022. 31. mars 2016 10:01