Lilja stefnir til Nígeríu ásamt viðskiptasendinefnd Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:19 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tekur innflutningstakmarkanir hjá Nígeríu alvarlega enda hafa takmarkanirnar áhrif hér á landi. Vísir/Stefán Reglur Seðlabanka Nígeríu sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins hafa haft áhrif á útflutning þurrkaðra sjávarafurða hér á landi. Utanríkisráðherra hyggst halda til Nígeríu síðar í sumar til þess að finna lausn á málinu. Innflutningstakmarkanirnar hafa haft áhrif á fiskvinnslufyrirtæki hér á landi. Allt að tuttugu íslensk fyrirtæki reiða sig á útflutning þurrkaðra sjávarafurða á Afríkumarkað. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær svaraði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fyrirspurn Valgerðar Gunnarsdóttur þingmanns um það hvort og þá hvenær íslensk sendinefnd færi utan í því skyni að reyna að hafa jákvæð áhrif á viðskipti milli landanna. „Þetta er í rauninni mjög alvarlegt mál vegna þess að undir liggja 450–500 störf. Yfir 20 fyrirtæki á Íslandi hafa þessa starfsemi með höndum. Þessi starfsemi skapar tekjur inn í þjóðarbúið upp á 15–20 milljarða. Þetta eru því mikilvæg fyrirtæki, bæði fyrir Íslendinga og eins fyrir Nígeríubúa vegna þess að þessar afurðir skila inn til þeirra gríðarlega verðmætum próteingjöfum í fæðu fyrir nígeríska þjóð,“ sagði Valgerður en hún er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Lilja sagði að um afar mikilvægt en á sama tíma erfitt mál væri að ræða. „Til að svara fyrstu spurningu hv. þingmanns er síðan í undirbúningi að utanríkisráðherra fari til Nígeríu með viðskiptasendinefnd til þess að ræða frekar þau vandamál sem uppi eru í viðskiptum landanna. Er stefnt að því að slík sendinefnd fari til Nígeríu síðar í sumar eða um leið og aðstæður leyfa. Fóru fulltrúar utanríkisráðuneytisins nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn,“ sagði Lilja á þingi í gær. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn. Auk þessa hefur verið ræddur sá möguleiki að koma á vöruskiptum milli Íslands og Nígeríu með sjávarafurðir og olíu. Óljóst er hins vegar hvort það reynist raunhæfur möguleiki enn sem komið er. Lilja lýsti jafnframt forsögu málsins á Alþingi. „Forsaga málsins er sú að um mitt ár 2015 setti Seðlabanki Nígeríu reglur sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins á ýmsum vörutegundum, meðal annars sjávarafurðum. Voru reglurnar settar í ljósi þess gífurlega samdráttar sem orðið hefur á í gjaldeyristekjum þjóðarinnar vegna lækkandi olíuverðs, en langstærstur hluti af útflutningsverðmætum Nígeríu kemur frá olíuviðskiptum.“ Alþingi Tengdar fréttir Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00 Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Reglur Seðlabanka Nígeríu sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins hafa haft áhrif á útflutning þurrkaðra sjávarafurða hér á landi. Utanríkisráðherra hyggst halda til Nígeríu síðar í sumar til þess að finna lausn á málinu. Innflutningstakmarkanirnar hafa haft áhrif á fiskvinnslufyrirtæki hér á landi. Allt að tuttugu íslensk fyrirtæki reiða sig á útflutning þurrkaðra sjávarafurða á Afríkumarkað. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær svaraði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fyrirspurn Valgerðar Gunnarsdóttur þingmanns um það hvort og þá hvenær íslensk sendinefnd færi utan í því skyni að reyna að hafa jákvæð áhrif á viðskipti milli landanna. „Þetta er í rauninni mjög alvarlegt mál vegna þess að undir liggja 450–500 störf. Yfir 20 fyrirtæki á Íslandi hafa þessa starfsemi með höndum. Þessi starfsemi skapar tekjur inn í þjóðarbúið upp á 15–20 milljarða. Þetta eru því mikilvæg fyrirtæki, bæði fyrir Íslendinga og eins fyrir Nígeríubúa vegna þess að þessar afurðir skila inn til þeirra gríðarlega verðmætum próteingjöfum í fæðu fyrir nígeríska þjóð,“ sagði Valgerður en hún er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Lilja sagði að um afar mikilvægt en á sama tíma erfitt mál væri að ræða. „Til að svara fyrstu spurningu hv. þingmanns er síðan í undirbúningi að utanríkisráðherra fari til Nígeríu með viðskiptasendinefnd til þess að ræða frekar þau vandamál sem uppi eru í viðskiptum landanna. Er stefnt að því að slík sendinefnd fari til Nígeríu síðar í sumar eða um leið og aðstæður leyfa. Fóru fulltrúar utanríkisráðuneytisins nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn,“ sagði Lilja á þingi í gær. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn. Auk þessa hefur verið ræddur sá möguleiki að koma á vöruskiptum milli Íslands og Nígeríu með sjávarafurðir og olíu. Óljóst er hins vegar hvort það reynist raunhæfur möguleiki enn sem komið er. Lilja lýsti jafnframt forsögu málsins á Alþingi. „Forsaga málsins er sú að um mitt ár 2015 setti Seðlabanki Nígeríu reglur sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins á ýmsum vörutegundum, meðal annars sjávarafurðum. Voru reglurnar settar í ljósi þess gífurlega samdráttar sem orðið hefur á í gjaldeyristekjum þjóðarinnar vegna lækkandi olíuverðs, en langstærstur hluti af útflutningsverðmætum Nígeríu kemur frá olíuviðskiptum.“
Alþingi Tengdar fréttir Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00 Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34 Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00
Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34