Áfram Ísland segja erlendu miðlarnir Bjarki Ármannsson skrifar 14. júní 2016 22:33 Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir. Vísir Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir og framganga Íslands í fyrsta leik sínum á mótinu hefur vakið mikla athygli erlendra miðla og netverja. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum, náði Ísland jafntefli gegn Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu fyrr í kvöld. Norskir og danskir miðlar gerðu úrslitunum góð skil á vefsíðum sínum eftir leik en þeir frændur okkar komust ekki á Evrópumótið í þetta sinn. Norska ríkisútvarpið, NRK, kallar frammistöðu Íslendinga „sensasjon“ og Politiken í Danmörku, sem hefur lýst yfir opinberum stuðningi við íslenska liðið, slær upp „Áfram Ísland“ í fyrirsögn. Verdens Gang í Noregi gengur svo langt að ætla að eigna sér heiðurinn af Birki Bjarnasyni, markaskorara Íslands, í umfjöllun sinni. Birkir ólst að miklu leyti upp í Noregi og kallar VG hann „norskan“ innan gæsalappa.Þá var glæstum árangri Íslendinga fagnað víða um heim á Twitter. Breska ríkisútvarpið gerði leiknum góð skil í allt kvöld og setur úrslitin í samhengi: Um einn af hverjum tvö þúsund íslenskum karlmönnum milli tvítugs og fertugs leikur fyrir karlalandsliðið í fótbolta.This result in context:If you're Icelandic, male and aged 20-40:You have a 1 in 2000 chance of playing for #ISL pic.twitter.com/wIF5nW9rAB— BBC 5 live Sport (@5liveSport) June 14, 2016 Twitter-síðan Football Stuff fjallar um varnarleik Íslands í kvöld. Mynd segir meira en þúsund orð:#ISL defense against #POR summed up! pic.twitter.com/8cTUl7tErG— Football Stuff (@FootbalIStuff) June 14, 2016 Þetta grín kunna aðdáendur kvikmyndarinnar The Mighty Ducks að meta:This #ISL team has definitely changed public perception from previous teams of their country @MenInBlazers #PORISL pic.twitter.com/uE2NpxLGsf— Andrew Reveles (@AndyReveles) June 14, 2016 Michael Cox, fótboltablaðamaður The Guardian og fleiri miðla, á svo þetta skemmtilega tíst: „Þetta er stærsta stund Íslands í evrópskri knattspyrnu síðan Eyjafjallajökull gaus og varð til þess að Barcelona þurfti að taka rútu til Mílanó árið 2010.“ Inter frá Mílanó sló Evrópumeistarana í Barcelona úr Meistaradeildinni það árið og vildu sumir meina að Börsungar hefðu verið í verra leikformi þar sem þeir gátu ekki flogið til Ítalíu.Iceland's biggest moment in European football since their volcano forced Barca to travel by bus to Milan in 2010— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 14, 2016 Svo látum við þetta fljóta með að lokum. Verði ykkur að góðu.What an honour for the Portuguese captain to shake hands with the legend that is Aron Gunnarsson @CardiffCityFC pic.twitter.com/CUuz64dYMi— Callum Noad (@calnoad) June 14, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Stuðningsmenn Íslands í Saint-Étienne: Benni bongó fór að pissa og missti af markinu Átta þúsund Íslendingar studdu karlalandslið sitt með ráðum og dáðum í kvöld. 14. júní 2016 20:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Ófá augun eru á Evrópumeistaramóti karla í knattspyrnu um þessar mundir og framganga Íslands í fyrsta leik sínum á mótinu hefur vakið mikla athygli erlendra miðla og netverja. Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum, náði Ísland jafntefli gegn Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu fyrr í kvöld. Norskir og danskir miðlar gerðu úrslitunum góð skil á vefsíðum sínum eftir leik en þeir frændur okkar komust ekki á Evrópumótið í þetta sinn. Norska ríkisútvarpið, NRK, kallar frammistöðu Íslendinga „sensasjon“ og Politiken í Danmörku, sem hefur lýst yfir opinberum stuðningi við íslenska liðið, slær upp „Áfram Ísland“ í fyrirsögn. Verdens Gang í Noregi gengur svo langt að ætla að eigna sér heiðurinn af Birki Bjarnasyni, markaskorara Íslands, í umfjöllun sinni. Birkir ólst að miklu leyti upp í Noregi og kallar VG hann „norskan“ innan gæsalappa.Þá var glæstum árangri Íslendinga fagnað víða um heim á Twitter. Breska ríkisútvarpið gerði leiknum góð skil í allt kvöld og setur úrslitin í samhengi: Um einn af hverjum tvö þúsund íslenskum karlmönnum milli tvítugs og fertugs leikur fyrir karlalandsliðið í fótbolta.This result in context:If you're Icelandic, male and aged 20-40:You have a 1 in 2000 chance of playing for #ISL pic.twitter.com/wIF5nW9rAB— BBC 5 live Sport (@5liveSport) June 14, 2016 Twitter-síðan Football Stuff fjallar um varnarleik Íslands í kvöld. Mynd segir meira en þúsund orð:#ISL defense against #POR summed up! pic.twitter.com/8cTUl7tErG— Football Stuff (@FootbalIStuff) June 14, 2016 Þetta grín kunna aðdáendur kvikmyndarinnar The Mighty Ducks að meta:This #ISL team has definitely changed public perception from previous teams of their country @MenInBlazers #PORISL pic.twitter.com/uE2NpxLGsf— Andrew Reveles (@AndyReveles) June 14, 2016 Michael Cox, fótboltablaðamaður The Guardian og fleiri miðla, á svo þetta skemmtilega tíst: „Þetta er stærsta stund Íslands í evrópskri knattspyrnu síðan Eyjafjallajökull gaus og varð til þess að Barcelona þurfti að taka rútu til Mílanó árið 2010.“ Inter frá Mílanó sló Evrópumeistarana í Barcelona úr Meistaradeildinni það árið og vildu sumir meina að Börsungar hefðu verið í verra leikformi þar sem þeir gátu ekki flogið til Ítalíu.Iceland's biggest moment in European football since their volcano forced Barca to travel by bus to Milan in 2010— Michael Cox (@Zonal_Marking) June 14, 2016 Svo látum við þetta fljóta með að lokum. Verði ykkur að góðu.What an honour for the Portuguese captain to shake hands with the legend that is Aron Gunnarsson @CardiffCityFC pic.twitter.com/CUuz64dYMi— Callum Noad (@calnoad) June 14, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Stuðningsmenn Íslands í Saint-Étienne: Benni bongó fór að pissa og missti af markinu Átta þúsund Íslendingar studdu karlalandslið sitt með ráðum og dáðum í kvöld. 14. júní 2016 20:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Twitter springur eftir jöfnunarmark Birkis: "Frumburður okkar verður nefndur Birkir“ Birkir Bjarnason er dáðasti sonur Íslands í augnablikinu. 14. júní 2016 20:15
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30
Stuðningsmenn Íslands í Saint-Étienne: Benni bongó fór að pissa og missti af markinu Átta þúsund Íslendingar studdu karlalandslið sitt með ráðum og dáðum í kvöld. 14. júní 2016 20:45