Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 3. júní 2016 10:00 Andri Snær segir hans pólitísku eldskírn hafa verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu. vísir/anton brink Forsetaframbjóðendurnir þrír, Andri Snær Magnússon, Ástþór Magnússon og Guðrún Margrét Pálsdóttir ræddu um hvar þau standa á pólitíska ásnum, til hægri eða vinstri, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Guðrún sagðist ekki vera pólitísk, Ástþór sagðist þverpólitískur en Andri Snær sagðist mjög pólitískur og bæði hafa verið kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. Þannig mætti kalla hann frjálshyggjukommúnista. Þó myndi hann ekki vilja vera virkur á pólitíska sviðinu í embætti forseta og þótt margir tryðu því, þá myndi hann ekki standa í vegi fyrir gröfum í framkvæmdum þótt landvernd sé eitt af hans baráttumálum. „Ég er mjög pólitískur. Hef skýra sýn í mörgum málum en ekki verið bundinn við flokk. Ég er mjög hlynntur sterku velferðarkerfi og því að við grípum alla og sinnum öllum sem þurfa á að halda,“ segir Andri og að hans pólitíska eldskírn hafi verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu.Kallaður kommúnisti fyrir frelsishugsjón „Ég fór á móti þessari hugsun með hugmynd um nýsköpun og frumkvæði einstaklings og mátt hugmyndanna og hvað fólkið og atvinnulífið er í raun sterkt. Og hvað menn voru að vanmeta þekkingu okkar, hugkvæmni og menntun gagnvart þessari einu ríkisframkvæmd sem var sögð forsenda framtíðarinnar. Þetta var hákapítalísk hugsun hjá mér og fékk fyrir það frelsisverðlaun SUS,“ segir Andri frá og bendir á ríkið geti ekki skipulagt hvaðan hugmyndir koma. „Ég fór gegn ríkisskrímsli í rauninni, með hugmyndir um margar litlar hugmyndir og var kallaður kommúnisti og öfgamaður fyrir það. Sem er áhugaverð þversögn,“ segir hann.Andri Snær, Guðrún og Ástþór mættust í föstudagsviðtalinu og ræddu framboð sitt til forseta. vísir/Anton Brink Forsetinn gegn spillingu Ástþór segir forseta eiga að beita sér gegn spillingu. „Í þessu pólitíska völundarhúsi leynast ýmis skúmaskot. Það leynist spilling víða bæði til hægri og vinstri. Forsetinn þarf að geta beygt í allar áttir til að lýsa þetta upp og færa birtu í þetta skúmaskot svo við fáum betra Ísland. Ég er allt í þessu, til hægri og vinstri. Miðjumaður. Auðvitað er ég pólitískur – forsetinn er pólitískt embætti. En ég er þverpólitískur.“Frelsi til athafna Guðrún segist aldrei hafa verið flokksbundin og staðsetur sig til miðju. „Ég vil náttúrulega sjá gott velferðarkerfi og frelsi til athafna. Þannig að ég er þarna í miðjunni.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir þrír, Andri Snær Magnússon, Ástþór Magnússon og Guðrún Margrét Pálsdóttir ræddu um hvar þau standa á pólitíska ásnum, til hægri eða vinstri, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Guðrún sagðist ekki vera pólitísk, Ástþór sagðist þverpólitískur en Andri Snær sagðist mjög pólitískur og bæði hafa verið kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. Þannig mætti kalla hann frjálshyggjukommúnista. Þó myndi hann ekki vilja vera virkur á pólitíska sviðinu í embætti forseta og þótt margir tryðu því, þá myndi hann ekki standa í vegi fyrir gröfum í framkvæmdum þótt landvernd sé eitt af hans baráttumálum. „Ég er mjög pólitískur. Hef skýra sýn í mörgum málum en ekki verið bundinn við flokk. Ég er mjög hlynntur sterku velferðarkerfi og því að við grípum alla og sinnum öllum sem þurfa á að halda,“ segir Andri og að hans pólitíska eldskírn hafi verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu.Kallaður kommúnisti fyrir frelsishugsjón „Ég fór á móti þessari hugsun með hugmynd um nýsköpun og frumkvæði einstaklings og mátt hugmyndanna og hvað fólkið og atvinnulífið er í raun sterkt. Og hvað menn voru að vanmeta þekkingu okkar, hugkvæmni og menntun gagnvart þessari einu ríkisframkvæmd sem var sögð forsenda framtíðarinnar. Þetta var hákapítalísk hugsun hjá mér og fékk fyrir það frelsisverðlaun SUS,“ segir Andri frá og bendir á ríkið geti ekki skipulagt hvaðan hugmyndir koma. „Ég fór gegn ríkisskrímsli í rauninni, með hugmyndir um margar litlar hugmyndir og var kallaður kommúnisti og öfgamaður fyrir það. Sem er áhugaverð þversögn,“ segir hann.Andri Snær, Guðrún og Ástþór mættust í föstudagsviðtalinu og ræddu framboð sitt til forseta. vísir/Anton Brink Forsetinn gegn spillingu Ástþór segir forseta eiga að beita sér gegn spillingu. „Í þessu pólitíska völundarhúsi leynast ýmis skúmaskot. Það leynist spilling víða bæði til hægri og vinstri. Forsetinn þarf að geta beygt í allar áttir til að lýsa þetta upp og færa birtu í þetta skúmaskot svo við fáum betra Ísland. Ég er allt í þessu, til hægri og vinstri. Miðjumaður. Auðvitað er ég pólitískur – forsetinn er pólitískt embætti. En ég er þverpólitískur.“Frelsi til athafna Guðrún segist aldrei hafa verið flokksbundin og staðsetur sig til miðju. „Ég vil náttúrulega sjá gott velferðarkerfi og frelsi til athafna. Þannig að ég er þarna í miðjunni.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01
Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00
Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00