GK og GR Íslandmeistarar í golfi Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2016 15:24 Sigursveit GR í kvennaflokki fyrir ofan og Sigursveit GK í karlaflokki fyrir neðan. Mynd/Golfsamband Íslands Keilir er Íslandsmeistari karla í golfi eftir sigur á Golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs í úrslitaleik í dag í karlaflokki, en leikið var á Korúplfsstaðarvelli. Í kvennaflokki vann GR lið Keilis sem mistókst að tryggja sér tvennuna, það er að segja vinna í bæði karla- og kvennaflokki. Björgvin Sigurbergsson er liðstjóri GK, en Benedikt Sveinsson og Henning Darri Þórðarson töpuðu ekki leik í fjórmenninginum og léku gott golf. Lið GK var ógnarsterkt og vann sigur á GKG í úrslitaleiknum. GK hreppti, eins og áður segir, gullið og GKG lenti í öðru sæti, en GR lenti í þriðja sæti eftir mikla baráttu við Golfklúbb Mofellsbæjar sem vann mótið í fyrra. GJÓ og GKB voru í fimmta og sjötta sæti, en Golfklúbbur Borganess og Gofklúbbur Setbergs féllu í aðra deild og leika því þar að ári liðnu, en Golfklúbburinn leynir og Gofklúbbur Fjallabygðar/Hamar taka sæti þeirra.Lokastaðan karla: 1. Golfklúbburinn Keilir 2. Golfklúbbur Kópav. og Garðab. 3. Golfklúbbur Reykjavíkur 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 5. Golfklúbburinn Jökull 6. Golfklúbbur Kiðjabergs 7. Golfklúbbur Borgarness* 8. Golfklúbbur Setbergs* * GB og GSE falla í 2. deild. Í kvennaflokki vann Golfklúbbur Reykjavíkur sinn sautjánda Ísladsmeistaratitil í kvennaflokki eftir sigur á Keili í úrslitaleiknum, en Keilir átti möguleika á að vinna tvöfalt; bæði í karla- og kvennaflokki. GR hefur að skipta ógnasterkum hóp, en í þeim hóp er meðal annars Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem hefur verið að leika vel í Evrópu að undanförnu, en þar er einnig Sunna Víðisdóttir. Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbburinn Oddur féllu úr fyrstu deild og leika því í annari deild á næstu leiktíð, en Golfklúbbur Selfoss og Golfklúbburinn Leyni taka sæti þeirra í efstu deild.Lokastaðan kvenna: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur 2. Golfklúbburinn Keilir 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar. 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar. 5. Golfklúbbur Suðurnesja. 6. Nesklúbburinn. 7. Golfklúbbur Akureyrar.* 8. Golfklúbburinn Oddur.* * GA og GO falla í 2. deild.Sigursveit GR í kvennaflokki.Mynd/Golfsamband ÍslandsSigursveit Keilis í karlaflokki.Mynd/Golfsamband Íslands Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Keilir er Íslandsmeistari karla í golfi eftir sigur á Golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs í úrslitaleik í dag í karlaflokki, en leikið var á Korúplfsstaðarvelli. Í kvennaflokki vann GR lið Keilis sem mistókst að tryggja sér tvennuna, það er að segja vinna í bæði karla- og kvennaflokki. Björgvin Sigurbergsson er liðstjóri GK, en Benedikt Sveinsson og Henning Darri Þórðarson töpuðu ekki leik í fjórmenninginum og léku gott golf. Lið GK var ógnarsterkt og vann sigur á GKG í úrslitaleiknum. GK hreppti, eins og áður segir, gullið og GKG lenti í öðru sæti, en GR lenti í þriðja sæti eftir mikla baráttu við Golfklúbb Mofellsbæjar sem vann mótið í fyrra. GJÓ og GKB voru í fimmta og sjötta sæti, en Golfklúbbur Borganess og Gofklúbbur Setbergs féllu í aðra deild og leika því þar að ári liðnu, en Golfklúbburinn leynir og Gofklúbbur Fjallabygðar/Hamar taka sæti þeirra.Lokastaðan karla: 1. Golfklúbburinn Keilir 2. Golfklúbbur Kópav. og Garðab. 3. Golfklúbbur Reykjavíkur 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 5. Golfklúbburinn Jökull 6. Golfklúbbur Kiðjabergs 7. Golfklúbbur Borgarness* 8. Golfklúbbur Setbergs* * GB og GSE falla í 2. deild. Í kvennaflokki vann Golfklúbbur Reykjavíkur sinn sautjánda Ísladsmeistaratitil í kvennaflokki eftir sigur á Keili í úrslitaleiknum, en Keilir átti möguleika á að vinna tvöfalt; bæði í karla- og kvennaflokki. GR hefur að skipta ógnasterkum hóp, en í þeim hóp er meðal annars Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem hefur verið að leika vel í Evrópu að undanförnu, en þar er einnig Sunna Víðisdóttir. Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbburinn Oddur féllu úr fyrstu deild og leika því í annari deild á næstu leiktíð, en Golfklúbbur Selfoss og Golfklúbburinn Leyni taka sæti þeirra í efstu deild.Lokastaðan kvenna: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur 2. Golfklúbburinn Keilir 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar. 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar. 5. Golfklúbbur Suðurnesja. 6. Nesklúbburinn. 7. Golfklúbbur Akureyrar.* 8. Golfklúbburinn Oddur.* * GA og GO falla í 2. deild.Sigursveit GR í kvennaflokki.Mynd/Golfsamband ÍslandsSigursveit Keilis í karlaflokki.Mynd/Golfsamband Íslands
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira