Næstum fimm prósent þjóðarinnar hafa þegar kosið í forsetakosningum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júní 2016 16:28 Kjósendur greiða atkvæði sem enda í sérstökum kjörkössum. Vísir/Stefán Tæplega ellefu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar í komandi forsetakosningum en þær fara fram þann 25. júní næstkomandi. Þetta er gífurleg fjölgun utankjörfundaratkvæða milli forsetakosninga en á sama tíma fyrir fjórum árum, það er þegar tæp vika var til kjördags, höfðu 5500 kosningabærra aðila greitt atkvæði. Tölurnar eru ekki að fullu samanburðarhæfar sökum þess að tölurnar frá 2012 koma einungis frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en síðan þá hafa sýslumannsembættin verið sameinuð. Þó skýrir það eitt ekki þessa miklu fjölgun á utankjörfundaratkvæðum segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur Evrópumótið í knattspyrnu spila inn í þessa fjölgun.Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, greiðir atkvæði ásamt sinni ektakvinnu, Dorrit Moussaieff, í síðustu forsetakosningum.VísirHún segir þó að enn sé ekki hægt að dæma um það hvort þetta sé viðbót við heildartölu þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar. Árið 2012 greiddu rétt rúmlega tuttugu þúsund atkvæði utankjörfundar þegar allt kom til alls. Bættust flestir við á síðustu tveimur dögunum fyrir kjördag eða rétt tæplega sjöþúsund samtals. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 30. apríl síðastliðinn og þá gátu kjósendur greitt atkvæði hjá embættum sýslumanna. Frá og með 9. júní síðastliðnum hefur atkvæðagreiðsla utan kjörfundar aðeins farið fram í Perlunni. Þeir sem búa erlendis geta sent atkvæði sitt til sýslumanna fram að kjördegi í þar til gerðu umslagi. Aðfaranótt sunnudagsins næstkomandi verður ljóst hver kemur til með að gegna embætti forseta Íslands næstu fjögur árin. Níu manns eru í framboði og ráða landsmenn úrslitum en 245 þúsund manns eru á kjörskrá. Því er langt frá því að úrslit séu ráðin en aðeins 4,3 prósent hafa greitt atkvæði enn sem komið er. Í síðustu kosningum, árið 2012, var kosningaþátttaka 69,3 prósent. Vísir hvetur kjósendur til þess að kynna sér frambjóðendur á kosningavef Vísis. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Tæplega ellefu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar í komandi forsetakosningum en þær fara fram þann 25. júní næstkomandi. Þetta er gífurleg fjölgun utankjörfundaratkvæða milli forsetakosninga en á sama tíma fyrir fjórum árum, það er þegar tæp vika var til kjördags, höfðu 5500 kosningabærra aðila greitt atkvæði. Tölurnar eru ekki að fullu samanburðarhæfar sökum þess að tölurnar frá 2012 koma einungis frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en síðan þá hafa sýslumannsembættin verið sameinuð. Þó skýrir það eitt ekki þessa miklu fjölgun á utankjörfundaratkvæðum segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur Evrópumótið í knattspyrnu spila inn í þessa fjölgun.Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, greiðir atkvæði ásamt sinni ektakvinnu, Dorrit Moussaieff, í síðustu forsetakosningum.VísirHún segir þó að enn sé ekki hægt að dæma um það hvort þetta sé viðbót við heildartölu þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar. Árið 2012 greiddu rétt rúmlega tuttugu þúsund atkvæði utankjörfundar þegar allt kom til alls. Bættust flestir við á síðustu tveimur dögunum fyrir kjördag eða rétt tæplega sjöþúsund samtals. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 30. apríl síðastliðinn og þá gátu kjósendur greitt atkvæði hjá embættum sýslumanna. Frá og með 9. júní síðastliðnum hefur atkvæðagreiðsla utan kjörfundar aðeins farið fram í Perlunni. Þeir sem búa erlendis geta sent atkvæði sitt til sýslumanna fram að kjördegi í þar til gerðu umslagi. Aðfaranótt sunnudagsins næstkomandi verður ljóst hver kemur til með að gegna embætti forseta Íslands næstu fjögur árin. Níu manns eru í framboði og ráða landsmenn úrslitum en 245 þúsund manns eru á kjörskrá. Því er langt frá því að úrslit séu ráðin en aðeins 4,3 prósent hafa greitt atkvæði enn sem komið er. Í síðustu kosningum, árið 2012, var kosningaþátttaka 69,3 prósent. Vísir hvetur kjósendur til þess að kynna sér frambjóðendur á kosningavef Vísis.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira