David Cameron segir af sér Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. júní 2016 07:30 David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. vísir/afp David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsingu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. Cameron barðist fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB og í ljósi niðurstöðunnar segist hann vera þeirrar skoðunar að annar forsætisráðherra þurfi að vera í brúnni þegar rætt verður við sambandið um næstu skref. Talið er líklegt að Boris Johnson, sem fór fyrir íhaldsmönnunum sem vildu fara úr ESB, taki við keflinu en það á þó eftir að koma í ljós. „Breska þjóðin hefur tekið ákvörðun um að fara í aðra átt. Í ljósi þess held ég að þjóðin þurfi ferska forystu til þess að taka hana í áttina sem hún vill fara,“ sagði Cameron. Hann muni gera allt í hans valdi til þess að koma á jafnvægi á næstu vikum og mánuðum, en að ekki sé rétt að hann sjálfur sitji við stjórnvölinn. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun. En ég trúi því að það sé þjóðinni fyrir bestu að koma á stöðugleika og að ný forysta taki við í kjölfarið. Það er engin þörf á nákvæmri tímasetningu í dag en ég tel að nýr forsætisráðherra ætti að taka við á flokksþingi Íhaldsflokksins í október,“ sagði Cameron og bætti við að hann hefði greint Elísabetu Englandsdrottningu frá ákvörðun sinni í morgun. Þá sagði Cameron breskan efnahag standa traustum fótum. „Ég vil fullvissa markaði um að breskur efnahagur er sterkur og ég vil einnig fullvissa Breta sem búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins og evrópska ríkisborgara sem búsettir eru hér að það verða engar skyndilegar breytingar á aðstæðum ykkar,“ sagði Cameron. Nú þurfi að taka næstu skref sem séu að undirbúa viðræður við Evrópusambandið. „Stjórnvöld í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þurfa að taka þátt til að ganga úr skugga um að hagsmuna allra hluta Bretlands verði gætt. En þetta krefst umfram allt sterkrar forystu.“ Cameron sagðist jafnframt virða ákvörðun bresku þjóðarinnar og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama. Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsingu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. Cameron barðist fyrir áframhaldandi veru Breta í ESB og í ljósi niðurstöðunnar segist hann vera þeirrar skoðunar að annar forsætisráðherra þurfi að vera í brúnni þegar rætt verður við sambandið um næstu skref. Talið er líklegt að Boris Johnson, sem fór fyrir íhaldsmönnunum sem vildu fara úr ESB, taki við keflinu en það á þó eftir að koma í ljós. „Breska þjóðin hefur tekið ákvörðun um að fara í aðra átt. Í ljósi þess held ég að þjóðin þurfi ferska forystu til þess að taka hana í áttina sem hún vill fara,“ sagði Cameron. Hann muni gera allt í hans valdi til þess að koma á jafnvægi á næstu vikum og mánuðum, en að ekki sé rétt að hann sjálfur sitji við stjórnvölinn. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun. En ég trúi því að það sé þjóðinni fyrir bestu að koma á stöðugleika og að ný forysta taki við í kjölfarið. Það er engin þörf á nákvæmri tímasetningu í dag en ég tel að nýr forsætisráðherra ætti að taka við á flokksþingi Íhaldsflokksins í október,“ sagði Cameron og bætti við að hann hefði greint Elísabetu Englandsdrottningu frá ákvörðun sinni í morgun. Þá sagði Cameron breskan efnahag standa traustum fótum. „Ég vil fullvissa markaði um að breskur efnahagur er sterkur og ég vil einnig fullvissa Breta sem búa í aðildarríkjum Evrópusambandsins og evrópska ríkisborgara sem búsettir eru hér að það verða engar skyndilegar breytingar á aðstæðum ykkar,“ sagði Cameron. Nú þurfi að taka næstu skref sem séu að undirbúa viðræður við Evrópusambandið. „Stjórnvöld í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi þurfa að taka þátt til að ganga úr skugga um að hagsmuna allra hluta Bretlands verði gætt. En þetta krefst umfram allt sterkrar forystu.“ Cameron sagðist jafnframt virða ákvörðun bresku þjóðarinnar og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama.
Brexit Tengdar fréttir Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15
Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni í Brexit-atkvæðagreiðslunni. 23. júní 2016 20:59