Guðrún Margrét um fóstureyðingar: „Við erum að taka líf í rauninni“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 15:14 „Allir hafa rétt til lífs og við eigum að vernda líka ófædd börn. Mér finnst það okkar skylda,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi í Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hún ræddi kristna trú við þáttastjórnendur. Hún sagðist vera þeirrar skoðun að leyfa ætti fóstureyðingar í vissum tilfellum en almennt bæri Íslendingum sem þjóð að vernda ófædd börn. „Ég held að það sé líka oft þrýstingur á konur að fara í þessa aðgerð. Ég hef hitt konur og heyrt af konum sem búa við sektarkennd og líður ekkert vel eftir þetta,“ sagði Guðrún.Hún sagðist hvetja konur til að fara í gegnum það ferli að eignast barnið í stað þess að fara í fóstureyðingu. „Barnið verður yndislegt, það mun veita gleði,“ sagði Guðrún en sagðist gera sér greina fyrir því að ýmsar aðstæður kölluðu á fóstureyðingu.„Við erum að taka líf í rauninni“ „Ég held að við getum lagt aðeins meira á okkur og leyft þessum börnum að fæðast af því að það eru öll gen komin, persónuleikinn er kominn, þetta eru einstaklingar.“ Spurð hvort hún líti á fóstureyðingu sem mannsmorð sagði hún ekki gott að segja það þannig því málið væri viðkvæmt fyrir mörgum. „Við erum að taka líf í rauninni. Á seinni tímum meðgöngu er þetta álitinn glæpur og þetta er ekki nema einhverjir mánuðir, þetta er sami einstaklingur.“Giftingar samkynhneigðra fyrir utan kirkjur Spurð út í giftingar samkynhneigðra sagðist hún vera þeirrar skoðunar að halda ætti þeim fyrir utan kirkjuna og samkynhneigðir ættur frekar að gifta sig hjá sýslumanni. Hún sagði guð elska alla menn og þar skipti ekki máli hver maðurinn er, öllum erum við jöfn fyrir guði. „Ég veit að guð hefur skapað hjónabandið og það er leið guðs. Allt sem er þar fyrir utan erum við svolítið að fara okkar eigin leiðir. “ Hún sagðist ekki ætla að dæma og sem forseti myndi ekki reyna að skipta sér af því hvernig þessum málum er háttað. Vill kristinfræði í skóla Hún sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að kenna ætti kristinfræði í skólum landsins. „Að kenna ekki kristnifræðum í skólum í landi sem er kristið og með öll þessi gildi, það er bara eins og að kenna tungumálafræði í stað þess að kenna íslensku. Þetta eru rætur okkar.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
„Allir hafa rétt til lífs og við eigum að vernda líka ófædd börn. Mér finnst það okkar skylda,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi í Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hún ræddi kristna trú við þáttastjórnendur. Hún sagðist vera þeirrar skoðun að leyfa ætti fóstureyðingar í vissum tilfellum en almennt bæri Íslendingum sem þjóð að vernda ófædd börn. „Ég held að það sé líka oft þrýstingur á konur að fara í þessa aðgerð. Ég hef hitt konur og heyrt af konum sem búa við sektarkennd og líður ekkert vel eftir þetta,“ sagði Guðrún.Hún sagðist hvetja konur til að fara í gegnum það ferli að eignast barnið í stað þess að fara í fóstureyðingu. „Barnið verður yndislegt, það mun veita gleði,“ sagði Guðrún en sagðist gera sér greina fyrir því að ýmsar aðstæður kölluðu á fóstureyðingu.„Við erum að taka líf í rauninni“ „Ég held að við getum lagt aðeins meira á okkur og leyft þessum börnum að fæðast af því að það eru öll gen komin, persónuleikinn er kominn, þetta eru einstaklingar.“ Spurð hvort hún líti á fóstureyðingu sem mannsmorð sagði hún ekki gott að segja það þannig því málið væri viðkvæmt fyrir mörgum. „Við erum að taka líf í rauninni. Á seinni tímum meðgöngu er þetta álitinn glæpur og þetta er ekki nema einhverjir mánuðir, þetta er sami einstaklingur.“Giftingar samkynhneigðra fyrir utan kirkjur Spurð út í giftingar samkynhneigðra sagðist hún vera þeirrar skoðunar að halda ætti þeim fyrir utan kirkjuna og samkynhneigðir ættur frekar að gifta sig hjá sýslumanni. Hún sagði guð elska alla menn og þar skipti ekki máli hver maðurinn er, öllum erum við jöfn fyrir guði. „Ég veit að guð hefur skapað hjónabandið og það er leið guðs. Allt sem er þar fyrir utan erum við svolítið að fara okkar eigin leiðir. “ Hún sagðist ekki ætla að dæma og sem forseti myndi ekki reyna að skipta sér af því hvernig þessum málum er háttað. Vill kristinfræði í skóla Hún sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að kenna ætti kristinfræði í skólum landsins. „Að kenna ekki kristnifræðum í skólum í landi sem er kristið og með öll þessi gildi, það er bara eins og að kenna tungumálafræði í stað þess að kenna íslensku. Þetta eru rætur okkar.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent