Umferð hrundi meðan á leik stóð Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2016 12:00 Fáir voru á ferli í höfuðborginni í gærkveldi meðan á leik Íslands og Portúgal stóð. Íslenska þjóðin sat límd í gærkveldi yfir sjónvarpinu heima í stofu þegar karlalandsliðið okkar í knattspyrnu lék fyrsta leik sinn á lokakeppni stórmóts í Frakklandi. Líklega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að liðin sættust á skiptan hlut í leiknum þar sem á níunda þúsund stuðningsmanna Íslands stálu senunni í stúkunni í St. Etienne.Sjá einnig: Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn PortúgölumHér má sjá greinilega að umferðarmagnið hrynur á höfuðborgarsvæðinu meðan á leik stendurUmferðardeild VegagerðarinnarÞegar gærdagurinn er borinn saman við sama vikudag síðustu vikukemur í ljós að fá milli 18:00 og 21:00 minnkar umferð skart í Reykjavík. Þegar skoðaðuð er umferðarteljari Vegagerðiarinnar sem staddur er á Hafnarfjarðarvegi sunnan kópavogslækjar sést fallið greinilega og var umferðin í gærkveldi ekki hálfdrættingur á við umferðina í síðustu viku. Umferðarteljarar Vegagerðarinnar eru nokkuð margir í Reykjavík og segja þeir allir svipaða sögu um umrætt kvöld. Þegar umferðin er borin saman við „venjulegt þriðjudagskvöld“ er greinilegt að leikurinn hefur haft stór áhrif á ferðagleði höfuðborgarbúa. Flestir hafa líkast til haldið sig innan seilingar við sjónvarpstæki og fylgst með leiknum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði einnig á orði hvað umferðin hefði verið lítil meðan á leik stóð og lítið að gera hjá henni í umferðareftirliti. því hafi fáir verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í borginni meðan á leik stóð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á Twitter, líkast þó til í gríni en í alvöru, að þeir hafi aðeins þurft að hafa afskipti af einum ökumanni sem reyndist ferðalangur í þokkabót. Einn bíll á ferð í borginni. Reyndist vera ferðamaður frá austurlöndum-fjær. #ennenginnofhratt #emisland— LRH (@logreglan) June 14, 2016 Íslenska landsliðið unni hug og hjörtu Evrópu í gær með því að ná jafntefli gegn ægisterku liði Portúgal. Samvinnan, skipulagið, varnarleikurinn og fórnfýsi leikmanna var umtöluð eftir leik og áttu menn fá orð um dugnað liðsins. Að sama skapi voru menn missáttir með ákvarðanir Cristiano Ronaldo, skærustu stjörnu Portúgala og einn besta knattspyrnumann heims, eftir leikinn þegar hann ákvað að hæðast að leikskipulagi okkar manna og tók ekki í höndina á andstæðingum sínum að leik loknum eins og siður er meðal íþróttamanna. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Fáir voru á ferli í höfuðborginni í gærkveldi meðan á leik Íslands og Portúgal stóð. Íslenska þjóðin sat límd í gærkveldi yfir sjónvarpinu heima í stofu þegar karlalandsliðið okkar í knattspyrnu lék fyrsta leik sinn á lokakeppni stórmóts í Frakklandi. Líklega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að liðin sættust á skiptan hlut í leiknum þar sem á níunda þúsund stuðningsmanna Íslands stálu senunni í stúkunni í St. Etienne.Sjá einnig: Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn PortúgölumHér má sjá greinilega að umferðarmagnið hrynur á höfuðborgarsvæðinu meðan á leik stendurUmferðardeild VegagerðarinnarÞegar gærdagurinn er borinn saman við sama vikudag síðustu vikukemur í ljós að fá milli 18:00 og 21:00 minnkar umferð skart í Reykjavík. Þegar skoðaðuð er umferðarteljari Vegagerðiarinnar sem staddur er á Hafnarfjarðarvegi sunnan kópavogslækjar sést fallið greinilega og var umferðin í gærkveldi ekki hálfdrættingur á við umferðina í síðustu viku. Umferðarteljarar Vegagerðarinnar eru nokkuð margir í Reykjavík og segja þeir allir svipaða sögu um umrætt kvöld. Þegar umferðin er borin saman við „venjulegt þriðjudagskvöld“ er greinilegt að leikurinn hefur haft stór áhrif á ferðagleði höfuðborgarbúa. Flestir hafa líkast til haldið sig innan seilingar við sjónvarpstæki og fylgst með leiknum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði einnig á orði hvað umferðin hefði verið lítil meðan á leik stóð og lítið að gera hjá henni í umferðareftirliti. því hafi fáir verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í borginni meðan á leik stóð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á Twitter, líkast þó til í gríni en í alvöru, að þeir hafi aðeins þurft að hafa afskipti af einum ökumanni sem reyndist ferðalangur í þokkabót. Einn bíll á ferð í borginni. Reyndist vera ferðamaður frá austurlöndum-fjær. #ennenginnofhratt #emisland— LRH (@logreglan) June 14, 2016 Íslenska landsliðið unni hug og hjörtu Evrópu í gær með því að ná jafntefli gegn ægisterku liði Portúgal. Samvinnan, skipulagið, varnarleikurinn og fórnfýsi leikmanna var umtöluð eftir leik og áttu menn fá orð um dugnað liðsins. Að sama skapi voru menn missáttir með ákvarðanir Cristiano Ronaldo, skærustu stjörnu Portúgala og einn besta knattspyrnumann heims, eftir leikinn þegar hann ákvað að hæðast að leikskipulagi okkar manna og tók ekki í höndina á andstæðingum sínum að leik loknum eins og siður er meðal íþróttamanna.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30
Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15