Bílskúrinn: Kostuleg keppni í Kanada Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júní 2016 07:00 Lewis Hamilton fangar í Kanada. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sína aðra á tímabilinu í Kanada. Sebastian Vettel náði forsytunni strax í ræsingu fyrir Ferrari en msitök í keppnisáætlun liðsins kostaði ítalska liðið líklega unna keppni. Hvernig náði Hamilton að bjarga 25 stigum, hvað varð um Nico Rosberg, hvernig klúðraði Ferrari málum enn á ný? Þetta allt og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton fagnar á innhringnum.Vísir/GettyEndurkoma Hamilton Hamilton var á ráspól, tapaði forystunni strax í ræsingu og þröngvaði svo Rosberg út af brautinni í fyrstu beygju. Hamilton virtist eiga erfitt með að elta Ferrari bíl Vettel sem tók forystuna í ræsingunni. Mercedes bíllinn er greinilega hannaður til að vera fremstur í keppnum. Þar hefur hann vissulega verið síðan túrbó-vélarnar snéru aftur í Formúlu 1. Nú þegar samkeppnin er að harðna virðist smávægilegur veikleiki Mercedes bílsins vera að koma í ljós. Bíllinn er ekki góður í loftstreyminu af bílnum fyrir framan. Hamilton gat ekki elt Vettel nema að hafa töluvert bil á milli þeirra. Mercedes gæti þurft að veita þessu mikla athygli á næstunni.Rosberg úti á túni.Vísir/GettyRosberg var ristaður í ræsingunni Nico Rosberg var einfaldlega skilinn eftir í reyknum í ræsingunni í Kanada. Rosberg var við hlið Hamilton á leiðinni inn í fyrstu beygju. Hamilton lokaði á Rosberg sem leitaði skjóls út á grasi í utanverðri beygjunni. Rosberg leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna nú með níu stigum. Hann hafði mest 43 stiga forskot. Hamilton hefur verið að sækja á að undanförnu og unnið tvær síðustu keppnir. Rosberg er að mati blaðamanns ekki alveg nógu djarfur. Grimmari ökumenn hefðu ekki gefið eftir, Hamilton hefði sennilega ekki gefið eftir og frekar keyrt báða bíla úr keppni en að hleypa Rosberg upp með að loka svona á sig. Rosberg gæti þurft að fara að brýna klærnar og sýna þær ætli hann sér að halda forystunni og virkilega að verða heimsmeistari.Sebastian Vettel forðast tvo máva sem gerðu sig heimakæra á brautinni.Kolröng keppnisáætlun Ferrari Ferrari náði forystunni, brást við hreinlega fyrsta atvikinu sem upp kom. Stafrænn öryggisbíll var settur í gang. Ferrari brást við, tók Vettel inn á þjónustusvæði og settu hann á keppnisáætlun sem kostaði hann forystuna á kolröngum tíma. Ferrari vanmat endingu dekkjanna. Hamilton kom inn seinna og ók til loka á þeim dekkjum sem hann fékk undir þá. Vettel tapaði svo forystunni aftur þegar hann þurfti á nýjum dekkjagang að halda. Ferrari virtist hreinlega brugðið að finna sig í forystu og brást við einhverju atviki. Dekkin voru ekki orðin slitin og Vettel hefði geta unnið keppnina á betri áætlun.Daniel Ricciardo og Sebastian Vettel á brautinni í Kanada. Ætli Ricciardo verði í sæti Raikkonen á næsta ári?Vísir/GettyEr Kimi Raikkonen útbrunninn? Verður Daniel Ricciardo aftur liðsfélagi Vettel? Þá hjá Ferrari á næsta ári. Já er svarið ef marka má orðróm sem komist hefur á kreik. Raikkonen stóð sig ekki vel í Mónakó og liðið afsakaði það með því að segja að Raikkonen hefði ekki gaman af brautinni. Hver hefði ekki gaman af því að aka Formúlu 1 um götur Mónakó? Ferrari langar eflaust að koma manni með metnað til að verða heimsmeistari um borð í bílinn.Carlos Sainz var þræl seigur í keppninni og vann sig upp um 11 sæti.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Carlos Sainz ræsti í 20. sæti en endaði níundi. Vel gert hjá Toro Rosso ökumanninum. Hann fær því heiðurinn á að verða ökumaður dagsins. Fyrrum liðsfélagi Sainz, Max Verstappen hefur heillað hjá stóra systurliðinu, Red Bull. Sainz er greinilega farinn að horfa til framtíðar og langar að fá sama tækifæri og táningurinn, Verstappen hefur fengið. Fari Ricciardo til Ferrari, sem er mögulegt gætu Verstappen og Sainz orðið liðsfélagar aftur. Formúla Tengdar fréttir Sainz: Ég lokaði augunum og lét vaða Lewis Hamilton var fljótastur í tímatökunni í Kanada í gær. Hann verður því á ráspól í dag. Ráspóll Hamilton verður 51. ráspóll Mercedes liðsins. 12. júní 2016 00:01 Lewis Hamilton vann í Kanada Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Kanada. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari eftir að hafa leittum tíma. 12. júní 2016 19:32 Hefði Ferrari átt að vinna í Kanada? | Sjáðu þáttinn í heild sinni Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kanadíska kappakstrinum. 13. júní 2016 10:00 Rosberg: Lewis lokaði harkalega á mig Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í dag. Hamilton tapaði forystunni tímabundið til Sebastian Vettel sem átti eldfljóta ræsingu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 12. júní 2016 22:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton vann sína aðra á tímabilinu í Kanada. Sebastian Vettel náði forsytunni strax í ræsingu fyrir Ferrari en msitök í keppnisáætlun liðsins kostaði ítalska liðið líklega unna keppni. Hvernig náði Hamilton að bjarga 25 stigum, hvað varð um Nico Rosberg, hvernig klúðraði Ferrari málum enn á ný? Þetta allt og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Hamilton fagnar á innhringnum.Vísir/GettyEndurkoma Hamilton Hamilton var á ráspól, tapaði forystunni strax í ræsingu og þröngvaði svo Rosberg út af brautinni í fyrstu beygju. Hamilton virtist eiga erfitt með að elta Ferrari bíl Vettel sem tók forystuna í ræsingunni. Mercedes bíllinn er greinilega hannaður til að vera fremstur í keppnum. Þar hefur hann vissulega verið síðan túrbó-vélarnar snéru aftur í Formúlu 1. Nú þegar samkeppnin er að harðna virðist smávægilegur veikleiki Mercedes bílsins vera að koma í ljós. Bíllinn er ekki góður í loftstreyminu af bílnum fyrir framan. Hamilton gat ekki elt Vettel nema að hafa töluvert bil á milli þeirra. Mercedes gæti þurft að veita þessu mikla athygli á næstunni.Rosberg úti á túni.Vísir/GettyRosberg var ristaður í ræsingunni Nico Rosberg var einfaldlega skilinn eftir í reyknum í ræsingunni í Kanada. Rosberg var við hlið Hamilton á leiðinni inn í fyrstu beygju. Hamilton lokaði á Rosberg sem leitaði skjóls út á grasi í utanverðri beygjunni. Rosberg leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna nú með níu stigum. Hann hafði mest 43 stiga forskot. Hamilton hefur verið að sækja á að undanförnu og unnið tvær síðustu keppnir. Rosberg er að mati blaðamanns ekki alveg nógu djarfur. Grimmari ökumenn hefðu ekki gefið eftir, Hamilton hefði sennilega ekki gefið eftir og frekar keyrt báða bíla úr keppni en að hleypa Rosberg upp með að loka svona á sig. Rosberg gæti þurft að fara að brýna klærnar og sýna þær ætli hann sér að halda forystunni og virkilega að verða heimsmeistari.Sebastian Vettel forðast tvo máva sem gerðu sig heimakæra á brautinni.Kolröng keppnisáætlun Ferrari Ferrari náði forystunni, brást við hreinlega fyrsta atvikinu sem upp kom. Stafrænn öryggisbíll var settur í gang. Ferrari brást við, tók Vettel inn á þjónustusvæði og settu hann á keppnisáætlun sem kostaði hann forystuna á kolröngum tíma. Ferrari vanmat endingu dekkjanna. Hamilton kom inn seinna og ók til loka á þeim dekkjum sem hann fékk undir þá. Vettel tapaði svo forystunni aftur þegar hann þurfti á nýjum dekkjagang að halda. Ferrari virtist hreinlega brugðið að finna sig í forystu og brást við einhverju atviki. Dekkin voru ekki orðin slitin og Vettel hefði geta unnið keppnina á betri áætlun.Daniel Ricciardo og Sebastian Vettel á brautinni í Kanada. Ætli Ricciardo verði í sæti Raikkonen á næsta ári?Vísir/GettyEr Kimi Raikkonen útbrunninn? Verður Daniel Ricciardo aftur liðsfélagi Vettel? Þá hjá Ferrari á næsta ári. Já er svarið ef marka má orðróm sem komist hefur á kreik. Raikkonen stóð sig ekki vel í Mónakó og liðið afsakaði það með því að segja að Raikkonen hefði ekki gaman af brautinni. Hver hefði ekki gaman af því að aka Formúlu 1 um götur Mónakó? Ferrari langar eflaust að koma manni með metnað til að verða heimsmeistari um borð í bílinn.Carlos Sainz var þræl seigur í keppninni og vann sig upp um 11 sæti.Vísir/GettyÖkumaður dagsins Carlos Sainz ræsti í 20. sæti en endaði níundi. Vel gert hjá Toro Rosso ökumanninum. Hann fær því heiðurinn á að verða ökumaður dagsins. Fyrrum liðsfélagi Sainz, Max Verstappen hefur heillað hjá stóra systurliðinu, Red Bull. Sainz er greinilega farinn að horfa til framtíðar og langar að fá sama tækifæri og táningurinn, Verstappen hefur fengið. Fari Ricciardo til Ferrari, sem er mögulegt gætu Verstappen og Sainz orðið liðsfélagar aftur.
Formúla Tengdar fréttir Sainz: Ég lokaði augunum og lét vaða Lewis Hamilton var fljótastur í tímatökunni í Kanada í gær. Hann verður því á ráspól í dag. Ráspóll Hamilton verður 51. ráspóll Mercedes liðsins. 12. júní 2016 00:01 Lewis Hamilton vann í Kanada Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Kanada. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari eftir að hafa leittum tíma. 12. júní 2016 19:32 Hefði Ferrari átt að vinna í Kanada? | Sjáðu þáttinn í heild sinni Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kanadíska kappakstrinum. 13. júní 2016 10:00 Rosberg: Lewis lokaði harkalega á mig Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í dag. Hamilton tapaði forystunni tímabundið til Sebastian Vettel sem átti eldfljóta ræsingu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 12. júní 2016 22:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sainz: Ég lokaði augunum og lét vaða Lewis Hamilton var fljótastur í tímatökunni í Kanada í gær. Hann verður því á ráspól í dag. Ráspóll Hamilton verður 51. ráspóll Mercedes liðsins. 12. júní 2016 00:01
Lewis Hamilton vann í Kanada Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum í Kanada. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari eftir að hafa leittum tíma. 12. júní 2016 19:32
Hefði Ferrari átt að vinna í Kanada? | Sjáðu þáttinn í heild sinni Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kanadíska kappakstrinum. 13. júní 2016 10:00
Rosberg: Lewis lokaði harkalega á mig Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum í dag. Hamilton tapaði forystunni tímabundið til Sebastian Vettel sem átti eldfljóta ræsingu. Hver sagði hvað eftir keppnina? 12. júní 2016 22:30