Góðkunningjar lögreglu handteknir vegna hvarfs Guðmundar Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2016 22:25 Frá meðferð málsins árið 1978. Vísir Mennirnir tveir sem handteknir voru í vikunni í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða eru báðir góðkunningjar lögreglu. Um er að ræða annars vegar þann mann sem þyngsta refsingu hefur hlotið fyrir íslenskum dómstóli og hins vegar mann sem varð landsþekktur á níunda áratugnum fyrir dvöl sína í spænsku fangelsi. Þeir Þórður Jóhann Eyþórsson og Stefán Almarsson, báðir á sextugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu í fyrradag og húsleit framkvæmd á heimili sambýliskonu annars þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr rannsókn lögreglu aðallega að því hvort þeir hafi komið að því að flytja lík Guðmundar Einarssonar, sem hvarf sporlaust árið 1974. Þórður Jóhann hefur tvisvar hlotið dóm fyrir manndráp, árið 1983 og aftur árið 1993. Hann var á skilorði þegar hann banaði fyrrverandi sambýlismanni þáverandi kærustu sinnar árið 1993 og hlaut þá tuttugu ára fangelsisdóm við Hæstarétt. Stefán hlaut nokkra frægð á Íslandi þegar hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Malaga á Spáni á níunda áratugnum. Hlaut hann þá viðurnefnið „Malagafanginn“ í fjölmiðlum. Í viðtali við Þórð Jóhann í tímaritinu Eintak árið 1994 kemur fram að þeir Stefán hafi þekkst, í það minnsta á yngri árum.Fréttatíminn hefur eftir Stefáni fyrr í kvöld að hann sé alsaklaus. Hvorki hann né Þórður hafi komið nálægt málinu og handtökurnar komi honum mjög á óvart. Guðmundar – og Geirfinnsmálin eru meðal allra þekktustu og umtöluðustu sakamála Íslandssögunnar. Árið 1980 hlutu fimm manns fangelsisdóma fyrir að hafa myrt þá Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson, sem hurfu báðir sporlaust á áttunda áratugnum, en í haust stendur til að endurupptökunefnd taki ákvörðun um hvort málin verði tekin upp að nýju. Fimmmenningarnir hafa síðan allir dregið játningar sínar í málinu til baka og haldið því fram að þau hafi verið neydd til að játa á sig glæpinn með líkamlegu og andlegu ofbeldi við yfirheyrslur. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Mennirnir tveir sem handteknir voru í vikunni í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða eru báðir góðkunningjar lögreglu. Um er að ræða annars vegar þann mann sem þyngsta refsingu hefur hlotið fyrir íslenskum dómstóli og hins vegar mann sem varð landsþekktur á níunda áratugnum fyrir dvöl sína í spænsku fangelsi. Þeir Þórður Jóhann Eyþórsson og Stefán Almarsson, báðir á sextugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu í fyrradag og húsleit framkvæmd á heimili sambýliskonu annars þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr rannsókn lögreglu aðallega að því hvort þeir hafi komið að því að flytja lík Guðmundar Einarssonar, sem hvarf sporlaust árið 1974. Þórður Jóhann hefur tvisvar hlotið dóm fyrir manndráp, árið 1983 og aftur árið 1993. Hann var á skilorði þegar hann banaði fyrrverandi sambýlismanni þáverandi kærustu sinnar árið 1993 og hlaut þá tuttugu ára fangelsisdóm við Hæstarétt. Stefán hlaut nokkra frægð á Íslandi þegar hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Malaga á Spáni á níunda áratugnum. Hlaut hann þá viðurnefnið „Malagafanginn“ í fjölmiðlum. Í viðtali við Þórð Jóhann í tímaritinu Eintak árið 1994 kemur fram að þeir Stefán hafi þekkst, í það minnsta á yngri árum.Fréttatíminn hefur eftir Stefáni fyrr í kvöld að hann sé alsaklaus. Hvorki hann né Þórður hafi komið nálægt málinu og handtökurnar komi honum mjög á óvart. Guðmundar – og Geirfinnsmálin eru meðal allra þekktustu og umtöluðustu sakamála Íslandssögunnar. Árið 1980 hlutu fimm manns fangelsisdóma fyrir að hafa myrt þá Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson, sem hurfu báðir sporlaust á áttunda áratugnum, en í haust stendur til að endurupptökunefnd taki ákvörðun um hvort málin verði tekin upp að nýju. Fimmmenningarnir hafa síðan allir dregið játningar sínar í málinu til baka og haldið því fram að þau hafi verið neydd til að játa á sig glæpinn með líkamlegu og andlegu ofbeldi við yfirheyrslur.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41
Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36