Meiddist á fyrstu æfingunni í Frakklandi og missir af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 07:30 Antonio Rüdiger. Visir/Getty Hver er mesta martröð fótboltamannsins? Ein af þeim verstu hlýtur að vera að meiðast illa rétt fyrir stórmót og það er sú skelfilega staðreynd sem þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger þarf að horfast í augu við núna. Antonio Rüdiger meiddist illa á hné á fyrstu æfingu þýska landsliðsins eftir að liðið mætti til Frakklands. Fljótlega kom í ljós að krossbandið var slitið og hann spilar ekki fótbolta næstu mánuðina. Eins og sjá má í myndbandinu af atvikinu hér fyrir neðan þá tók það liðsfélaga hans ekki langan tíma að átta sig á því að að meiðsli Rüdiger væru alvarleg. Antonio Rüdiger spilar með ítalska liðinu AS Roma og það var líklegt að hann yrði í byrjunarliði þýska landsliðsins í fyrsta leiknum á EM. Þetta er mikið áfall fyrir Rüdiger og ekki bara vegna landsliðsins heldur einnig vegna ferils hans með félagsliðinu. Rüdiger hefur nefnilega verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea að undanförnu. Antonio Conte þekkir Rüdiger vel úr ítalska boltanum og vildi samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla fá hann á Stamford Bridge þegar hann tekur við Chelsea eftir EM. Það má búast við því að ekkert verði af þeim félagsskiptum vegna þessara alvarlegu meiðsla. Rüdiger hafði tekið stöðu Mats Hummels sem hefur verið að glíma við kálfameiðsli síðan í maí. Rüdiger hafði spilað allar 90 mínúturnar í undanförnum fimm leikjum Þjóðverja. Antonio Rüdiger hafði spilað við hlið Jerome Boateng í síðustu tveimur leikjum. Antonio Rüdiger er 23 ára gamall og á að baki 11 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann fékk sín fyrstu tækifæri hjá VfB Stuttgart en var fyrst lánaður til AS Roma og svo keyptur fyrir 9 milljónir evra.Antonio Rudiger got injured during Germany's first training session in France. Still no diagnosis #EURO2016 pic.twitter.com/nWLWE6csqD— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) June 7, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Hver er mesta martröð fótboltamannsins? Ein af þeim verstu hlýtur að vera að meiðast illa rétt fyrir stórmót og það er sú skelfilega staðreynd sem þýski varnarmaðurinn Antonio Rüdiger þarf að horfast í augu við núna. Antonio Rüdiger meiddist illa á hné á fyrstu æfingu þýska landsliðsins eftir að liðið mætti til Frakklands. Fljótlega kom í ljós að krossbandið var slitið og hann spilar ekki fótbolta næstu mánuðina. Eins og sjá má í myndbandinu af atvikinu hér fyrir neðan þá tók það liðsfélaga hans ekki langan tíma að átta sig á því að að meiðsli Rüdiger væru alvarleg. Antonio Rüdiger spilar með ítalska liðinu AS Roma og það var líklegt að hann yrði í byrjunarliði þýska landsliðsins í fyrsta leiknum á EM. Þetta er mikið áfall fyrir Rüdiger og ekki bara vegna landsliðsins heldur einnig vegna ferils hans með félagsliðinu. Rüdiger hefur nefnilega verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea að undanförnu. Antonio Conte þekkir Rüdiger vel úr ítalska boltanum og vildi samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla fá hann á Stamford Bridge þegar hann tekur við Chelsea eftir EM. Það má búast við því að ekkert verði af þeim félagsskiptum vegna þessara alvarlegu meiðsla. Rüdiger hafði tekið stöðu Mats Hummels sem hefur verið að glíma við kálfameiðsli síðan í maí. Rüdiger hafði spilað allar 90 mínúturnar í undanförnum fimm leikjum Þjóðverja. Antonio Rüdiger hafði spilað við hlið Jerome Boateng í síðustu tveimur leikjum. Antonio Rüdiger er 23 ára gamall og á að baki 11 landsleiki fyrir Þýskaland. Hann fékk sín fyrstu tækifæri hjá VfB Stuttgart en var fyrst lánaður til AS Roma og svo keyptur fyrir 9 milljónir evra.Antonio Rudiger got injured during Germany's first training session in France. Still no diagnosis #EURO2016 pic.twitter.com/nWLWE6csqD— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) June 7, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn