Grundvallarspurning til forsetaframbjóðenda 23. júní 2016 08:00 Eftirfarandi eru tvær samhangandi spurningar. Samanlagt snerta þær knýjandi spurningu um stjórnskipulag og stjórnarfar á Íslandi. Enginn sem býður sig fram til að gegna embætti forseta Íslands ætti að koma sér undan því að svara þeirri spurningu, því verðandi forseti mun standa frammi fyrir henni. Hún varðar farsæld og hamingju þjóðarinnar. Spurning I (tvíþætt) Núverandi ríkisstjórnarflokkar gáfu kjósendum fyrirheit um að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Formsins vegna yrði slík þjóðaratkvæðagreiðsla ráðgefandi. a) Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi hunsaði niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, færi hún fram? b) Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 20. október 2012. Frumvarpið var samþykkt sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og hlaut stuðning 67% kjósenda. Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi virti ekki niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu? Spurning II (tvíþætt) Á liðnu kjörtímabili ákvað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012, og gerði ekki efnislegar breytingar á tillögunum, samþykktum grundvelli að nýrri stjórnarskrá. Í sama anda hefur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður sagt um mögulegar efnislegar breytingar á samþykktum tillögum: „Þeim, sem hafa hug á að endursemja og breyta tillögum ráðsins, er vandi á höndum, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en tillögur ráðsins.“ a) Ert þú sammála Ragnari Aðalsteinssyni eða telur þú að Alþingi geti horft framhjá þeim lýðræðislegu grundvallarsjónarmiðum sem ráða afstöðu hans? b) Lawrence Lessig, lagaprófessor við Harward-háskóla, spurði í Fréttablaðinu nýlega, vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012: „Hunsar Alþingi fullveldisrétt þjóðarinnar?“ Hann spurði síðan, í rökréttu framhaldi: „Með hvaða rétti?“ – Getur þú, forsetaframbjóðandi, svarað því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Eftirfarandi eru tvær samhangandi spurningar. Samanlagt snerta þær knýjandi spurningu um stjórnskipulag og stjórnarfar á Íslandi. Enginn sem býður sig fram til að gegna embætti forseta Íslands ætti að koma sér undan því að svara þeirri spurningu, því verðandi forseti mun standa frammi fyrir henni. Hún varðar farsæld og hamingju þjóðarinnar. Spurning I (tvíþætt) Núverandi ríkisstjórnarflokkar gáfu kjósendum fyrirheit um að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Formsins vegna yrði slík þjóðaratkvæðagreiðsla ráðgefandi. a) Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi hunsaði niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, færi hún fram? b) Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 20. október 2012. Frumvarpið var samþykkt sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og hlaut stuðning 67% kjósenda. Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi virti ekki niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu? Spurning II (tvíþætt) Á liðnu kjörtímabili ákvað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012, og gerði ekki efnislegar breytingar á tillögunum, samþykktum grundvelli að nýrri stjórnarskrá. Í sama anda hefur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður sagt um mögulegar efnislegar breytingar á samþykktum tillögum: „Þeim, sem hafa hug á að endursemja og breyta tillögum ráðsins, er vandi á höndum, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en tillögur ráðsins.“ a) Ert þú sammála Ragnari Aðalsteinssyni eða telur þú að Alþingi geti horft framhjá þeim lýðræðislegu grundvallarsjónarmiðum sem ráða afstöðu hans? b) Lawrence Lessig, lagaprófessor við Harward-háskóla, spurði í Fréttablaðinu nýlega, vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012: „Hunsar Alþingi fullveldisrétt þjóðarinnar?“ Hann spurði síðan, í rökréttu framhaldi: „Með hvaða rétti?“ – Getur þú, forsetaframbjóðandi, svarað því?
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar