Vill lengri opnun sundstaða Snærós Sindradóttir skrifar 8. júní 2016 06:00 Laugardalslaug hefur lengstan opnunartíma sundstaða í Reykjavík en Hildur Sverrisdóttir segir íbúa borgarinnar kvarta yfir því að þar sé ekki pláss fyrir fjölskyldur vegna ferðamannastraums. Fréttablaðið/ernir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram óformlega tillögu á borgarstjórnarfundi í gær þess efnis að opnunartími sundstaða yrði lengdur á ný. Tillagan kom fram við umræður um skýrslu stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leik- og grunnskólum og frístundastarfi. Hildur kom inn á það í ræðu sinni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið í Reykjavík frá þeim tíma sem opnunartími sundstaða var styttur eftir efnahagshrunið 2008. „Hvað svo sem má segja um nauðsyn þess á sínum tíma er allavega hægt að segja að opnunartímunum hafi á sínum tíma verið dreift þannig að Reykvíkingar ættu á hverjum tíma að geta farið í einhverja laug sem væri opin, sem var þá Laugardalslaugin sem er alltaf opin til klukkan 10. Nú er svo komið að við heyrum kvartanir íbúa í öllum hverfum borgarinnar yfir því að það sé ekki lengur hægt að fara með börnin í sund á kvöldin um helgar þar sem Laugardalslaugin er einfaldlega pökkuð af fólki og þá aðallega ferðamönnum,“ sagði Hildur í ræðu sinni. Nýlega var stakt gjald í sund hjá Reykjavíkurborg hækkað í 900 krónur þó enn sé hægt að fara ódýrar í sund með fjölferða kortum. Um helgar í sumar eru laugarnar alla jafna opnar til sex á daginn, fyrir utan Laugardalslaug sem er opin til tíu á kvöldin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Sundlaugar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram óformlega tillögu á borgarstjórnarfundi í gær þess efnis að opnunartími sundstaða yrði lengdur á ný. Tillagan kom fram við umræður um skýrslu stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leik- og grunnskólum og frístundastarfi. Hildur kom inn á það í ræðu sinni að ferðamönnum hefði fjölgað mikið í Reykjavík frá þeim tíma sem opnunartími sundstaða var styttur eftir efnahagshrunið 2008. „Hvað svo sem má segja um nauðsyn þess á sínum tíma er allavega hægt að segja að opnunartímunum hafi á sínum tíma verið dreift þannig að Reykvíkingar ættu á hverjum tíma að geta farið í einhverja laug sem væri opin, sem var þá Laugardalslaugin sem er alltaf opin til klukkan 10. Nú er svo komið að við heyrum kvartanir íbúa í öllum hverfum borgarinnar yfir því að það sé ekki lengur hægt að fara með börnin í sund á kvöldin um helgar þar sem Laugardalslaugin er einfaldlega pökkuð af fólki og þá aðallega ferðamönnum,“ sagði Hildur í ræðu sinni. Nýlega var stakt gjald í sund hjá Reykjavíkurborg hækkað í 900 krónur þó enn sé hægt að fara ódýrar í sund með fjölferða kortum. Um helgar í sumar eru laugarnar alla jafna opnar til sex á daginn, fyrir utan Laugardalslaug sem er opin til tíu á kvöldin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Sundlaugar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira