Davíð vill meina að þöggun ríki um Guðna: „Ef ég hefði sagt það þá hefðu báðar fréttastöðvarnar mætt heim til mín“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2016 19:51 Frá forsetakappræðum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Eyþór Forsetaframbjóðendur voru spurðir hvort þeim þætti kosningabaráttan hafa verið drengileg í kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 í kvöld. Flestir voru á því að svo hefði verið en Davíð Oddsson sagðist greinilega hafa verið í annarri kosningabaráttu en hinir því farið hefði verið yfir allan feril hans 40 ár aftur í tímann en hins vegar væri tekið á Guðna Th. Jóhannessyni eins og hann væri að koma beint af fæðingardeildinni. Andri Snær Magnason hafði fyrr í þættinum sagt að áhugaleysi ungs fólks á kosningunum mætti mögulega rekja til þess að umræðan í baráttunni hefði að mestu snúist um Icesave og þorskastríðið. Icesave stærsta mál embættisins Davíð sagði að það yrði að vera hægt að ræða þessi mál og sagði Icesave-málið til að mynda það stærsta sem rekið hefur á forsetaembættið þar sem þjóðin tók sína ákvörðun með forsetanum. Hann sagði það vera slæmt að ekki mætti ræða að einn frambjóðandinn, og átti þar við Guðna Th, hefði hvatt þjóðina til að samþykkja Svavars-samninginn svokallaða og að sami frambjóðandi, Guðni Th. hefði talað um kjósendur sem fávísan lýð. „Ef ég hefði sagt það þá hefðu báðar fréttastöðvarnar mætt heim til mín og spurt hvenær ég myndi hætta í framboði,“ sagði Davíð. Hann sagði kjósendur verða að þekkja forsetann sem það ætlar að kjósa og að hann geti ekki hlaupið frá skoðunum sínum í viðkvæmustu málunum. „Höfum báðir talað um fávísan almenning“ Guðni Th. sagði að það væri sama hvað hann myndi segja, hann væri ekki að fara sannfæra Davíð um að það sem hann sagði um Guðna væri rangt. „Við höfum báðir talað um fávísan almenning, hann á Alþingi og ég í erindi,“ sagði Guðni og sagðist hafa verið álitsgjafi í hruninu og höfundur Hrunsins, það er að segja bókarinnar um hrunið. Hann sagði það ekki rétt að sínu mati að segja fjölmiðla standa að þöggun um hans verk því fjallað væri um Guðna á síðu eftir síðu í Morgunblaðinu, hvar Davíð er ritstjóri en í sumarfríi á meðan hann er í framboði. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðarahöfundur Morgunblaðsins lítt hrifinn af söguskoðun Guðna um Icesave Í leiðara Morgunblaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Ekki fer öllum vel úr hendi að skrá sögu Icesave“ er grein Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og forsetaframbjóðanda í Fréttablaðinu þann 23. júní 2012 gerð að umtalsefni. 13. júní 2016 11:21 „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni um leiðara Moggans: „Liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á“ Guðna Th. Jóhannessyni er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins. 2. júní 2016 11:39 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08 Dósent í stjórnmálafræði: Viss um að margir hafi fundið til með Guðna að hafa lent í hakkavélinni Það hefur fátt verið meira rætt síðustu daga en umræður Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í Eyjunni síðastliðinn sunnudag. 31. maí 2016 10:37 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Forsetaframbjóðendur voru spurðir hvort þeim þætti kosningabaráttan hafa verið drengileg í kappræðum frambjóðenda á Stöð 2 í kvöld. Flestir voru á því að svo hefði verið en Davíð Oddsson sagðist greinilega hafa verið í annarri kosningabaráttu en hinir því farið hefði verið yfir allan feril hans 40 ár aftur í tímann en hins vegar væri tekið á Guðna Th. Jóhannessyni eins og hann væri að koma beint af fæðingardeildinni. Andri Snær Magnason hafði fyrr í þættinum sagt að áhugaleysi ungs fólks á kosningunum mætti mögulega rekja til þess að umræðan í baráttunni hefði að mestu snúist um Icesave og þorskastríðið. Icesave stærsta mál embættisins Davíð sagði að það yrði að vera hægt að ræða þessi mál og sagði Icesave-málið til að mynda það stærsta sem rekið hefur á forsetaembættið þar sem þjóðin tók sína ákvörðun með forsetanum. Hann sagði það vera slæmt að ekki mætti ræða að einn frambjóðandinn, og átti þar við Guðna Th, hefði hvatt þjóðina til að samþykkja Svavars-samninginn svokallaða og að sami frambjóðandi, Guðni Th. hefði talað um kjósendur sem fávísan lýð. „Ef ég hefði sagt það þá hefðu báðar fréttastöðvarnar mætt heim til mín og spurt hvenær ég myndi hætta í framboði,“ sagði Davíð. Hann sagði kjósendur verða að þekkja forsetann sem það ætlar að kjósa og að hann geti ekki hlaupið frá skoðunum sínum í viðkvæmustu málunum. „Höfum báðir talað um fávísan almenning“ Guðni Th. sagði að það væri sama hvað hann myndi segja, hann væri ekki að fara sannfæra Davíð um að það sem hann sagði um Guðna væri rangt. „Við höfum báðir talað um fávísan almenning, hann á Alþingi og ég í erindi,“ sagði Guðni og sagðist hafa verið álitsgjafi í hruninu og höfundur Hrunsins, það er að segja bókarinnar um hrunið. Hann sagði það ekki rétt að sínu mati að segja fjölmiðla standa að þöggun um hans verk því fjallað væri um Guðna á síðu eftir síðu í Morgunblaðinu, hvar Davíð er ritstjóri en í sumarfríi á meðan hann er í framboði.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðarahöfundur Morgunblaðsins lítt hrifinn af söguskoðun Guðna um Icesave Í leiðara Morgunblaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Ekki fer öllum vel úr hendi að skrá sögu Icesave“ er grein Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og forsetaframbjóðanda í Fréttablaðinu þann 23. júní 2012 gerð að umtalsefni. 13. júní 2016 11:21 „Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45 Guðni um leiðara Moggans: „Liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á“ Guðna Th. Jóhannessyni er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins. 2. júní 2016 11:39 Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14 Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08 Dósent í stjórnmálafræði: Viss um að margir hafi fundið til með Guðna að hafa lent í hakkavélinni Það hefur fátt verið meira rætt síðustu daga en umræður Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í Eyjunni síðastliðinn sunnudag. 31. maí 2016 10:37 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins lítt hrifinn af söguskoðun Guðna um Icesave Í leiðara Morgunblaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Ekki fer öllum vel úr hendi að skrá sögu Icesave“ er grein Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og forsetaframbjóðanda í Fréttablaðinu þann 23. júní 2012 gerð að umtalsefni. 13. júní 2016 11:21
„Langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar fávís lýður“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forsetaframbjóðandi þvertók fyrir það í sjónvarpsþættinum Eyjunni í gær að hafa nokkurn tímann sagt að fávís almenningur gæti komið sér upp röngum minningum. 30. maí 2016 12:45
Guðni um leiðara Moggans: „Liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á“ Guðna Th. Jóhannessyni er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins. 2. júní 2016 11:39
Guðni Th. við Davíð: "Hefur þú enga sómakennd?“ Forsetaframbjóðendurnir Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson tókust á í Eyjunni í kvöld. 29. maí 2016 19:14
Guðna líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins Guðna Th. Jóhannessyni forsetaframbjóðanda er líkt við Donald Trump í leiðara Morgunblaðsins í dag. Eins og venja er er leiðarinn nafnlaus en Davíð Oddsson sem einnig er í framboði til forseta Íslands er ritstjóri Morgunblaðsins. 2. júní 2016 08:08
Dósent í stjórnmálafræði: Viss um að margir hafi fundið til með Guðna að hafa lent í hakkavélinni Það hefur fátt verið meira rætt síðustu daga en umræður Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í Eyjunni síðastliðinn sunnudag. 31. maí 2016 10:37