Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2016 20:59 Þóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Bretar kjósa í sögulegum kosningum í dag en hagfræðingur sem hefur starfað í fjármálaráðuneyti Bretlands óttast afleiðingarnar ef Bretar ákveða að ganga út úr Evrópusambandinu. Kjörstaðir opnuðu eldsnemma í morgun og er ljóst að hver sem niðurstaðan verður þá verður hún söguleg. Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni.Útganga erfið fyrir breska hagkerfiðÞóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið mjög harða. „Þetta er virkilega búin að vera hörð barátta. Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu og ég held að það séu mjög ljós rök fyrir því að vera áfram í sambandinu. Áhættan er mjög mikil á kreppu, á atvinnuleysi, á að áhrifin verði mikil á fjárfestingar vergna óvissu um hvað tæki við. Sömuleiðis á sölu, innflutning, útflutning og fleira,“ segir Þóra og segir að útganga yrði mjög erfið fyrir breska hagkerfið.Áhættan ekki nógu vel útskýrðÞóra segir áhættuna af útgöngu ekki hafa verið skýrða nógu vel fyrir almenningi. „Ég var að tala við vini mína sem starfa í erlendum banka, frönskum banka, og þeir segja að þeir hefðu fyrir nokkrum vikum ákveðið að eiga ekki í neinum samskiptum við breska banka í ákveðinn tíma þar til þeir vissu hvað myndi gerast. Og í kjölfarið mun óvissan halda áfram ef við förum út. Því er mjög líklegt að þetta hafi mjög mikil áhrif á bresku bankana og myndi þar af leiðiandi hafa snjóboltaáhrif á hagkerfið.“ Búist er við fyrstu tölum eftir miðnætti að íslenskum tíma.Kjörsóknin gæti ráðið úrslitumBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir mjög erfitt að segja til um hver úrslitin verða. „Það gæti ráðist af kjörsókninni. Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu. Þannig að ef það verður lítil kjörsókn gæti nei-hreyfingin unnið sigur en ef ungir kjósendur fylkjast á kjörstað, sem eru líklegri til að kjósa með aðild, þá gæti sá hópur náð yfirhöndinni.“Ef Bretar ákveða að yfirgefa Evrópusambandið, hvaða áhrif hefur það á Evrópusambandið, Breta og Ísland?„Það er mikil óvissa varðandi alla þessa þrjá þætti sem þú nefnir. Þetta hefði mikil áhrif á Evrópusambandið. Það myndi leiða til umræðu innan allra ríkja um galla sambandsins og hugsanlega úrsögn úr sambandinu eins og í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Hvað Bretland varðar þá bíður Breta það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið upp á nýtt varðandi viðskiptakjör, og svo er spurningin ef munur verði á því hvernig Skotar greiða atkvæði og restin af Bretlandi þá gæti þetta hugsanlega leitt til ákalls um nýja þjóðaratkæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.“ Baldur segir að staða David Cameron forsætisráðherra yrði mjög erfið ákveði Bretar að ganga úr sambandinu og myndu bæði stjórnarandstæðingar og andstæðingar ESB-aðildar innan Íhaldsflokksins kalla eftir afsögn hans. Brexit Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Bretar kjósa í sögulegum kosningum í dag en hagfræðingur sem hefur starfað í fjármálaráðuneyti Bretlands óttast afleiðingarnar ef Bretar ákveða að ganga út úr Evrópusambandinu. Kjörstaðir opnuðu eldsnemma í morgun og er ljóst að hver sem niðurstaðan verður þá verður hún söguleg. Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni.Útganga erfið fyrir breska hagkerfiðÞóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið mjög harða. „Þetta er virkilega búin að vera hörð barátta. Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu og ég held að það séu mjög ljós rök fyrir því að vera áfram í sambandinu. Áhættan er mjög mikil á kreppu, á atvinnuleysi, á að áhrifin verði mikil á fjárfestingar vergna óvissu um hvað tæki við. Sömuleiðis á sölu, innflutning, útflutning og fleira,“ segir Þóra og segir að útganga yrði mjög erfið fyrir breska hagkerfið.Áhættan ekki nógu vel útskýrðÞóra segir áhættuna af útgöngu ekki hafa verið skýrða nógu vel fyrir almenningi. „Ég var að tala við vini mína sem starfa í erlendum banka, frönskum banka, og þeir segja að þeir hefðu fyrir nokkrum vikum ákveðið að eiga ekki í neinum samskiptum við breska banka í ákveðinn tíma þar til þeir vissu hvað myndi gerast. Og í kjölfarið mun óvissan halda áfram ef við förum út. Því er mjög líklegt að þetta hafi mjög mikil áhrif á bresku bankana og myndi þar af leiðiandi hafa snjóboltaáhrif á hagkerfið.“ Búist er við fyrstu tölum eftir miðnætti að íslenskum tíma.Kjörsóknin gæti ráðið úrslitumBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir mjög erfitt að segja til um hver úrslitin verða. „Það gæti ráðist af kjörsókninni. Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu. Þannig að ef það verður lítil kjörsókn gæti nei-hreyfingin unnið sigur en ef ungir kjósendur fylkjast á kjörstað, sem eru líklegri til að kjósa með aðild, þá gæti sá hópur náð yfirhöndinni.“Ef Bretar ákveða að yfirgefa Evrópusambandið, hvaða áhrif hefur það á Evrópusambandið, Breta og Ísland?„Það er mikil óvissa varðandi alla þessa þrjá þætti sem þú nefnir. Þetta hefði mikil áhrif á Evrópusambandið. Það myndi leiða til umræðu innan allra ríkja um galla sambandsins og hugsanlega úrsögn úr sambandinu eins og í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Hvað Bretland varðar þá bíður Breta það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið upp á nýtt varðandi viðskiptakjör, og svo er spurningin ef munur verði á því hvernig Skotar greiða atkvæði og restin af Bretlandi þá gæti þetta hugsanlega leitt til ákalls um nýja þjóðaratkæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.“ Baldur segir að staða David Cameron forsætisráðherra yrði mjög erfið ákveði Bretar að ganga úr sambandinu og myndu bæði stjórnarandstæðingar og andstæðingar ESB-aðildar innan Íhaldsflokksins kalla eftir afsögn hans.
Brexit Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15