Einn helsti barnaníðingur Bretlands játaði 71 brot Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2016 10:30 Vísir/AFP/Getty Richard Huckle á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að hann játaði að hafa misnotað 23 börn í fátækum samfélögum í Malasíu. Brotin ná yfir árin 2006 til 2014, en Huckle er einungis 30 ára gamall. Rannsakendur telja að hann hafi misnotað allt að 200 börn.Huckle deildi myndum og myndböndum af brotum sínum með öðrum barnaníðingum á djúpvefjum internetsins. Þá fann lögreglan rúmlega tuttugu þúsund myndir sem hann tók á tölvu hans, en myndirnar voru af börnum sem hann hafði misnotað. Einnig fannst nokkurs konar handbók þar sem hann ráðlagði öðrum barnaníðungum um hvernig þeir gætu brotið gegn börnum og komist upp með það. Handbókina kallaði hann „Paedophiles And Poverty: Child Lover Guide“. Huckle hafði ætlað sér að birta bókina á netinu. Hann var handtekinn við komuna til Englands árið 2014. Málið er fyrst að koma fyrir í fjölmiðlum núna þar sem rannsakendur málsins höfðu farið fram á leynd fórnarlambanna vegna. Þegar mál Huckle var tekið fyrir dóm tók rúman klukkutíma að lesa upp ákærurnar.BBC fer yfir hvernig Huckle var handsamaður og segja eitt orð og freknu hafa leitt til handtöku hans. Lögregluembætti í Ástralíu og Evrópu voru meðvituð um vel falið vefsvæði sem barnaníðingar kölluðu „Love Zone“. Það var varið með lykilorðum, dulkóðun og sérstökum forritum og algerlega nafnlaust. Þar voru myndir og myndbönd sem sýndu menn níðast á börnum og jafnvel ungabörnum. Sérsveit lögreglunnar í Ástralíu tók þó eftir því að hann notaði orðið „hiyas“ til að heilsa fólki á spjallþráðum. Eftir gífurlega leit fannst Facebooksíða manns sem notaði sömu kveðju og á endanum brutu lögregluþjónar sér leið inn á heimili Shannon McCoole þar sem hann var á vefsvæðinu sem hann hafði byggt upp. Hann var með sambærilega freknu og hafði sést á fjölmörgum myndum á vefsvæðinu. Sérsveitin tók hlutverk McCoole, sem var dæmdur í 35 ára fangelsi í fyrra, að sér og hélt áfram að reka vefsvæðið. Með því að halda vefsvæðinu gangandi gátu lögregluþjónar borið kennsl á Huckle og bent yfirvöldum í Bretlandi á hann.Hér að neðan má sjá umfjöllun Sky News um Huckle, en vert er að vara viðkvæma við umfjölluninni. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Richard Huckle á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að hann játaði að hafa misnotað 23 börn í fátækum samfélögum í Malasíu. Brotin ná yfir árin 2006 til 2014, en Huckle er einungis 30 ára gamall. Rannsakendur telja að hann hafi misnotað allt að 200 börn.Huckle deildi myndum og myndböndum af brotum sínum með öðrum barnaníðingum á djúpvefjum internetsins. Þá fann lögreglan rúmlega tuttugu þúsund myndir sem hann tók á tölvu hans, en myndirnar voru af börnum sem hann hafði misnotað. Einnig fannst nokkurs konar handbók þar sem hann ráðlagði öðrum barnaníðungum um hvernig þeir gætu brotið gegn börnum og komist upp með það. Handbókina kallaði hann „Paedophiles And Poverty: Child Lover Guide“. Huckle hafði ætlað sér að birta bókina á netinu. Hann var handtekinn við komuna til Englands árið 2014. Málið er fyrst að koma fyrir í fjölmiðlum núna þar sem rannsakendur málsins höfðu farið fram á leynd fórnarlambanna vegna. Þegar mál Huckle var tekið fyrir dóm tók rúman klukkutíma að lesa upp ákærurnar.BBC fer yfir hvernig Huckle var handsamaður og segja eitt orð og freknu hafa leitt til handtöku hans. Lögregluembætti í Ástralíu og Evrópu voru meðvituð um vel falið vefsvæði sem barnaníðingar kölluðu „Love Zone“. Það var varið með lykilorðum, dulkóðun og sérstökum forritum og algerlega nafnlaust. Þar voru myndir og myndbönd sem sýndu menn níðast á börnum og jafnvel ungabörnum. Sérsveit lögreglunnar í Ástralíu tók þó eftir því að hann notaði orðið „hiyas“ til að heilsa fólki á spjallþráðum. Eftir gífurlega leit fannst Facebooksíða manns sem notaði sömu kveðju og á endanum brutu lögregluþjónar sér leið inn á heimili Shannon McCoole þar sem hann var á vefsvæðinu sem hann hafði byggt upp. Hann var með sambærilega freknu og hafði sést á fjölmörgum myndum á vefsvæðinu. Sérsveitin tók hlutverk McCoole, sem var dæmdur í 35 ára fangelsi í fyrra, að sér og hélt áfram að reka vefsvæðið. Með því að halda vefsvæðinu gangandi gátu lögregluþjónar borið kennsl á Huckle og bent yfirvöldum í Bretlandi á hann.Hér að neðan má sjá umfjöllun Sky News um Huckle, en vert er að vara viðkvæma við umfjölluninni.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira