Leiðin til Bessastaða: „Stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2016 15:00 Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. Þá myndi hann strax byrja að skipuleggja heimsóknir þjóðarinnar á Bessastaði sem hann segir að verði áfram „pjattstaður og pótintáta“ verði hann ekki kosinn forseti. Davíð er þriðji forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Betra að biðjast afsökunar á ummælum en hlaupa frá þeim Að mati Davíðs er mjög æskilegt að þjóðin viti hvar hún hefur forseta sinn. „Þess vegna er svo mikilvægt að hann hlaupi ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og fari ekki hreinlega með ósannindi eins og við höfum séð nýleg dæmi um, það er ekki gott.“Ertu þá að vísa til Guðna Th.? „Ég er bara að nefna það sem við höfum séð nýleg dæmi um eins og þú varst að nefna hér áður. Ég tel að það sé mjög þýðingarmikið að þjóðin þekki forseta sinn og viti hvar hún hefur hann og hann hlaupi alls ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og gert. Það sé miklu betra bara að biðjast afsökunar á því hafi hann sagt eitthvað sem hann sjái eftir núna en ekki að hlaupa frá því og kannast ekki við það.“ Aðspurður segist Davíð ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinum slíkum yfirlýsingum. „Ég stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið og ef að þær væru þess eðlis sem við höfum séð nýlega þá myndi ég vera mjög hugsandi yfir minni stöðu, hvort ég gæti gegnt embætti forseta Íslands.“Þjóðarsigur þegar Ólafur Ragnar synjaði Icesave-samningum í tvígang Mikið hefur verið rætt um málskotsrétt forseta sem einnig er kallað synjunarvald í kosningabaráttunni enda beitti núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, því fyrstur allra. Hann gerði það í fyrsta sinn árið 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögum Davíðs staðfestingar og svo neitaði hann í tvígang að samþykkja Icesave-samninga ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Að mati Davíðs var það ekki heppilegt að Ólafur skuli hafa synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar en hann segir að það hafi verið gert í þágu fjölmiðlafyrirtækins Norðurljósa, forvera 365. Ólafur hafi hins vegar gert rétt þegar hann synjaði Icesave. „Þegar hann gerði það í þágu þessa fyrirtækis hér þá var það ekki heppilegt enda var það þannig að þau lög áttu ekki að taka gildi fyrr en þremur árum seinna eftir kosningar þannig að það var fráleitt að beita því. Enda fór það mál ekkert til þjóðarinnar. Það var þess vegna ekki málskotsréttur sem var að virka þar. En varðandi Icesave þá var það mjög mikil björgunaraðgerð af hálfu forsetans. Það reyndar börðust allir gegn því. Fjölmiðlarnir þessir tveir bæði þið þessi fjölmiðill og Ríkisútvarpið börðust harkalega gegn forsetanum og reyndar öll elítan háskólaprófessorarnir sem við þekkjum en þjóðin tók afstöðu með forsetanum og afstöðu með sjálfri sér og það var mikill sigur þjóðarsigur.“Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð leyfir áhugasömum að skyggnast bakvið tjöldin í baráttunni Forsetaframbjóðandinn fer með lyklavöldin í dag á Snapchat-reikningi fréttastofunnar, stod2frettir. 8. júní 2016 11:14 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi myndi byrja á því að afsala sér launum forseta nái hann kjöri í kosningunum þann 25. júní næstkomandi. Þá myndi hann strax byrja að skipuleggja heimsóknir þjóðarinnar á Bessastaði sem hann segir að verði áfram „pjattstaður og pótintáta“ verði hann ekki kosinn forseti. Davíð er þriðji forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Betra að biðjast afsökunar á ummælum en hlaupa frá þeim Að mati Davíðs er mjög æskilegt að þjóðin viti hvar hún hefur forseta sinn. „Þess vegna er svo mikilvægt að hann hlaupi ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og fari ekki hreinlega með ósannindi eins og við höfum séð nýleg dæmi um, það er ekki gott.“Ertu þá að vísa til Guðna Th.? „Ég er bara að nefna það sem við höfum séð nýleg dæmi um eins og þú varst að nefna hér áður. Ég tel að það sé mjög þýðingarmikið að þjóðin þekki forseta sinn og viti hvar hún hefur hann og hann hlaupi alls ekki frá öllu því sem hann hefur sagt og gert. Það sé miklu betra bara að biðjast afsökunar á því hafi hann sagt eitthvað sem hann sjái eftir núna en ekki að hlaupa frá því og kannast ekki við það.“ Aðspurður segist Davíð ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinum slíkum yfirlýsingum. „Ég stend við allar þær yfirlýsingar sem ég hef gefið og ef að þær væru þess eðlis sem við höfum séð nýlega þá myndi ég vera mjög hugsandi yfir minni stöðu, hvort ég gæti gegnt embætti forseta Íslands.“Þjóðarsigur þegar Ólafur Ragnar synjaði Icesave-samningum í tvígang Mikið hefur verið rætt um málskotsrétt forseta sem einnig er kallað synjunarvald í kosningabaráttunni enda beitti núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, því fyrstur allra. Hann gerði það í fyrsta sinn árið 2004 þegar hann synjaði fjölmiðlalögum Davíðs staðfestingar og svo neitaði hann í tvígang að samþykkja Icesave-samninga ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Að mati Davíðs var það ekki heppilegt að Ólafur skuli hafa synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar en hann segir að það hafi verið gert í þágu fjölmiðlafyrirtækins Norðurljósa, forvera 365. Ólafur hafi hins vegar gert rétt þegar hann synjaði Icesave. „Þegar hann gerði það í þágu þessa fyrirtækis hér þá var það ekki heppilegt enda var það þannig að þau lög áttu ekki að taka gildi fyrr en þremur árum seinna eftir kosningar þannig að það var fráleitt að beita því. Enda fór það mál ekkert til þjóðarinnar. Það var þess vegna ekki málskotsréttur sem var að virka þar. En varðandi Icesave þá var það mjög mikil björgunaraðgerð af hálfu forsetans. Það reyndar börðust allir gegn því. Fjölmiðlarnir þessir tveir bæði þið þessi fjölmiðill og Ríkisútvarpið börðust harkalega gegn forsetanum og reyndar öll elítan háskólaprófessorarnir sem við þekkjum en þjóðin tók afstöðu með forsetanum og afstöðu með sjálfri sér og það var mikill sigur þjóðarsigur.“Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð leyfir áhugasömum að skyggnast bakvið tjöldin í baráttunni Forsetaframbjóðandinn fer með lyklavöldin í dag á Snapchat-reikningi fréttastofunnar, stod2frettir. 8. júní 2016 11:14 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Davíð leyfir áhugasömum að skyggnast bakvið tjöldin í baráttunni Forsetaframbjóðandinn fer með lyklavöldin í dag á Snapchat-reikningi fréttastofunnar, stod2frettir. 8. júní 2016 11:14