Einn helsti barnaníðingur Bretlands játaði 71 brot Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2016 10:30 Vísir/AFP/Getty Richard Huckle á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að hann játaði að hafa misnotað 23 börn í fátækum samfélögum í Malasíu. Brotin ná yfir árin 2006 til 2014, en Huckle er einungis 30 ára gamall. Rannsakendur telja að hann hafi misnotað allt að 200 börn.Huckle deildi myndum og myndböndum af brotum sínum með öðrum barnaníðingum á djúpvefjum internetsins. Þá fann lögreglan rúmlega tuttugu þúsund myndir sem hann tók á tölvu hans, en myndirnar voru af börnum sem hann hafði misnotað. Einnig fannst nokkurs konar handbók þar sem hann ráðlagði öðrum barnaníðungum um hvernig þeir gætu brotið gegn börnum og komist upp með það. Handbókina kallaði hann „Paedophiles And Poverty: Child Lover Guide“. Huckle hafði ætlað sér að birta bókina á netinu. Hann var handtekinn við komuna til Englands árið 2014. Málið er fyrst að koma fyrir í fjölmiðlum núna þar sem rannsakendur málsins höfðu farið fram á leynd fórnarlambanna vegna. Þegar mál Huckle var tekið fyrir dóm tók rúman klukkutíma að lesa upp ákærurnar.BBC fer yfir hvernig Huckle var handsamaður og segja eitt orð og freknu hafa leitt til handtöku hans. Lögregluembætti í Ástralíu og Evrópu voru meðvituð um vel falið vefsvæði sem barnaníðingar kölluðu „Love Zone“. Það var varið með lykilorðum, dulkóðun og sérstökum forritum og algerlega nafnlaust. Þar voru myndir og myndbönd sem sýndu menn níðast á börnum og jafnvel ungabörnum. Sérsveit lögreglunnar í Ástralíu tók þó eftir því að hann notaði orðið „hiyas“ til að heilsa fólki á spjallþráðum. Eftir gífurlega leit fannst Facebooksíða manns sem notaði sömu kveðju og á endanum brutu lögregluþjónar sér leið inn á heimili Shannon McCoole þar sem hann var á vefsvæðinu sem hann hafði byggt upp. Hann var með sambærilega freknu og hafði sést á fjölmörgum myndum á vefsvæðinu. Sérsveitin tók hlutverk McCoole, sem var dæmdur í 35 ára fangelsi í fyrra, að sér og hélt áfram að reka vefsvæðið. Með því að halda vefsvæðinu gangandi gátu lögregluþjónar borið kennsl á Huckle og bent yfirvöldum í Bretlandi á hann.Hér að neðan má sjá umfjöllun Sky News um Huckle, en vert er að vara viðkvæma við umfjölluninni. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Richard Huckle á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að hann játaði að hafa misnotað 23 börn í fátækum samfélögum í Malasíu. Brotin ná yfir árin 2006 til 2014, en Huckle er einungis 30 ára gamall. Rannsakendur telja að hann hafi misnotað allt að 200 börn.Huckle deildi myndum og myndböndum af brotum sínum með öðrum barnaníðingum á djúpvefjum internetsins. Þá fann lögreglan rúmlega tuttugu þúsund myndir sem hann tók á tölvu hans, en myndirnar voru af börnum sem hann hafði misnotað. Einnig fannst nokkurs konar handbók þar sem hann ráðlagði öðrum barnaníðungum um hvernig þeir gætu brotið gegn börnum og komist upp með það. Handbókina kallaði hann „Paedophiles And Poverty: Child Lover Guide“. Huckle hafði ætlað sér að birta bókina á netinu. Hann var handtekinn við komuna til Englands árið 2014. Málið er fyrst að koma fyrir í fjölmiðlum núna þar sem rannsakendur málsins höfðu farið fram á leynd fórnarlambanna vegna. Þegar mál Huckle var tekið fyrir dóm tók rúman klukkutíma að lesa upp ákærurnar.BBC fer yfir hvernig Huckle var handsamaður og segja eitt orð og freknu hafa leitt til handtöku hans. Lögregluembætti í Ástralíu og Evrópu voru meðvituð um vel falið vefsvæði sem barnaníðingar kölluðu „Love Zone“. Það var varið með lykilorðum, dulkóðun og sérstökum forritum og algerlega nafnlaust. Þar voru myndir og myndbönd sem sýndu menn níðast á börnum og jafnvel ungabörnum. Sérsveit lögreglunnar í Ástralíu tók þó eftir því að hann notaði orðið „hiyas“ til að heilsa fólki á spjallþráðum. Eftir gífurlega leit fannst Facebooksíða manns sem notaði sömu kveðju og á endanum brutu lögregluþjónar sér leið inn á heimili Shannon McCoole þar sem hann var á vefsvæðinu sem hann hafði byggt upp. Hann var með sambærilega freknu og hafði sést á fjölmörgum myndum á vefsvæðinu. Sérsveitin tók hlutverk McCoole, sem var dæmdur í 35 ára fangelsi í fyrra, að sér og hélt áfram að reka vefsvæðið. Með því að halda vefsvæðinu gangandi gátu lögregluþjónar borið kennsl á Huckle og bent yfirvöldum í Bretlandi á hann.Hér að neðan má sjá umfjöllun Sky News um Huckle, en vert er að vara viðkvæma við umfjölluninni.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira