Leikskólakennarar undrandi á ummælum Höllu Sveinn Arnarsson skrifar 23. júní 2016 13:01 Ummæli Höllu hafa fallið í grýttan jarðveg meðal leikskólakennara. Óánægju gætir meðal leikskólakennara með ummæli Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem hún viðhafði í Speglinum á Rás1 þann 2. júní síðastliðinn. Þar sagði hún að systur hennar tvær væru báðar leikskólakennarar því þær hefðu ekki jafn gaman að skóla og hún. Formaður Félags leikskólakennara áttar sig ekki á því hvað frambjóðandinn á við með þessu. Halla segir umræðuna vera byggða á misskilningi og ummæli hennar tekin úr samhengi Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þessi ummæli óheppileg fyrir forsetaframbjóðandann og vonast til þess að hún beri til baka þessu ummæli eða leiðrétti þau. „Það getur ekki verið að þetta sé skoðun hennar og ég vona svo innilega að hún endurskoði þessi ummæli sín,“ segir Haraldur. „Við Íslendingar erum mjög framarlega í að mennta leikskólakennara. Nú er krafist fimm ára háskólanáms fyrir kennara á öllum skólastigum. Sömu kröfur eru gerðar sem er mikilvægt og gott. Það ætti að vera ljóst að öll þessi skólastig eru mikilvægir hlekkir í menntakerfi okkar Íslendinga og styðja við hvort annað.“ Haraldur skrifar um ummæli Höllu á Facebook síðu sinni og fjöldi fólks tekur undir gagnrýni Haraldar. Greinilegt er að þessi ummæli falla í grýttan jarðveg leikskólakennara og margra annarra sem leggja orð í belg.Halla: „Leikskólakennarar gríðarlega mikilvægir“Halla: „Verðmætamat samfélagsins rangt“ Halla Tómasdóttir segir þessi ummæli sín slitin úr samhengi. Spegillinn taki þarna upp klukkutíma vinnustaðafund og hann svo klipptur niður í sjö mínútna þátt. „Svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll þá þykir mér það gríðarlega leitt ef menn skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr stétt leikskólakennara. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir kennurum á öllum skólastigum og ég hef á hverjum einasta fundi sagt það skringilegt verðmætamat í samfélaginu að hærri laun eru veitt fyrir að gæta peninga en þeirra sem mennta börnin okkar,“ segir Halla. „Virðing mín fyrir leikskólakennurum og þeirra námi er mikil.“ Halla telur að verðmætamat samfélagsins verða að breytast. Leikskólakennarar eru að stórum hluta konur og að þær stéttir verði að hækka í launum. „Það á ekki að vera sjálfsagt að fá hærri laun við að sinna fjárauð en barnauð,“ segir Halla. Ummælin sem klippt eru út úr vinnustaðafundinum harmi hún mjög en ítrekar að þetta sé misskilningur og að orð hennar hafi verið tekin úr samhengi. „Ég var í þessu spjalli að tala um æsku mína og alls ekki að tala um leikskólakennara eða þá stétt. Þarna ræddi ég um uppvöxt minn og minnar fjölskyldu meðal annars á klukkutíma vinnustaðafundi blaðlaust. Leikskólakennarar eru mjög mikilvæg stétt sem við ættum að hampa frekar í okkar samfélagi. Á það hef ég minnst á öllum mínum fundum í kosningabaráttunni. Tveir dagar eru til kosninga og hefur Halla Tómasdóttir verið að sækja í sig verðið í könnunum síðustu vikna. Mældist hún rétt undir 20 prósentum í könnun sem fréttastofa 365 lét gera og birtist í Fréttablaðinu í morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Óánægju gætir meðal leikskólakennara með ummæli Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda sem hún viðhafði í Speglinum á Rás1 þann 2. júní síðastliðinn. Þar sagði hún að systur hennar tvær væru báðar leikskólakennarar því þær hefðu ekki jafn gaman að skóla og hún. Formaður Félags leikskólakennara áttar sig ekki á því hvað frambjóðandinn á við með þessu. Halla segir umræðuna vera byggða á misskilningi og ummæli hennar tekin úr samhengi Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, segir þessi ummæli óheppileg fyrir forsetaframbjóðandann og vonast til þess að hún beri til baka þessu ummæli eða leiðrétti þau. „Það getur ekki verið að þetta sé skoðun hennar og ég vona svo innilega að hún endurskoði þessi ummæli sín,“ segir Haraldur. „Við Íslendingar erum mjög framarlega í að mennta leikskólakennara. Nú er krafist fimm ára háskólanáms fyrir kennara á öllum skólastigum. Sömu kröfur eru gerðar sem er mikilvægt og gott. Það ætti að vera ljóst að öll þessi skólastig eru mikilvægir hlekkir í menntakerfi okkar Íslendinga og styðja við hvort annað.“ Haraldur skrifar um ummæli Höllu á Facebook síðu sinni og fjöldi fólks tekur undir gagnrýni Haraldar. Greinilegt er að þessi ummæli falla í grýttan jarðveg leikskólakennara og margra annarra sem leggja orð í belg.Halla: „Leikskólakennarar gríðarlega mikilvægir“Halla: „Verðmætamat samfélagsins rangt“ Halla Tómasdóttir segir þessi ummæli sín slitin úr samhengi. Spegillinn taki þarna upp klukkutíma vinnustaðafund og hann svo klipptur niður í sjö mínútna þátt. „Svo ég útskýri það í eitt skipti fyrir öll þá þykir mér það gríðarlega leitt ef menn skilja það sem svo að ég sé að gera lítið úr stétt leikskólakennara. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir kennurum á öllum skólastigum og ég hef á hverjum einasta fundi sagt það skringilegt verðmætamat í samfélaginu að hærri laun eru veitt fyrir að gæta peninga en þeirra sem mennta börnin okkar,“ segir Halla. „Virðing mín fyrir leikskólakennurum og þeirra námi er mikil.“ Halla telur að verðmætamat samfélagsins verða að breytast. Leikskólakennarar eru að stórum hluta konur og að þær stéttir verði að hækka í launum. „Það á ekki að vera sjálfsagt að fá hærri laun við að sinna fjárauð en barnauð,“ segir Halla. Ummælin sem klippt eru út úr vinnustaðafundinum harmi hún mjög en ítrekar að þetta sé misskilningur og að orð hennar hafi verið tekin úr samhengi. „Ég var í þessu spjalli að tala um æsku mína og alls ekki að tala um leikskólakennara eða þá stétt. Þarna ræddi ég um uppvöxt minn og minnar fjölskyldu meðal annars á klukkutíma vinnustaðafundi blaðlaust. Leikskólakennarar eru mjög mikilvæg stétt sem við ættum að hampa frekar í okkar samfélagi. Á það hef ég minnst á öllum mínum fundum í kosningabaráttunni. Tveir dagar eru til kosninga og hefur Halla Tómasdóttir verið að sækja í sig verðið í könnunum síðustu vikna. Mældist hún rétt undir 20 prósentum í könnun sem fréttastofa 365 lét gera og birtist í Fréttablaðinu í morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira