Hvernig kemur Jose Aldo til baka? Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júlí 2016 14:30 Vísir/Getty Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. Aldo var steinrotaður af Conor McGregor í desember í fyrra. Aldo hafði verið UFC meistari í rúm fjögur ár áður en hann tapaði beltinu og er ákveðinn í að ná beltinu aftur. Hann fær tækifæri til þess í kvöld þegar hann mætir Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn úr viðureign þeirra mun svo mæta Conor McGregor. Aldo var alltaf þekktur fyrir að vera með harða höku og var það talið ómögulegt verk að rota hann. Það er oft talað um að eftir fyrsta rothöggið eiga bardagamenn í meiri erfiðleikum með að taka við höggum en áður og að hakan þeirra veikist. Þetta sáum við með Chuck Liddell á sínum tíma. Chuck Liddell var alltaf tilbúinn að taka við einu höggi til að veita annað og treysti á getu sína til að taka við höggum. Eftir fyrsta tapið eftir rothögg snarminnkaði getan hans til að taka við höggum og voru hans þrjú síðustu töp á ferlinum öll eftir rothögg. Nú er spurning hvort það sama verði upp á teningnum hjá Jose Aldo. Mun hann geta staðið af sér högg Frankie Edgar líkt og hann gat áður? Þeir Aldo og Edgar mættust fyrst árið 2012. Þá var Aldo fjaðurvigtarmeistarinn og Frankie Edgar nýkominn niður í fjaðurvigt eftir að hafa tapað léttvigtarbeltinu. Bardaginn var hnífjafn þar sem Aldo sigraði eftir dómaraákvörðun. Nú, fjórum árum síðar, eru breyttar aðstæður. Aldo er ekki lengur fjaðurvigtarmeistari og telja margir að hann sé ekki jafn góður í dag og hann var þá. Að sama skapi hefur Frankie Edgar sennilega aldrei verið betri og hefur hann sigrað fimm bardaga í röð gegnum sterkum andstæðingum. Síðast sáum við hann rota Chad Mendes í fyrstu lotu en enginn hefur klárað Mendes jafn fljótt og Edgar gerði. Búist er við jöfnum og spennandi bardaga í kvöld. Edgar er örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum og verður gaman að sjá hvernig Aldo kemur til baka. Við höfum heyrt sömu gömlu góðu tugguna hjá Aldo fyrir þennan bardaga. Hann hefur aldrei verið jafn hungraður, aldrei æft jafn vel fyrir bardaga og að þetta tap hafi verið akkúrat það sem hann þurfti til að kveikja eldmóðinn aftur. Við vitum hins vegar ekki hvaða áhrif þetta tap mun hafa á hann fyrr en við sjáum hann í búrinu í kvöld. UFC 200 hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Sjá meira
Fyrrum fjaðurvigtarkóngurinn Jose Aldo snýr aftur í kvöld eftir 13 sekúndna tap sitt gegn Conor McGregor. Aldo stendur nú á ákveðnum krossgötum og verður afar áhugavert að sjá hvernig hann kemur til baka eftir sitt fyrsta tap í tíu ár. Aldo var steinrotaður af Conor McGregor í desember í fyrra. Aldo hafði verið UFC meistari í rúm fjögur ár áður en hann tapaði beltinu og er ákveðinn í að ná beltinu aftur. Hann fær tækifæri til þess í kvöld þegar hann mætir Frankie Edgar um bráðabirgðartitilinn (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Sigurvegarinn úr viðureign þeirra mun svo mæta Conor McGregor. Aldo var alltaf þekktur fyrir að vera með harða höku og var það talið ómögulegt verk að rota hann. Það er oft talað um að eftir fyrsta rothöggið eiga bardagamenn í meiri erfiðleikum með að taka við höggum en áður og að hakan þeirra veikist. Þetta sáum við með Chuck Liddell á sínum tíma. Chuck Liddell var alltaf tilbúinn að taka við einu höggi til að veita annað og treysti á getu sína til að taka við höggum. Eftir fyrsta tapið eftir rothögg snarminnkaði getan hans til að taka við höggum og voru hans þrjú síðustu töp á ferlinum öll eftir rothögg. Nú er spurning hvort það sama verði upp á teningnum hjá Jose Aldo. Mun hann geta staðið af sér högg Frankie Edgar líkt og hann gat áður? Þeir Aldo og Edgar mættust fyrst árið 2012. Þá var Aldo fjaðurvigtarmeistarinn og Frankie Edgar nýkominn niður í fjaðurvigt eftir að hafa tapað léttvigtarbeltinu. Bardaginn var hnífjafn þar sem Aldo sigraði eftir dómaraákvörðun. Nú, fjórum árum síðar, eru breyttar aðstæður. Aldo er ekki lengur fjaðurvigtarmeistari og telja margir að hann sé ekki jafn góður í dag og hann var þá. Að sama skapi hefur Frankie Edgar sennilega aldrei verið betri og hefur hann sigrað fimm bardaga í röð gegnum sterkum andstæðingum. Síðast sáum við hann rota Chad Mendes í fyrstu lotu en enginn hefur klárað Mendes jafn fljótt og Edgar gerði. Búist er við jöfnum og spennandi bardaga í kvöld. Edgar er örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum og verður gaman að sjá hvernig Aldo kemur til baka. Við höfum heyrt sömu gömlu góðu tugguna hjá Aldo fyrir þennan bardaga. Hann hefur aldrei verið jafn hungraður, aldrei æft jafn vel fyrir bardaga og að þetta tap hafi verið akkúrat það sem hann þurfti til að kveikja eldmóðinn aftur. Við vitum hins vegar ekki hvaða áhrif þetta tap mun hafa á hann fyrr en við sjáum hann í búrinu í kvöld. UFC 200 hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15 Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30 Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Jones og Cormier Aðalbardaginn á stærsta kvöldi í sögu UFC hefur verið blásinn af þar sem Jon Jones virðist hafa fallið á lyfjaprófi. 7. júlí 2016 10:15
Köngulóin kemur til bjargar Daniel Cormier mun geta keppt á UFC 200 eftir allt saman. 8. júlí 2016 13:30
Dana sér ekkert eftir því að hafa hent Conor úr UFC 200 UFC varð fyrir miklu áfalli í nótt er sambandið varð að blása af aðalabardagann á UFC 200. Þetta er í annað sinn sem þarf að skipta um aðalbardagann á þessu kvöldi. 7. júlí 2016 23:45