Íslamska ríkið grunað um árásina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Glerbrot á gólfi Ataturk-flugvallar áður en þau voru hreinsuð upp. Nordicphotos/AFP Þjóðarsorg var um allt Tyrkland í gær. Allt að 41 er nú talinn látinn eftir skot- og sprengjuárás á Atatürk-flugvöllinn í Istanbúl, fjölmennustu borg landsins, í fyrradag. Þar af voru 13 ferðamenn. 239 eru særðir eftir árásina, þar af liggja 109 enn á spítala. Frá þessu greindi Vasip Sahin, borgarstjóri Istanbúl, í gær. Hreingerningarstarfsfólk vann í alla fyrrinótt við að sópa upp glerbrotum á meðan viðhaldi var einnig sinnt á gólfflísum og ýmsum raftækjum. Þá gekk þungvopnað öryggisgæslulið um flugvöllinn í gær. Þrír hryðjuverkamenn gerðu árás á komusal flugvallarins og bílastæði við salinn með byssum. Þegar löggæslumenn mættu á vettvang og skutu á mennina sprengdu þeir sig í loft upp. Ekki hafa verið borin kennsl á lík árásarmannanna. Þó segist CNN hafa heimildir fyrir því að enginn þeirra hafi verið tyrkneskur ríkisborgari. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við fjölmiðla í gær að upplýsingar frá rannsóknarlögreglu bentu til þess að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beri ábyrgð á árásinni. Það sé þó ekki víst enda rannsókn ekki lokið. „Hryðjuverkamennirnir komu til flugvallarins í leigubíl og réðust síðan á fólk. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir hafi skotið úr byssum sínum allir þrír og síðan sprengt sig í loft upp,“ sagði Yildirim. Þá greinir CNN frá því að heimildarmenn stöðvarinnar innan CIA segi Íslamska ríkið líklega hafa staðið að árásinni eða að minnsta kosti hóp sem sæki innblástur til Íslamska ríkisins.Recep Tayyip Erdoganvísir/nordic photosRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði í gær eftir því að alþjóðasamfélagið sameinaði krafta sína til að berjast gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar. „Í augum hryðjuverkasamtaka er enginn munur á Istanbúl og Lundúnum, Ankara og Berlín, Izmír og Chicago eða Antalya og Róm,“ sagði forsetinn. „Ef gjörvallt mannkyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað.“ Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá áramótum, þar af fjórar í Istanbúl. Alls hafa um 140 fallið í árásunum átta, flestir í árásinni í fyrradag. Herskár armur Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefur lýst yfir ábyrgð á fimm árásum. Íslamska ríkinu hefur verið kennt um hinar þrjár. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þjóðarsorg var um allt Tyrkland í gær. Allt að 41 er nú talinn látinn eftir skot- og sprengjuárás á Atatürk-flugvöllinn í Istanbúl, fjölmennustu borg landsins, í fyrradag. Þar af voru 13 ferðamenn. 239 eru særðir eftir árásina, þar af liggja 109 enn á spítala. Frá þessu greindi Vasip Sahin, borgarstjóri Istanbúl, í gær. Hreingerningarstarfsfólk vann í alla fyrrinótt við að sópa upp glerbrotum á meðan viðhaldi var einnig sinnt á gólfflísum og ýmsum raftækjum. Þá gekk þungvopnað öryggisgæslulið um flugvöllinn í gær. Þrír hryðjuverkamenn gerðu árás á komusal flugvallarins og bílastæði við salinn með byssum. Þegar löggæslumenn mættu á vettvang og skutu á mennina sprengdu þeir sig í loft upp. Ekki hafa verið borin kennsl á lík árásarmannanna. Þó segist CNN hafa heimildir fyrir því að enginn þeirra hafi verið tyrkneskur ríkisborgari. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við fjölmiðla í gær að upplýsingar frá rannsóknarlögreglu bentu til þess að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beri ábyrgð á árásinni. Það sé þó ekki víst enda rannsókn ekki lokið. „Hryðjuverkamennirnir komu til flugvallarins í leigubíl og réðust síðan á fólk. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir hafi skotið úr byssum sínum allir þrír og síðan sprengt sig í loft upp,“ sagði Yildirim. Þá greinir CNN frá því að heimildarmenn stöðvarinnar innan CIA segi Íslamska ríkið líklega hafa staðið að árásinni eða að minnsta kosti hóp sem sæki innblástur til Íslamska ríkisins.Recep Tayyip Erdoganvísir/nordic photosRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, kallaði í gær eftir því að alþjóðasamfélagið sameinaði krafta sína til að berjast gegn hryðjuverkum í kjölfar árásarinnar. „Í augum hryðjuverkasamtaka er enginn munur á Istanbúl og Lundúnum, Ankara og Berlín, Izmír og Chicago eða Antalya og Róm,“ sagði forsetinn. „Ef gjörvallt mannkyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað.“ Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá áramótum, þar af fjórar í Istanbúl. Alls hafa um 140 fallið í árásunum átta, flestir í árásinni í fyrradag. Herskár armur Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefur lýst yfir ábyrgð á fimm árásum. Íslamska ríkinu hefur verið kennt um hinar þrjár.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira