Fylgstu með jarðarför Muhammad Ali í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 13:53 Muhammad Ali 1942-2016. Vísir/Getty Hnefaleikagoðsögnin og mannvinurinn Muhammad Ali er borinn til grafar í Louisville í dag og stór hluti heimsins mun fylgjast með. Muhammad Ali lést á föstudaginn var en hann var 74 ára gamall. Hann er einn frægasti og virtasti íþróttamaður allra tíma og margfaldur heimsmeistari í sinni íþrótt. Hann stór persónuleiki, skemmtilegur karakter og einstök manneskja. Muhammad Ali, sem fæddist Cassius Marcellus Clay 17. janúar 1942, vann 56 af 61 bardögum á sínum ferli sem náði yfir meira en tvo áratugi. Hann varð þrisvar sinnum krýndur heimsmeistari og vann einnig gull á Ólympíuleikum. Barátta hans fyrir mannréttindum og jafnrétti eftir að ferlinum lauk verður seint metin til fulls og þá glímdi hann við Parkinson síðustu þrjá áratugi ævi sinnar. Tugir þúsunda munu safnast saman á götum Louisville til að fylgjast með og meðal gesta á minningarathöfninni er mikið af frægu fólki og fyrirmönnum sem þekktu og elskuðu Muhammad Ali fyrir öll þau góðu mál sem hann barðist fyrir ekki síst eftir að hanskarnir voru komnir upp á hillu. Will Smith og boxarinn Lennox Lewis eru meðal kistubera Muhammad Ali og þá munu þeir Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og grínistinn Billy Crystal báðir flytja eftirmæli um Muhammad Ali í minningarathöfninni. Bílalestin með kistu Muhammad Ali mun fara í gengum Louisville og þar á meðal framhjá æskuheimili hans en enda að lokum við Cave Hill kirkjugarðinn þar sem hann verður borinn til grafar. The New York Times er meðal þeirra fjölmiðla sem býður upp á það að fylgjast með jarðaför Muhammad Ali í beinni á netinu og hér fyrir neðan má sjá myndband þeirra frá athöfninni. Enn neðar má líka sjá útsendingu FOX 10 sjónvarpstöðvarinnar í Phoenix frá viðburðinum. Box Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Sjá meira
Hnefaleikagoðsögnin og mannvinurinn Muhammad Ali er borinn til grafar í Louisville í dag og stór hluti heimsins mun fylgjast með. Muhammad Ali lést á föstudaginn var en hann var 74 ára gamall. Hann er einn frægasti og virtasti íþróttamaður allra tíma og margfaldur heimsmeistari í sinni íþrótt. Hann stór persónuleiki, skemmtilegur karakter og einstök manneskja. Muhammad Ali, sem fæddist Cassius Marcellus Clay 17. janúar 1942, vann 56 af 61 bardögum á sínum ferli sem náði yfir meira en tvo áratugi. Hann varð þrisvar sinnum krýndur heimsmeistari og vann einnig gull á Ólympíuleikum. Barátta hans fyrir mannréttindum og jafnrétti eftir að ferlinum lauk verður seint metin til fulls og þá glímdi hann við Parkinson síðustu þrjá áratugi ævi sinnar. Tugir þúsunda munu safnast saman á götum Louisville til að fylgjast með og meðal gesta á minningarathöfninni er mikið af frægu fólki og fyrirmönnum sem þekktu og elskuðu Muhammad Ali fyrir öll þau góðu mál sem hann barðist fyrir ekki síst eftir að hanskarnir voru komnir upp á hillu. Will Smith og boxarinn Lennox Lewis eru meðal kistubera Muhammad Ali og þá munu þeir Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, og grínistinn Billy Crystal báðir flytja eftirmæli um Muhammad Ali í minningarathöfninni. Bílalestin með kistu Muhammad Ali mun fara í gengum Louisville og þar á meðal framhjá æskuheimili hans en enda að lokum við Cave Hill kirkjugarðinn þar sem hann verður borinn til grafar. The New York Times er meðal þeirra fjölmiðla sem býður upp á það að fylgjast með jarðaför Muhammad Ali í beinni á netinu og hér fyrir neðan má sjá myndband þeirra frá athöfninni. Enn neðar má líka sjá útsendingu FOX 10 sjónvarpstöðvarinnar í Phoenix frá viðburðinum.
Box Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Sjá meira