Okkar framtíð Guðrún Gígja Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2016 18:33 Að verða sjálfráða er stór áfangi í lífi flestra, og fylgja því ýmsar breytingar, fríðindi og skyldur. Helsta breytingin er sú að eftir 18 ára afmælisdaginn lítur samfélagið á þig sem fullgildan samfélagsþegn að mestu leyti. Samkvæmt lögum máttu gifta þig, kaupa íbúð, ættleiða barn og ýmist fleira, sem flest ungmenni kjósta þó að bíða örlítið með. Einar dyr sem opnast ungmennum einnig við þennan merka áfanga er það að öðlast kosningarétt. Þeim er treyst til að taka upplýsta ákvörðun, nýta sinn rétt og hafa áhrif á samfélagið, og það er eitthvað sem ekkert ungmenni ætti að bíða með eða sleppa að nýta sér. Dræm aðsókn ungmenna á kjörstaði er verulegt áhyggjuefni bæði hér á landi sem og erlendis. Það er sláandi staðreynd að í síðustu kosningum nýtti aðeins helmingur undir þrítugu kosningarétt sinn, og ljóst að hefði allur sá fjöldi mætt hefðu kosningarnar auðveldlega getað farið á annan máta. Setningin “hvert einasta atkvæði skiptir máli” er margtuggin ofan í okkur öll, enda ástæða til. Mikilvægi hvers og eins atkvæðis er gríðamikið og getur kjörsókn haft mikið um niðurstöður kosninga að segja. Þetta hefur líklegast aldrei sést jafn svart á hvítu og nú í nótt, þegar niðurstöður úr sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðild að Evrópusambandinu urðu ljósar. Niðurstöðurnar sýndu að 51,9% kusu með því að ganga úr Evrópusambandinu og 48,1% vildu að Bretland yrði ennþá aðildaríki. Það er því ljóst að Bretland er því klofin þjóð. Samkvæmt Telegraph var það mikill ótti meðal baráttumanna að dræm kjörsókn ungmenna gætu haft hættulegar afleiðingar fyrir framtíð Bretlands innan ESB, og að það gæfi öðrum kjósendum það tækifæri að kjósa fyrir þeirra hönd. Samkvæmt sundurliðun á niðurstöðunum eftir aldri sést greinilega að bresk ungmenni voru helstu stuðningsaðilar þess að halda Bretlandi innan ESB. Staðreyndin er sú að það var dræm kjörsókn þessa hóps sem olli því að lífeyrisþegar í elsta hóp kjósenda, sem helst styrktu útgöngu Bretlands úr ESB gengu þannig séð til kjörstaðar í þeirra stað. Afleiðingarnar eru nú mörgum kunnugar. Bretland mun yfirgefa ESB, pundið hefur ekki verið jafnveikt í 30 ár, afsögn forsætisráðherra, neyðarfundur leiðtoga í Evrópu, óvissa um efnahag, störf landsmanna að veði og fleira. Aðrar afleiðingar munu svo koma í ljós með tímanum, bæði sem innanlands og um heim allan. Í fyrsta skipti á morgun mun ég ganga á kjörstað og kjósa þann einstakling sem ég tel að sé hæfastur sem æðsti fulltrúi lýðveldisins. Jafnframt mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég og mín kynslóð fáum að hafa sterk lýðræðisleg áhrif á landið okkar og framtíð þess. Ungt fólk er framtíð landsins, og það hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri að við látum ekki valta yfir okkur svo auðveldlega. Látum kosningarnar í ár ekki verða að undantekningu þar. Ég ætla ekki að láta fólk af annarri kynslóð með aðra framtíðarsýn en mína fá að stela mínu atkvæði, og þess vegna mun ég ganga til kjörstaðar á morgun. Látum ekki ákveða framtíð okkar fyrir okkur. Hvert einasta atkvæði skiptir í raun og veru máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Að verða sjálfráða er stór áfangi í lífi flestra, og fylgja því ýmsar breytingar, fríðindi og skyldur. Helsta breytingin er sú að eftir 18 ára afmælisdaginn lítur samfélagið á þig sem fullgildan samfélagsþegn að mestu leyti. Samkvæmt lögum máttu gifta þig, kaupa íbúð, ættleiða barn og ýmist fleira, sem flest ungmenni kjósta þó að bíða örlítið með. Einar dyr sem opnast ungmennum einnig við þennan merka áfanga er það að öðlast kosningarétt. Þeim er treyst til að taka upplýsta ákvörðun, nýta sinn rétt og hafa áhrif á samfélagið, og það er eitthvað sem ekkert ungmenni ætti að bíða með eða sleppa að nýta sér. Dræm aðsókn ungmenna á kjörstaði er verulegt áhyggjuefni bæði hér á landi sem og erlendis. Það er sláandi staðreynd að í síðustu kosningum nýtti aðeins helmingur undir þrítugu kosningarétt sinn, og ljóst að hefði allur sá fjöldi mætt hefðu kosningarnar auðveldlega getað farið á annan máta. Setningin “hvert einasta atkvæði skiptir máli” er margtuggin ofan í okkur öll, enda ástæða til. Mikilvægi hvers og eins atkvæðis er gríðamikið og getur kjörsókn haft mikið um niðurstöður kosninga að segja. Þetta hefur líklegast aldrei sést jafn svart á hvítu og nú í nótt, þegar niðurstöður úr sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um aðild að Evrópusambandinu urðu ljósar. Niðurstöðurnar sýndu að 51,9% kusu með því að ganga úr Evrópusambandinu og 48,1% vildu að Bretland yrði ennþá aðildaríki. Það er því ljóst að Bretland er því klofin þjóð. Samkvæmt Telegraph var það mikill ótti meðal baráttumanna að dræm kjörsókn ungmenna gætu haft hættulegar afleiðingar fyrir framtíð Bretlands innan ESB, og að það gæfi öðrum kjósendum það tækifæri að kjósa fyrir þeirra hönd. Samkvæmt sundurliðun á niðurstöðunum eftir aldri sést greinilega að bresk ungmenni voru helstu stuðningsaðilar þess að halda Bretlandi innan ESB. Staðreyndin er sú að það var dræm kjörsókn þessa hóps sem olli því að lífeyrisþegar í elsta hóp kjósenda, sem helst styrktu útgöngu Bretlands úr ESB gengu þannig séð til kjörstaðar í þeirra stað. Afleiðingarnar eru nú mörgum kunnugar. Bretland mun yfirgefa ESB, pundið hefur ekki verið jafnveikt í 30 ár, afsögn forsætisráðherra, neyðarfundur leiðtoga í Evrópu, óvissa um efnahag, störf landsmanna að veði og fleira. Aðrar afleiðingar munu svo koma í ljós með tímanum, bæði sem innanlands og um heim allan. Í fyrsta skipti á morgun mun ég ganga á kjörstað og kjósa þann einstakling sem ég tel að sé hæfastur sem æðsti fulltrúi lýðveldisins. Jafnframt mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég og mín kynslóð fáum að hafa sterk lýðræðisleg áhrif á landið okkar og framtíð þess. Ungt fólk er framtíð landsins, og það hefur sýnt sig og sannað síðustu misseri að við látum ekki valta yfir okkur svo auðveldlega. Látum kosningarnar í ár ekki verða að undantekningu þar. Ég ætla ekki að láta fólk af annarri kynslóð með aðra framtíðarsýn en mína fá að stela mínu atkvæði, og þess vegna mun ég ganga til kjörstaðar á morgun. Látum ekki ákveða framtíð okkar fyrir okkur. Hvert einasta atkvæði skiptir í raun og veru máli.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun