Erlent

Juncker við þingmenn UKIP: "Hvað eruð þið að gera hérna?“

Atli Ísleifsson skrifar
Nigerl Farage, leiðtogi UKIP, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Nigerl Farage, leiðtogi UKIP, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Vísir/AFP
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, missti þolinmæðina gagnvart nokkrum þingmönnum Breta í sal Evrópuþingsins í dag þar sem þingmenn voru að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinnu.

„Hvað eruð þið að gera hérna?“ spurði Juncker, þingmenn Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP), en hann hafði áður sagt að virða yrði niðurstöður kosninganna og með hvaða hætti breska þjóðin hafði gert skoðun sína kunna.

Við orð Juncker brutust út fagnaðarlæti á meðal þingmanna UKIP.

Juncker hefur vanalega látið hegðun þingmanna UKIP í þingsal óáreitta en ákvað að svara þeim að þessu sinni. „Þetta er í síðasta sinn sem þið klappið hér. Ég er að vissu leyti hissa á því að þið séuð hérna yfir höfuð. Þið berjist fyrir útgöngu. Breska þjóðin hefur kosið útgöngu. Hvað eruð þið að gera hérna?“

Fyrir þingfundinn sagði Nigel Farage, leiðtogi UKIP og einn helsti ESB-andstæðingur Bretlands, að Bretland myndi áfram vera „góður vinur, góður nágranni og gott viðskiptaland“. „Við unnum stríðið. Nú verðum við að vinna friðinn,“ sagði Farage.


Tengdar fréttir

Ólga og rasismi í Bretlandi

Rasistar nýta sér úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu síðustu viku. Lögregla tekst á við fjölda hatursglæpa. Breska pundið í þrjátíu ára lægð og hlutabréfahrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×