Leiðin til Bessastaða: Mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2016 10:00 Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og forsetaframbjóðandi vill standa fyrir árlegum þjóðfundi nái hún kjöri þar sem þjóðin verði boðið að eiga samtal um stór mál sem hana varða. Hún segir að þjóðin hafi í kjölfar hrunsins búið við neikvæðni og þunga umræðu en nú þurfi að horfa til þess að sameina og sætta. Halla er fjórði forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill sjá forseta með framtíðarsýn og skýr grunngildi Í kosningabaráttu sinni hefur Halla sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. „Ég held að fólk eigi að velja sér góða manneskju og ég held að það skipti máli hvaða gildismat ræður för á Bessastöðum eins og annars staðar í okkar samfélagi. Ég veit það af rannsóknum og reynslu að það koma oft aðrar áherslur með konum. En ég er ekki að segja að konur séu betri eða verri. Ég er að segja að samfélag þar sem að konur og karlar láta bæði til sín taka í meira jafnvægi er sterkara samfélag,“ segir Halla og bætir við að hún vilji sjá forseta með framtíðarsýn og skýr grunngildi. „Ég vil sjá forseta sem hefur hugrekki til þess að horfa til framtíðar og leiða umbreytingar sem eru löngu þarfar og tímabærar í okkar samfélagi.“„Hefðum gott af mýkri áherslum og meiri hlýju“ Að mati Höllu hefur þjóðin ekki tekist á við tilfinninalega áfallið sem fylgdi hruninu 2008 og telur hún að tími sé kominn til þess að fara að huga að því. Hún vill hins vegar ekki meina að kona sé færari en karl til að leiða þjóðina í gegnum það. „Nei, ég held það hafi kannski meira að gera með grunngildismatið heldur en allt annað en ég held allavega að við hefðum gott af mýkri áherslum og meiri hlýju, uppbyggilegri umræðu og minna af umræðu um fortíðina en draga þó lærdóm af henni og horfa til framtíðar,“ segir Halla og bætir við að hún telji mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016. „Við erum nokkrar og ég fagna því þannig að ég ætla ekki að segja að það skipti ekki máli en ég held að við séum fyrst og fremst að velja manneskju.“Viðtalið við Höllu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur og forsetaframbjóðandi vill standa fyrir árlegum þjóðfundi nái hún kjöri þar sem þjóðin verði boðið að eiga samtal um stór mál sem hana varða. Hún segir að þjóðin hafi í kjölfar hrunsins búið við neikvæðni og þunga umræðu en nú þurfi að horfa til þess að sameina og sætta. Halla er fjórði forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill sjá forseta með framtíðarsýn og skýr grunngildi Í kosningabaráttu sinni hefur Halla sagt að það þurfi móður og fyrirliða á Bessastaði. Hún vill þó ekki meina að hún sé með þessu að segja að það eigi að kjósa hana af því að hún er kona. „Ég held að fólk eigi að velja sér góða manneskju og ég held að það skipti máli hvaða gildismat ræður för á Bessastöðum eins og annars staðar í okkar samfélagi. Ég veit það af rannsóknum og reynslu að það koma oft aðrar áherslur með konum. En ég er ekki að segja að konur séu betri eða verri. Ég er að segja að samfélag þar sem að konur og karlar láta bæði til sín taka í meira jafnvægi er sterkara samfélag,“ segir Halla og bætir við að hún vilji sjá forseta með framtíðarsýn og skýr grunngildi. „Ég vil sjá forseta sem hefur hugrekki til þess að horfa til framtíðar og leiða umbreytingar sem eru löngu þarfar og tímabærar í okkar samfélagi.“„Hefðum gott af mýkri áherslum og meiri hlýju“ Að mati Höllu hefur þjóðin ekki tekist á við tilfinninalega áfallið sem fylgdi hruninu 2008 og telur hún að tími sé kominn til þess að fara að huga að því. Hún vill hins vegar ekki meina að kona sé færari en karl til að leiða þjóðina í gegnum það. „Nei, ég held það hafi kannski meira að gera með grunngildismatið heldur en allt annað en ég held allavega að við hefðum gott af mýkri áherslum og meiri hlýju, uppbyggilegri umræðu og minna af umræðu um fortíðina en draga þó lærdóm af henni og horfa til framtíðar,“ segir Halla og bætir við að hún telji mikilvægt að kona sé valkostur í kosningum árið 2016. „Við erum nokkrar og ég fagna því þannig að ég ætla ekki að segja að það skipti ekki máli en ég held að við séum fyrst og fremst að velja manneskju.“Viðtalið við Höllu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00
Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. 8. júní 2016 15:00