Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum jóhann óli eiðsson skrifar 23. júní 2016 09:57 Halla Tómasdóttir mælist nú með næstmest fylgi frambjóðenda. vísir/stefán „Ég er hrærð og ánægð með meðbyrinn sem ég finn,“ segir Halla Tómasdóttir í samtali við Vísi. Halla tekur stórt stökk í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en hún bætir við sig um tíu prósentum milli vikna. „Ég bjóst við því að bæta við mig en átti ekki von á svona miklu stökki. Ég hef fundið gífurlegan og vaxandi meðbyr hvert sem ég hef komið,“ segir Halla. „Ég hef alltaf trúað því að því að eftir því sem ég hitti fleiri, á samtalið um hvernig samfélag og hvernig gildi við viljum að landið okkar endurspegli, að þá muni fylgið aukast.“ Halla mælist nú með 19,6 prósent og nýtur næstmests stuðnings frambjóðenda. Guðni Th. Jóhannesson leiðir með 49 prósent en hann tapar sjö prósentum milli vikna. Fylgi Andra Snæs Magnasonar og Davíðs Oddssonar mælist tæp þrettán prósent. Aðspurð segist Halla ekki bölva því að kjördagur sé á laugardaginn en ekki síðar. „Ég bölva aldrei neinu en ég get ekki neitað því að ég myndi þiggja örfáa daga í viðbót. Með auknum stuðningi hafa fleiri vinnustaðir falast eftir því að fá mig í heimsókn. Mér sýnist ég muni ekki komast á alla staði á þessum tíma.“Ætlar að njóta síðustu daga baráttunnar Líkt og áður segir mælist Guðni Th. með mest fylgi og Halla með næstmest. Hún telur að þrátt fyrir að kjördagur nálgist óðfluga geti enn margt gerst. „Þú sérð það að í upphafi mældist ég með um eitt prósent en nú eru þau hátt í tuttugu. Í flestum könnunum hafa verið gerðar er hlutfall þeirra sem tekur ekki afstöðu tiltölulega hátt svo það getur margt breyst.“ Landsmenn ganga að kjörborðinu komandi laugardag og það er heilmikil dagskrá fram að því. Í kvöld eru kappræður frambjóðenda á Stöð 2 og á morgun á RÚV auk viðtala á hinum ýmsu miðlum þess á milli. Að auki eru fjölmargar heimsóknir en Halla hefur haldið sinn síðasta opna fund. „Sá síðasti var á Selfossi í gær. Þar var einstakt andrúmsloft enda heimabær Jóns Daða og allir í skýjunum eftir leikinn,“ segir Halla. Þrátt fyrir þétta dagskrá ætlar hún að finna sér tíma til að njóta síðustu daga baráttunnar í botn. „Þegar ég lagði af stað í þessa vegferð þá ætlaði ég mér í þetta af gleði. Þetta hefur verið algjört og frábært ævintýri frá upphafi til enda. Ég vil einnig nýta tækifærið til að þakka öllu því frábæra fólki sem hefur lagt mér lið, stutt mig í gegnum þetta ferli og gert það svona ógleymanlegt,“ segir Halla að lokum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Ég er hrærð og ánægð með meðbyrinn sem ég finn,“ segir Halla Tómasdóttir í samtali við Vísi. Halla tekur stórt stökk í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en hún bætir við sig um tíu prósentum milli vikna. „Ég bjóst við því að bæta við mig en átti ekki von á svona miklu stökki. Ég hef fundið gífurlegan og vaxandi meðbyr hvert sem ég hef komið,“ segir Halla. „Ég hef alltaf trúað því að því að eftir því sem ég hitti fleiri, á samtalið um hvernig samfélag og hvernig gildi við viljum að landið okkar endurspegli, að þá muni fylgið aukast.“ Halla mælist nú með 19,6 prósent og nýtur næstmests stuðnings frambjóðenda. Guðni Th. Jóhannesson leiðir með 49 prósent en hann tapar sjö prósentum milli vikna. Fylgi Andra Snæs Magnasonar og Davíðs Oddssonar mælist tæp þrettán prósent. Aðspurð segist Halla ekki bölva því að kjördagur sé á laugardaginn en ekki síðar. „Ég bölva aldrei neinu en ég get ekki neitað því að ég myndi þiggja örfáa daga í viðbót. Með auknum stuðningi hafa fleiri vinnustaðir falast eftir því að fá mig í heimsókn. Mér sýnist ég muni ekki komast á alla staði á þessum tíma.“Ætlar að njóta síðustu daga baráttunnar Líkt og áður segir mælist Guðni Th. með mest fylgi og Halla með næstmest. Hún telur að þrátt fyrir að kjördagur nálgist óðfluga geti enn margt gerst. „Þú sérð það að í upphafi mældist ég með um eitt prósent en nú eru þau hátt í tuttugu. Í flestum könnunum hafa verið gerðar er hlutfall þeirra sem tekur ekki afstöðu tiltölulega hátt svo það getur margt breyst.“ Landsmenn ganga að kjörborðinu komandi laugardag og það er heilmikil dagskrá fram að því. Í kvöld eru kappræður frambjóðenda á Stöð 2 og á morgun á RÚV auk viðtala á hinum ýmsu miðlum þess á milli. Að auki eru fjölmargar heimsóknir en Halla hefur haldið sinn síðasta opna fund. „Sá síðasti var á Selfossi í gær. Þar var einstakt andrúmsloft enda heimabær Jóns Daða og allir í skýjunum eftir leikinn,“ segir Halla. Þrátt fyrir þétta dagskrá ætlar hún að finna sér tíma til að njóta síðustu daga baráttunnar í botn. „Þegar ég lagði af stað í þessa vegferð þá ætlaði ég mér í þetta af gleði. Þetta hefur verið algjört og frábært ævintýri frá upphafi til enda. Ég vil einnig nýta tækifærið til að þakka öllu því frábæra fólki sem hefur lagt mér lið, stutt mig í gegnum þetta ferli og gert það svona ógleymanlegt,“ segir Halla að lokum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00
Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00