„Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir ekki hægt að hætta við kosningar í haust en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ekki sé samstaða innan flokksins um nauðsyn þess að halda kosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins hefur meðal annars haldið því sjónarmiði á lofti. Þá hefur forsætisráðherra áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. Sigurður Ingi var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ítrekaði hann það sem hann hefur reyndar sagt margoft áður, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, að það verði kosið til Alþingis í haust. Miðstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gær og sagði Sigurður Ingi að mikil eindregni og samstaða hefði einkennt fundinn. „Við gengum út sem miklu öflugri flokkur heldur en dagana á undan,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagðist hann aðspurður telja að Sigmundur Davíð ætti sér viðreisnar von í stjórnmálum og að hann myndi styðja formanninn ef hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram.Sigmundur hefði átt að útskýra málið strax Forsætisráðherra var einnig spurður út í það hvað honum hefði þótt verst við framgöngu Sigmundar Davíðs í tengslum við Panama-skjölin. „Það sem ég held að megi segja, og ég held að Sigmundur hafi gert ágætlega grein fyrir því, að viðbrögðin eftir þetta viðtal hefðu getað verið öll önnur, bæði að upplýsa okkur í flokknum og þjóðina alla,“ sagði Sigurður og bætti við að Sigmundur hefði haldið að hann gæti útskýrt málið fyrir fjölmiðlamönnum eftir á. Það hefði hins vegar ekki skipt neinu máli og því hefði verið miklu betra ef hann hefði komið fram og útskýrt málið strax. Sigurður Ingi telur ekki að Panama-stormurinn hafi fælt fólk frá því að taka þátt í starfi Framsóknarflokksins. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að fólk hafi almennt síður áhuga á að taka þátt í stjórnmálum vegna óvæginnar gagnrýni í garð stjórnmálamanna. „Og þá er ég ekki bara að tala um Framsóknarflokkinn,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að það væri persónuleg ákvörðun að fara í stjórnmál en sú ákvörðun hefði áhrif á marga, til að mynda fjölskyldu stjórnmálamannsins. „Það er ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum eða í kommentum við fréttir.“ Bætti hann við að það væri mikilvægt að þverskurður þjóðarinnar væri á þingi og því ylli þetta honum áhyggjum. Á þingi mættu ekki bara sitja embættismenn eða fólk sem hefði „alist upp í flokkunum.“ Umræðan gæti hins vegar fælt hæft fólk frá þátttöku í stjórnmálum. Kosningar 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir ekki hægt að hætta við kosningar í haust en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ekki sé samstaða innan flokksins um nauðsyn þess að halda kosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins hefur meðal annars haldið því sjónarmiði á lofti. Þá hefur forsætisráðherra áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. Sigurður Ingi var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ítrekaði hann það sem hann hefur reyndar sagt margoft áður, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, að það verði kosið til Alþingis í haust. Miðstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gær og sagði Sigurður Ingi að mikil eindregni og samstaða hefði einkennt fundinn. „Við gengum út sem miklu öflugri flokkur heldur en dagana á undan,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagðist hann aðspurður telja að Sigmundur Davíð ætti sér viðreisnar von í stjórnmálum og að hann myndi styðja formanninn ef hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram.Sigmundur hefði átt að útskýra málið strax Forsætisráðherra var einnig spurður út í það hvað honum hefði þótt verst við framgöngu Sigmundar Davíðs í tengslum við Panama-skjölin. „Það sem ég held að megi segja, og ég held að Sigmundur hafi gert ágætlega grein fyrir því, að viðbrögðin eftir þetta viðtal hefðu getað verið öll önnur, bæði að upplýsa okkur í flokknum og þjóðina alla,“ sagði Sigurður og bætti við að Sigmundur hefði haldið að hann gæti útskýrt málið fyrir fjölmiðlamönnum eftir á. Það hefði hins vegar ekki skipt neinu máli og því hefði verið miklu betra ef hann hefði komið fram og útskýrt málið strax. Sigurður Ingi telur ekki að Panama-stormurinn hafi fælt fólk frá því að taka þátt í starfi Framsóknarflokksins. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að fólk hafi almennt síður áhuga á að taka þátt í stjórnmálum vegna óvæginnar gagnrýni í garð stjórnmálamanna. „Og þá er ég ekki bara að tala um Framsóknarflokkinn,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að það væri persónuleg ákvörðun að fara í stjórnmál en sú ákvörðun hefði áhrif á marga, til að mynda fjölskyldu stjórnmálamannsins. „Það er ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum eða í kommentum við fréttir.“ Bætti hann við að það væri mikilvægt að þverskurður þjóðarinnar væri á þingi og því ylli þetta honum áhyggjum. Á þingi mættu ekki bara sitja embættismenn eða fólk sem hefði „alist upp í flokkunum.“ Umræðan gæti hins vegar fælt hæft fólk frá þátttöku í stjórnmálum.
Kosningar 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira