Hver er Guðni Th. Jóhannesson? Jónas Knútsson skrifar 20. júní 2016 14:08 Ég hef reynt Guðna Th. Jóhannesson að heilindum í stóru sem smáu lengur en í þrjátíu ár. Á fermingaraldri missti Guðni föður sinn og bar þennan harm sem genginn væri úr Íslendingasögunum. Gullið skírist í eldinum. Þegar afburðamenn á borð við Guðna snúa heim úr löngu og ströngu námi er oft þrautin þyngri að nýta gáfur þeirra og getu til fullnustu í litlu landi en um mannkostu Guðna geta hundruð sagnfræðinga sem setið hafa námskeið hans og fyrirlestra vottað. Hefur hann ritað um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og sjálft hrunið af harðöguðu hlutleysi nánast í hita leiksins svo að ekki þarf um að efast að auðnist honum að verða forseti allra landsmanna og enginn verði þar undan skilinn. Þegar hrunið dundi á Guðna af fyllstu hörku, fimm barna fjölskylduföður, heyrði ég hann aldrei kvarta eða kveina heldur bar hann sig eftir björginni í hljóði. Nú hefur hann leyft sér að hafa skoðanir á hinu og þessu, enda prófessor í nútímasögu, en vilji menn bendla Guðna við einhverjar fylkingar eða flokka í hálfkæringi skulu þeir hafa í huga að vettvangur íslenskra stjórnmála er í vissum skilningi verndaður vinnustaður en slíkrar verndar hefur Guðni Th. Jóhannesson aldrei notið. Aldrei. Þegar Guðni byrjaði að lesa fyrir gamla fólkið á Aflagranda og gegna sjálfboðastörfum fyrir Rauða krossinn á Landspítalanum var það eftir eðli hans og upplagi. Um þær mundir var forsetastóllinn honum eins fjarlægur og páfadæmi í Vatikaninu eins og allir sem til þekkja geta borið um. Nú hafa menn fastmótaðar skoðanir á embætti forseta Íslands og ætla ég mér síður en svo að bregða mér í völvulíki eða véfréttar í þeim efnum. En þegar við Guðni „förum í sund", eins og hann kallar það, göngum við allan tímann á eftir Sæþóri litla syni hans sem þrammar um laugina þvera og endilanga eins og einhver herforingi hlaupinn í þvotti og við Guðni marsérum á eftir honum líkt og tveggja manna fótgöngulið fram og til baka og rétt náum að blotna í fætur. En er þetta sambland af árvekni og þolinmæði ekki einmitt það sem góðan forseta þarf að prýða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ég hef reynt Guðna Th. Jóhannesson að heilindum í stóru sem smáu lengur en í þrjátíu ár. Á fermingaraldri missti Guðni föður sinn og bar þennan harm sem genginn væri úr Íslendingasögunum. Gullið skírist í eldinum. Þegar afburðamenn á borð við Guðna snúa heim úr löngu og ströngu námi er oft þrautin þyngri að nýta gáfur þeirra og getu til fullnustu í litlu landi en um mannkostu Guðna geta hundruð sagnfræðinga sem setið hafa námskeið hans og fyrirlestra vottað. Hefur hann ritað um Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og sjálft hrunið af harðöguðu hlutleysi nánast í hita leiksins svo að ekki þarf um að efast að auðnist honum að verða forseti allra landsmanna og enginn verði þar undan skilinn. Þegar hrunið dundi á Guðna af fyllstu hörku, fimm barna fjölskylduföður, heyrði ég hann aldrei kvarta eða kveina heldur bar hann sig eftir björginni í hljóði. Nú hefur hann leyft sér að hafa skoðanir á hinu og þessu, enda prófessor í nútímasögu, en vilji menn bendla Guðna við einhverjar fylkingar eða flokka í hálfkæringi skulu þeir hafa í huga að vettvangur íslenskra stjórnmála er í vissum skilningi verndaður vinnustaður en slíkrar verndar hefur Guðni Th. Jóhannesson aldrei notið. Aldrei. Þegar Guðni byrjaði að lesa fyrir gamla fólkið á Aflagranda og gegna sjálfboðastörfum fyrir Rauða krossinn á Landspítalanum var það eftir eðli hans og upplagi. Um þær mundir var forsetastóllinn honum eins fjarlægur og páfadæmi í Vatikaninu eins og allir sem til þekkja geta borið um. Nú hafa menn fastmótaðar skoðanir á embætti forseta Íslands og ætla ég mér síður en svo að bregða mér í völvulíki eða véfréttar í þeim efnum. En þegar við Guðni „förum í sund", eins og hann kallar það, göngum við allan tímann á eftir Sæþóri litla syni hans sem þrammar um laugina þvera og endilanga eins og einhver herforingi hlaupinn í þvotti og við Guðni marsérum á eftir honum líkt og tveggja manna fótgöngulið fram og til baka og rétt náum að blotna í fætur. En er þetta sambland af árvekni og þolinmæði ekki einmitt það sem góðan forseta þarf að prýða?
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar