Hversu gott? Bjarni Karlsson skrifar 15. júní 2016 07:00 Mánudagur 13.6. kl. 12.55. Eldri maður ávarpar jafnaldra sinn í búningsklefa sundlaugar Akureyrar: Jæja, nú telur maður klukkutímana. Hvernig heldur þú að þetta fari hjá strákunum? Kl. 13.33. Unglingahópur sólar sig í vaðlauginni. Rödd heyrist: Hvenær hefur maður beðið eftir því að helgin líði og komi þriðjudagur!? Ég sit nýbaðaður á amtsbókasafninu kl. 15.45 og skrifa þessi orð. Þegar þau birtast á prenti verður leikurinn við Portúgali yfirstaðinn og öllum ljóst hvernig fór. Ég veit um Eið og Gylfa. Þekki ekki fleiri nöfn í landsliðinu. Færi aldrei til Frakklands að horfa. En mér er ekki sama um framgang okkar manna á EM og er þakklátur þessum tæplega 30 þúsund Íslendingum sem mættir eru einbeittir í bláum treyjum. Þau eru þarna líka fyrir mína hönd. EM er miklu meira en knattspyrna. Við setjum forsetakosningar á bið og tökumst í hendur sem þjóð til að spegla okkur í augum heimsins og skynja að hvernig sem allt fer þá erum við saman í þessu. Enda þótt veruleiki karlafótboltans í heiminum sé líkt og hausinn á Donald Trump fullur af bullugangi, fégræðgi og hómófóbíu þá sameinar viðburðurinn ólíka kynþætti og menningarheima og hatrið á lífinu sem þjakað hefur frönsku þjóðina og síðast sýndi á sér smettið í Orlando nær ekki að hræða okkur frá þátttöku. Það eru ekki bara þjóðir sem spegla sig í augum heimsins. Á EM blasir sjálft manneðlið við okkur í fegurð sinni og fautaskap, tign sinni og lágkúru. Knattspyrnunni hefur tekist að tækla kynþáttaóttann betur en sjálfum Sameinuðu þjóðunum. Hugsið ykkur þegar yfirganginum og hommahræðslunni verður líka vísað af velli. Hversu gott verður þá?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Mánudagur 13.6. kl. 12.55. Eldri maður ávarpar jafnaldra sinn í búningsklefa sundlaugar Akureyrar: Jæja, nú telur maður klukkutímana. Hvernig heldur þú að þetta fari hjá strákunum? Kl. 13.33. Unglingahópur sólar sig í vaðlauginni. Rödd heyrist: Hvenær hefur maður beðið eftir því að helgin líði og komi þriðjudagur!? Ég sit nýbaðaður á amtsbókasafninu kl. 15.45 og skrifa þessi orð. Þegar þau birtast á prenti verður leikurinn við Portúgali yfirstaðinn og öllum ljóst hvernig fór. Ég veit um Eið og Gylfa. Þekki ekki fleiri nöfn í landsliðinu. Færi aldrei til Frakklands að horfa. En mér er ekki sama um framgang okkar manna á EM og er þakklátur þessum tæplega 30 þúsund Íslendingum sem mættir eru einbeittir í bláum treyjum. Þau eru þarna líka fyrir mína hönd. EM er miklu meira en knattspyrna. Við setjum forsetakosningar á bið og tökumst í hendur sem þjóð til að spegla okkur í augum heimsins og skynja að hvernig sem allt fer þá erum við saman í þessu. Enda þótt veruleiki karlafótboltans í heiminum sé líkt og hausinn á Donald Trump fullur af bullugangi, fégræðgi og hómófóbíu þá sameinar viðburðurinn ólíka kynþætti og menningarheima og hatrið á lífinu sem þjakað hefur frönsku þjóðina og síðast sýndi á sér smettið í Orlando nær ekki að hræða okkur frá þátttöku. Það eru ekki bara þjóðir sem spegla sig í augum heimsins. Á EM blasir sjálft manneðlið við okkur í fegurð sinni og fautaskap, tign sinni og lágkúru. Knattspyrnunni hefur tekist að tækla kynþáttaóttann betur en sjálfum Sameinuðu þjóðunum. Hugsið ykkur þegar yfirganginum og hommahræðslunni verður líka vísað af velli. Hversu gott verður þá?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun