Nýr forseti hylltur: Mannfjöldinn söng afmælissönginn fyrir Guðna Th. Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. júní 2016 16:15 Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands, komu saman við heimili hans að Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi og hylltu hann nú síðdegis. „Góðir Íslendingar og kæru vinir, ég heilsa ykkur og þakka sem nýkjörinn forseti Íslands,“ sagði Guðni. „Með ykkar hjálp heiti ég því að leggja mig allan fram í því mikla embætti sem ég tek senn við.“ Guðni kom út á svalir heimilis síns undir dynjandi lófaklappi nokkur hundruð stuðningsmanna sem lagt höfðu leið sína að heimili Guðna og Elizu eiginkonu hans en þau komu á svalirnar ásamt börnum sínum og elstu dóttir Guðna. Eliza bauð alla velkomna áður en hún kynnti næsta forseta Íslands, eiginmann sinn, Guðna. Að lokinni stuttri tölu Guðna þar sem hann þakkaði stuðninginn sungu viðstaddir fyrir hann afmælissönginn en hann á 48 ára afmæli í dag. Að því loknu tók Guðni á móti blómvendi áður en hann hélt í garð sinn þar sem hann ræddi við stuðningsmenn sína. Segja má að hefð hafi skapast fyrir því að stuðningsmenn nýkjörins forseta geri slíkt þar sem Vigdís Finnbogadóttir var hyllt við heimili sitt á Aragötu 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson var hylltur sömuleiðis við heimili sitt á Seltjarnarnesi árið 1996. Guðni fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í gær en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Á morgun heldur Guðni ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands þar sem þau ætla að sjá leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu karla.Um nokkur hundruð manns mættu við heimili Guðna.Vísir/AntonBörnin fylgdust með á meðan Guðni ávarpaði fjöldann. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands, komu saman við heimili hans að Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi og hylltu hann nú síðdegis. „Góðir Íslendingar og kæru vinir, ég heilsa ykkur og þakka sem nýkjörinn forseti Íslands,“ sagði Guðni. „Með ykkar hjálp heiti ég því að leggja mig allan fram í því mikla embætti sem ég tek senn við.“ Guðni kom út á svalir heimilis síns undir dynjandi lófaklappi nokkur hundruð stuðningsmanna sem lagt höfðu leið sína að heimili Guðna og Elizu eiginkonu hans en þau komu á svalirnar ásamt börnum sínum og elstu dóttir Guðna. Eliza bauð alla velkomna áður en hún kynnti næsta forseta Íslands, eiginmann sinn, Guðna. Að lokinni stuttri tölu Guðna þar sem hann þakkaði stuðninginn sungu viðstaddir fyrir hann afmælissönginn en hann á 48 ára afmæli í dag. Að því loknu tók Guðni á móti blómvendi áður en hann hélt í garð sinn þar sem hann ræddi við stuðningsmenn sína. Segja má að hefð hafi skapast fyrir því að stuðningsmenn nýkjörins forseta geri slíkt þar sem Vigdís Finnbogadóttir var hyllt við heimili sitt á Aragötu 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson var hylltur sömuleiðis við heimili sitt á Seltjarnarnesi árið 1996. Guðni fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í gær en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Á morgun heldur Guðni ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands þar sem þau ætla að sjá leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu karla.Um nokkur hundruð manns mættu við heimili Guðna.Vísir/AntonBörnin fylgdust með á meðan Guðni ávarpaði fjöldann.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44