Davíð skrifar ekki leiðara Morgunblaðsins í kosningabaráttunni Erla Björg Gunnarsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 10. júní 2016 10:00 Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins VÍSIR/Anton Brink Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum fari svo að hann hljóti ekki kjör sem forseti. Um þetta hefur verið hávær orðrómur undanfarnar vikur en í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag tekur Davíð af allan vafa um þetta. „Nei þetta kemur ekki til greina. Ég hætti í stjórnmálum fyrir ellefu árum síðan og var ekki einn af þeim sem var þvingaður úr stjórnmálum. Mig hefur aldrei langað til að súa til baka. Mér þótti óskaplega gaman að vera borgarstjóri, ég var ungur og hafði gaman af því. En mig hefur aldrei langað til að verða það aftur. Ég hafði gaman af því að vera forsætisráðherra en aldrei langað að fara þangað aftur. Mér fannst gaman að vera jólasveinn á jólaböllum en mig langar ekkert að fara í það aftur,“ segir Davíð. Davíð sér aftur á móti fyrir sér að setjast aftur í ritstjórastól Morgunblaðsins að forsetakosningum loknum. „Já já já. Ég held að það sé ofboðslega gott að vera starfsmaður Morgunblaðsins í þessum kosningum. Það er svo auðvelt að taka afstöðu. Ef að starfsfólkið kann vel við mig, sem kannski einhver kann, þá kannski kjósa þau mig. Og ef einhver þolir mig ekki þá geta þau sagst kjósa mig svo kallinn komi ekki uppeftir aftur. Nei ég segi þetta svona til gamans.“ Síðustu vikur hefur ekki bara verið hávær orðrómur um að Davíð hyggi á endurkomu í stjórnmálin, hvernig svo sem forsetakosningarnar fara, en líka að hann skrifi sjálfur leiðara Morgunblaðsins á meðan kosningabaráttunni stendur. Þessum orðrómi vísar Davíð til föðurhúsanna. Hann segir að leiðaraskrif samhliða kosningabaráttu myndu reynast honum um of. „Ég vil nú ekki að hann Haraldur, minn góði vinur, heyri það en ég er ekki einu sinni að lesa þá [leiðarana] núna. Ég bara tók mér frí frá því, ekki bara að skrifa þá heldur líka að lesa þá. Þetta má ég ekki segja en er búinn að missa það út úr mér núna. Ég er viss um að þeir eru ágætir og fínir hjá Haraldi. Hann er mjög flinkur en ég er bara í öðru. Ég get ekki bætt þessu við,“ segir Davíð og á þá við Harald Johannessen, annan ritstjóra Morgunblaðsins. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins ræddu saman forsetaframbjóðendurnir Davíð, Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Davíð ræddi meðal annars móður sína, föður og eiginkonu, Ástríði Thorarensen sem hann segir hafa staðið með sér í gegnum stjórnmálabröltið í öll þessi ár. „Stundum hefur hún sagt að hún hafi bara ætlað að giftast 9 til 5 manni en sitji uppi með karl sem getur aldrei verið til friðs. Ef ég yrði kosinn núna myndi hún gera það mjög vel. En ef ég kæmi heim á kosninganóttu og hefði ekki unnið – sko – sú yrði kát.“Hlusta má á allt viðtalið við Davíð, Elísabetu og Hildi í hlaðvarpi Vísis.is Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00 Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00 Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi og ritstjóri Morgunblaðsins ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum fari svo að hann hljóti ekki kjör sem forseti. Um þetta hefur verið hávær orðrómur undanfarnar vikur en í föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag tekur Davíð af allan vafa um þetta. „Nei þetta kemur ekki til greina. Ég hætti í stjórnmálum fyrir ellefu árum síðan og var ekki einn af þeim sem var þvingaður úr stjórnmálum. Mig hefur aldrei langað til að súa til baka. Mér þótti óskaplega gaman að vera borgarstjóri, ég var ungur og hafði gaman af því. En mig hefur aldrei langað til að verða það aftur. Ég hafði gaman af því að vera forsætisráðherra en aldrei langað að fara þangað aftur. Mér fannst gaman að vera jólasveinn á jólaböllum en mig langar ekkert að fara í það aftur,“ segir Davíð. Davíð sér aftur á móti fyrir sér að setjast aftur í ritstjórastól Morgunblaðsins að forsetakosningum loknum. „Já já já. Ég held að það sé ofboðslega gott að vera starfsmaður Morgunblaðsins í þessum kosningum. Það er svo auðvelt að taka afstöðu. Ef að starfsfólkið kann vel við mig, sem kannski einhver kann, þá kannski kjósa þau mig. Og ef einhver þolir mig ekki þá geta þau sagst kjósa mig svo kallinn komi ekki uppeftir aftur. Nei ég segi þetta svona til gamans.“ Síðustu vikur hefur ekki bara verið hávær orðrómur um að Davíð hyggi á endurkomu í stjórnmálin, hvernig svo sem forsetakosningarnar fara, en líka að hann skrifi sjálfur leiðara Morgunblaðsins á meðan kosningabaráttunni stendur. Þessum orðrómi vísar Davíð til föðurhúsanna. Hann segir að leiðaraskrif samhliða kosningabaráttu myndu reynast honum um of. „Ég vil nú ekki að hann Haraldur, minn góði vinur, heyri það en ég er ekki einu sinni að lesa þá [leiðarana] núna. Ég bara tók mér frí frá því, ekki bara að skrifa þá heldur líka að lesa þá. Þetta má ég ekki segja en er búinn að missa það út úr mér núna. Ég er viss um að þeir eru ágætir og fínir hjá Haraldi. Hann er mjög flinkur en ég er bara í öðru. Ég get ekki bætt þessu við,“ segir Davíð og á þá við Harald Johannessen, annan ritstjóra Morgunblaðsins. Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins ræddu saman forsetaframbjóðendurnir Davíð, Elísabet Jökulsdóttir og Hildur Þórðardóttir. Davíð ræddi meðal annars móður sína, föður og eiginkonu, Ástríði Thorarensen sem hann segir hafa staðið með sér í gegnum stjórnmálabröltið í öll þessi ár. „Stundum hefur hún sagt að hún hafi bara ætlað að giftast 9 til 5 manni en sitji uppi með karl sem getur aldrei verið til friðs. Ef ég yrði kosinn núna myndi hún gera það mjög vel. En ef ég kæmi heim á kosninganóttu og hefði ekki unnið – sko – sú yrði kát.“Hlusta má á allt viðtalið við Davíð, Elísabetu og Hildi í hlaðvarpi Vísis.is
Forsetakosningar 2016 Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00 Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00 Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Tilfinningar voru ekki í boði Hildur Þórðardóttir segist ekki vera á móti lyfjanotkun, eingöngu ofnotkun lyfja. Mikilvægt sé að vinna úr tilfinningum jafnóðum. 10. júní 2016 11:00
Sterkasti drifkrafturinn er höfnun Elísabet Jökulsdóttir segir forsetaframboð sitt vera manndómsvígslu. 10. júní 2016 11:00
Óttast ekki höfnun Davíð Oddsson, Hildur Þórðardóttir og Elísabet Jökulsdóttir mættust í föstudagsviðtalinu. 10. júní 2016 07:00