Þeir sem sáu leikinn gleyma honum seint en Ungverjar hófu leikinn með stórsókn og komust yfir strax í upphafi með ótrúlega ljótu marki. Litlu munaði að markaskorari þeirra klúðraði færi á línunni því hann hitti boltann skelfilega. Útlit var fyrir að íslenska liðið yrðu siglt í kaf en leikur stóðu þó aðeins 1-0 í hálfleik.
Okkar menn léku á rangstöðugildu Ungverja snemma í síðari hálfleik þegar Þorvaldur Örglysson skoraði eftir lúmska sendingu Sigurðar Grétarssonar á 51. mínútu. Sigurður fór af velli á 64. mínútu og inn kom Hörður nokkur Magnússon.
Framherjinn hafði verið inn á vellinum í níu mínútur þegar Íslendingar áttu glæsilega sókn.
Boltinn var unninn á miðjunni og komið út á kantinn á Kristján Jónsson. Fanta fyrirgjöf Framarans hafnaði hjá Rúnari Kristinssyni sem henti sér fram og skallaði, markvörður Ungverja varði en Hörður náði frákastinu og þrumaði boltanum upp í þaknetið.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).