EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2016 08:00 Sigurmark í uppbótartíma og að leikurinn var flautaður af var of mikið í einu. vísir/vilhelm Ég er enn að reyna að átta mig á hvað gerðist á þessum tíu mínútum eftir að pólski dómarinn flautaði til leiksloka á Stade de France á miðvikudagskvöldið eftir að Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki. Það var eiginlega of mikið að skora sigurmarkið og að leikurinn var flautaður af á sama tíma. Maður var enn að reyna að fagna markinu þegar allt í einu átti maður líka að fara að fagna sigrinum og þeirri staðreynd að strákarnir væru komnir í 16 liða úrslitin. Að sjá liðið gjörsamlega bilast og fara svo til stuðningsmannanna 10.000 og syngja og klappa með þeim eftir þennan sögulega sigur er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Allir sem voru þarna hljóta að vera sammála.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánVið blaðamennirnir fögnuðum ekkert minna en hinn almenni stuðningsmaður í bláu í stúkunni. Við hoppuðum, öskruðum og lögðumst allir í faðma enda höldum við ekkert minna með þessu liði en aðrir. Við algjörlega biluðumst og voru fagnaðarlætin svo mikið að aðrir fréttamenn í stúkunni voru byrjaðir að taka myndbönd af okkur. Það fagna allir árangri íslenska liðsins. Ég gat varla rölt tíu metra á leið minni í viðtöl eftir leikinn án þess að erlendur blaðamaður eða sparkspekingur vildi taka í höndina á mér og óska mér til hamingju eins og ég væri búinn að afreka eitthvað. Það finnst öllum þetta geggjuð saga og það réttilega. Íslendingar fögnuðu svo eftir leik eins og Íslendingum sæmir. Hótelið okkar var í götunni þar sem íslensku stuðningsmennirnir mættu fyrir leik og margir þeirra komu aftur að Moulin Rouge eftir leik. Þar var sungið og trallað langt fram á nótt og í raun morgun.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum.Vísir/VilhelmVið blaðamennirnir þurftum að fara snemma að sofa enda var lest til baka til Annecy klukkan 6.30. Maður rétt náði tveggja tíma svefni þarna sem var eins og blundur og fjórum tímum síðar vorum við mættir aftur í vinnuna í Annecy að spjalla við þjálfarana. Dagurinn var sá lengsti á ævi minni en líka sá besti. Þegar við röltum út af hótelinu klukkan 6.30 voru að sjálfsögðu nokkrir Íslendingar enn á fótum. Þrír meistarar sem báru sigur úr býtum í djamminu reyndu að standa í fæturnar og fara yfir heimsmálin. Það var ekki sála á götunni fyrir utan þessa þrjá herramenn. Íslendingar eru nefnilega ólseigir bæði í íþróttum og að djamma. Strákarnir okkar lögðu allt sitt í að ná þessum frábæru úrslitum gegn Austurríki sem varð til þess að við mætum loksins Englandi og stuðningsmennirnir okkar tryggðu að París mun muna eftir þeim. Þvílíkur dagur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00 Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30 Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
Ég er enn að reyna að átta mig á hvað gerðist á þessum tíu mínútum eftir að pólski dómarinn flautaði til leiksloka á Stade de France á miðvikudagskvöldið eftir að Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki. Það var eiginlega of mikið að skora sigurmarkið og að leikurinn var flautaður af á sama tíma. Maður var enn að reyna að fagna markinu þegar allt í einu átti maður líka að fara að fagna sigrinum og þeirri staðreynd að strákarnir væru komnir í 16 liða úrslitin. Að sjá liðið gjörsamlega bilast og fara svo til stuðningsmannanna 10.000 og syngja og klappa með þeim eftir þennan sögulega sigur er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Allir sem voru þarna hljóta að vera sammála.Tómas Þór Þórðarson.vísir/stefánVið blaðamennirnir fögnuðum ekkert minna en hinn almenni stuðningsmaður í bláu í stúkunni. Við hoppuðum, öskruðum og lögðumst allir í faðma enda höldum við ekkert minna með þessu liði en aðrir. Við algjörlega biluðumst og voru fagnaðarlætin svo mikið að aðrir fréttamenn í stúkunni voru byrjaðir að taka myndbönd af okkur. Það fagna allir árangri íslenska liðsins. Ég gat varla rölt tíu metra á leið minni í viðtöl eftir leikinn án þess að erlendur blaðamaður eða sparkspekingur vildi taka í höndina á mér og óska mér til hamingju eins og ég væri búinn að afreka eitthvað. Það finnst öllum þetta geggjuð saga og það réttilega. Íslendingar fögnuðu svo eftir leik eins og Íslendingum sæmir. Hótelið okkar var í götunni þar sem íslensku stuðningsmennirnir mættu fyrir leik og margir þeirra komu aftur að Moulin Rouge eftir leik. Þar var sungið og trallað langt fram á nótt og í raun morgun.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum.Vísir/VilhelmVið blaðamennirnir þurftum að fara snemma að sofa enda var lest til baka til Annecy klukkan 6.30. Maður rétt náði tveggja tíma svefni þarna sem var eins og blundur og fjórum tímum síðar vorum við mættir aftur í vinnuna í Annecy að spjalla við þjálfarana. Dagurinn var sá lengsti á ævi minni en líka sá besti. Þegar við röltum út af hótelinu klukkan 6.30 voru að sjálfsögðu nokkrir Íslendingar enn á fótum. Þrír meistarar sem báru sigur úr býtum í djamminu reyndu að standa í fæturnar og fara yfir heimsmálin. Það var ekki sála á götunni fyrir utan þessa þrjá herramenn. Íslendingar eru nefnilega ólseigir bæði í íþróttum og að djamma. Strákarnir okkar lögðu allt sitt í að ná þessum frábæru úrslitum gegn Austurríki sem varð til þess að við mætum loksins Englandi og stuðningsmennirnir okkar tryggðu að París mun muna eftir þeim. Þvílíkur dagur.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00 Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30 Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Sjá meira
KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 07:00
Skora á Lars að halda áfram með landsliðið Íslendingar virðast ekki tilbúnir að kveðja Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 08:30
Kraftur úr óvæntri átt Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af. 24. júní 2016 06:00