Sebastian Vettel á Ferrari fór inn í tímatökuna vitandi að hann yrði færður aftur um fimm sæti á ráslínu. Ferrari þurfti að setja nýjan gírkassa í bíl Vettel.
Marcus Ericsson á Sauber tók ekki þátt í tímatökunni eftir harðan árekstur við varnarvegg á þriðju æfingunni í morgun.
Í fyrstu lotu féllu úr leik: Jenson Button á McLaren, Jolyon Palmer á Renault og Felipe Nasr á Sauber og svo Manor ökumennirnir.
Þeir sem komast áfram úr annarri lotu í þá þriðju ræsa keppnina á þeim dekkjum sem þeir setja hraðasta hringinn á í annarri lotu. Ökumenn vanda sig því við að aka hratt en fara varlega með dekkin.
Kimi Raikkonen var í vandræðum hann snérist í sinni fyrstu tilraun í annarri lotu og læsti í annarri tilraun og þurfti að reyna í þriðja skiptið til að setja tíma sem skilað honum í gegnum aðra lotu.
Í annarri lotu duttu Haas ökumennirnir út ásamt Sergio Perez á Force India, Felipe Massa á Williams, Daniil Kvyat á Toro Rosso og Kevin Magnussen á Renault.
Í fyrstu tilraun til að ná ráspól í þriðju lotu var Hamilton þriðjung úr sekúndu á undan Rosberg. Tíma Hamilton var hins vegar eytt vegna þess að hann fór með öll fjögur dekkin út af brautinni í beygju níu. Rosberg var því á ráspól eftir fyrstu tilraun allra ökumanna.
Hamilton fór fyrstur út í aðra tilraun til að reyna að tryggja að hann hefði tvær tilraunir ef eitthvað klikkaði. Hamilton var nógu snöggur til að ná ráspól af Rosberg í lokatilrauninni.
Hamilton stal því ráspól af Rosberg eftir að tímanum hans hafði verið eytt . Ricciardo tapaði í fyrsta skipti á tímabilinu fyrir liðsfélaga sínum í tímatöku.
Bein útsending frá keppninni hefst klukka 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport.
Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar.