Handbolti

Eradze tekur við FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eradze í leik með Íslandi.
Eradze í leik með Íslandi. vísir/túnis
Roland Eradze er tekinn við þjálfun meistaraflokk kvenna hjá FH, en hann mun fara í fullt starf hjá félaginu samkvæmt heimildum Vísis.

Eradze tekur við meistaraflokk kvenna af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem einbeitir sér alfarið að þjálfun karlaliðsins eftir að hafa þjálfað bæði liðin á síðasta ári.

Einnig mun Eradze sinna markmannsþjálfun auk þess sem hann tekur við þjálfun einhverja yngri flokka karla og kvenna. Eradze lék hér á landi með Val, ÍBV og Stjörnunni, en hann er upphaflega Georgíumaður. Hann fékk síðar meir íslenskan ríkisborgararétt og lék með íslenska landsliðinu.

„Það er mikill hugur í okkar fólki að koma FH aftur í fremstu röð og nú er komið margt mjög öflugt nýtt fólk inn í meistaraflokksráð kvenna," segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH.

FH gekk hörmulega á síðustu leiktíð, en þær lentu í þrettánda sæti deildarinnar með níu stig, jafn mörg stig og Afturelding sem endaði í neðsta sæti deildarinnar.

Þær hvítklæddu úr Hafnarfirði verða því í fyrstu deild á næstu leiktíð, en nýverið var ákveðið að skipta upp í tvær deildir kvennamegin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×