Viðskipti innlent

Haftafrumvarpið var samþykkt

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Bjarni Ben segir frumvarpið mikilvægt fyrir áætlaða losun gjaldeyrishafta.
Bjarni Ben segir frumvarpið mikilvægt fyrir áætlaða losun gjaldeyrishafta. Vísir/Anton Brink
Svokallað haftafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 54 atkvæðum. Í því er lagt til Seðlabanki Íslands fái heimild til að setja reglur sem kveða á um bindingu reiðufjár vegna tiltekins nýs innstreymis gjaldeyris. Það innstreymi snýst aðallega um kaup á skuldabréfum og víxlum vegna nýrra bankainnistæðna og er tilkomið vegna skammtímaávinnings vegna vaxtamunar á milli Íslands og annarra landa.

Talað er um að frumvarpið hafi bein tengsl við áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta. Talað er um að viðskipti vegna áðurnefnds vaxtamunar gætu raskað jafnvægi í hagkerfinu á viðkvæmum tíma í kringum áætlaða losun haftanna.

Frumvarpið var síðasta mál þessa þings og er Alþingi þar með komið í sumarfrí til 15. ágúst.


Tengdar fréttir

Nýtt haftafrumvarp lagt fram á þingi

Megintilgangur frumvarpsins að lögfesta úrræði fyrir Seðlabanka Íslands til þess að tempra innstreymi fjármagns til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×