Davíð skrifar ekki leiðara Morgunblaðsins í kosningabaráttunni Erla Björg Gunnarsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 10. júní 2016 10:00 Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins VÍSIR/Anton Brink Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum fari svo að hann hljóti ekki kjör sem forseti. Um þetta hefur verið hávær orðrómur undanfarnar vikur en í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag tekur Davíð af allan vafa um þetta. „Nei þetta kemur ekki til greina. Ég hætti í stjórnmálum fyrir ellefu árum síðan og var ekki einn af þeim sem var þvingaður úr stjórnmálum. Mig hefur aldrei langað til að súa til baka. Mér þótti óskaplega gaman að vera borgarstjóri, ég var ungur og hafði gaman af því. En mig hefur aldrei langað til að verða það aftur. Ég hafði gaman af því að vera forsætisráðherra en aldrei langað að fara þangað aftur. Mér fannst gaman að vera jólasveinn á jólaböllum en mig langar ekkert að fara í það aftur,“ segir Davíð. Davíð sér aftur á móti fyrir sér að setjast aftur í ritstjórastól Morgunblaðsins að forsetakosningum loknum. „Já já já. Ég held að það sé ofboðslega gott að vera starfsmaður Morgunblaðsins í þessum kosningum. Það er svo auðvelt að taka afstöðu. Ef að starfsfólkið kann vel við mig, sem kannski einhver kann, þá kannski kjósa þau mig. Og ef einhver þolir mig ekki þá geta þau sagst kjósa mig svo kallinn komi ekki uppeftir aftur. Nei ég segi þetta svona til gamans.“ Síðustu vikur hefur ekki bara verið hávær orðrómur um að Davíð hyggi á endurkomu í stjórnmálin, hvernig svo sem forsetakosningarnar fara, en líka að hann skrifi sjálfur leiðara Morgunblaðsins á meðan kosningabaráttunni stendur. Þessum orðrómi vísar Davíð til föðurhúsanna. Hann segir að leiðaraskrif samhliða kosningabaráttu myndu reynast honum um of. „Ég vil nú ekki að hann Haraldur, minn góði vinur, heyri það en ég er ekki einu sinni að lesa þá [leiðarana] núna. Ég bara tók mér frí frá því, ekki bara að skrifa þá heldur líka að lesa þá. Þetta má ég ekki segja en er búinn að missa það út úr mér núna. Ég er viss um að þeir eru ágætir og fínir hjá Haraldi. Hann er mjög flinkur en ég er bara í öðru. Ég get ekki bætt þessu við,“ segir Davíð og á þá við Harald Johannessen, annan ritstjóra Morgunblaðsins. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins ræddu saman forsetaframbjóðendurnir Davíð, Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Davíð ræddi meðal annars móður sína, föður og eiginkonu, Ástríði Thorarensen sem hann segir hafa staðið með sér í gegnum stjórnmálabröltið í öll þessi ár. „Stundum hefur hún sagt að hún hafi bara ætlað að giftast 9 til 5 manni en sitji uppi með karl sem getur aldrei verið til friðs. Ef ég yrði kosinn núna myndi hún gera það mjög vel. En ef ég kæmi heim á kosninganóttu og hefði ekki unnið – sko – sú yrði kát.“Hlusta má á allt viðtalið við Davíð, Elísabetu og Hildi í hlaðvarpi Vísis.is Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00 Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00 Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum fari svo að hann hljóti ekki kjör sem forseti. Um þetta hefur verið hávær orðrómur undanfarnar vikur en í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag tekur Davíð af allan vafa um þetta. „Nei þetta kemur ekki til greina. Ég hætti í stjórnmálum fyrir ellefu árum síðan og var ekki einn af þeim sem var þvingaður úr stjórnmálum. Mig hefur aldrei langað til að súa til baka. Mér þótti óskaplega gaman að vera borgarstjóri, ég var ungur og hafði gaman af því. En mig hefur aldrei langað til að verða það aftur. Ég hafði gaman af því að vera forsætisráðherra en aldrei langað að fara þangað aftur. Mér fannst gaman að vera jólasveinn á jólaböllum en mig langar ekkert að fara í það aftur,“ segir Davíð. Davíð sér aftur á móti fyrir sér að setjast aftur í ritstjórastól Morgunblaðsins að forsetakosningum loknum. „Já já já. Ég held að það sé ofboðslega gott að vera starfsmaður Morgunblaðsins í þessum kosningum. Það er svo auðvelt að taka afstöðu. Ef að starfsfólkið kann vel við mig, sem kannski einhver kann, þá kannski kjósa þau mig. Og ef einhver þolir mig ekki þá geta þau sagst kjósa mig svo kallinn komi ekki uppeftir aftur. Nei ég segi þetta svona til gamans.“ Síðustu vikur hefur ekki bara verið hávær orðrómur um að Davíð hyggi á endurkomu í stjórnmálin, hvernig svo sem forsetakosningarnar fara, en líka að hann skrifi sjálfur leiðara Morgunblaðsins á meðan kosningabaráttunni stendur. Þessum orðrómi vísar Davíð til föðurhúsanna. Hann segir að leiðaraskrif samhliða kosningabaráttu myndu reynast honum um of. „Ég vil nú ekki að hann Haraldur, minn góði vinur, heyri það en ég er ekki einu sinni að lesa þá [leiðarana] núna. Ég bara tók mér frí frá því, ekki bara að skrifa þá heldur líka að lesa þá. Þetta má ég ekki segja en er búinn að missa það út úr mér núna. Ég er viss um að þeir eru ágætir og fínir hjá Haraldi. Hann er mjög flinkur en ég er bara í öðru. Ég get ekki bætt þessu við,“ segir Davíð og á þá við Harald Johannessen, annan ritstjóra Morgunblaðsins. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins ræddu saman forsetaframbjóðendurnir Davíð, Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Davíð ræddi meðal annars móður sína, föður og eiginkonu, Ástríði Thorarensen sem hann segir hafa staðið með sér í gegnum stjórnmálabröltið í öll þessi ár. „Stundum hefur hún sagt að hún hafi bara ætlað að giftast 9 til 5 manni en sitji uppi með karl sem getur aldrei verið til friðs. Ef ég yrði kosinn núna myndi hún gera það mjög vel. En ef ég kæmi heim á kosninganóttu og hefði ekki unnið – sko – sú yrði kát.“Hlusta má á allt viðtalið við Davíð, Elísabetu og Hildi í hlaðvarpi Vísis.is
Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00 Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00 Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00
Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00
Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00