Bandarískt þjóðfélag í uppnámi Guðsteinn Bjarnason og Ólöf Skaftadóttir skrifa 9. júlí 2016 08:00 Fjöldi fólks safnaðist saman í hinum ýmsu stórborgum í Bandaríkjunum til að mótmæla lögregluofbeldi. Vísir/NordicPhotos Bandarískt þjóðfélag logar vegna framferðis hvítra lögreglumanna gegn svörtum almenningi. Í hvert sinn sem fréttir berast af því að svartur maður hafi látið lífið eftir að hafa orðið á vegi lögreglumanna, þá magnast fjandskapurinn í garð lögreglunnar. Þúsundir manna safnast reglulega saman í borgum landsins til að minna lögregluna á, að líf svartra skipta máli. Í hverjum mánuði falla halda samt tugir manna áfram að falla fyrir skotum úr byssum lögreglumanna. Í fyrrakvöld gerðist það svo að fimm lögreglumenn voru myrtir í Dallas, skammt frá þeim stað þar sem John F. Kennedy forseti var myrtur árið 1963. Sjö lögreglumenn að auki særðust, sumir alvarlega, en árásarmennirnir voru fjórir. Þrír þeirra eru í haldi lögreglunnar en sá fjórði lést þegar lögreglan sprengdi sprengju, sem hann var með á sér. Þetta gerðist þegar þúsundir manna voru úti á götum að taka þátt í friðsamlegum mótmælum gegn lögregluofbeldi. Árásaramennirnir biðu þangað til mótmælendurnir voru komnir framhjá og réðust þá á lögregluna, sem stóð á verði.Fólk safnaðist saman í bænum Baton Rouge í Louisiana til að mótmæla lögregluofbeldi.Vísir/NordicPhotos„Þessu verður að linna” „Þessu verður að linna, þessum illdeilum milli lögreglunnar okkar og almennings,” sagði David Brown, lögreglustjóri í Dallas, við fjölmiðla í gær og dró enga fjöður yfir það að lögreglan er ekki vel liðin þessa dagana. „Flesta daga finnum við ekki fyrir miklum stuðningi.” Yfirmenn lögreglunnar í Dallas hafa reyndar lagt á það mikla áherslu undanfarið, meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum, að breyta vinnubrögðum sínu og hugarfari til að draga úr líkum á ástæðulausu ofbeldi. Brown lögregluforingi óskaði eindregið eftir því að almenningur taki sér nú stöðu með lögreglunni: „Við þurfum ykkar stuðning til að geta verndað ykkur gegn mönnum á borð við þessa, sem frömdu þennan hörmulega verknað.”Ekkert sem réttlætir Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti í gærmorgun stutt ávarp í tilefni þessara atburða, þar sem hann er staddur í Póllandi á leiðtogafundi NATO. „Ég tel mig tala fyrir hvern einasta Bandaríkjamann þegar ég segi að þessir atburðir vekji með okkur andstyggð og að við stöndum öll saman með fólkinu og lögregludeildinni í Dallas,” sagði Obama. „Það er ekkert sem réttlætir árásir af þessu tagi eða ofbeldi hvers konar gegn lögreglunni.” Daginn áður hafði hann samt einnig ávarpað fjölmiðla, þá nýkominn til Póllands, en í það skiptið var tilefni ávarpsins atburðirnir í Louisiana og Minnesota fyrr í vikunni, þar sem hvítir lögreglumenn höfðu drepið þeldökka menn, gjörsamlega að ástæðulausu eftir því sem best varð séð af myndböndum. Þessi dráp urðu til þess að þúsundir Bandaríkjamanna flykktust út á götur í mörgum stærstu borgum landsins til að mótmæla lögregluofbeldi gegn þeldökku fólki. „Við höfum of oft séð harmleiki af þessu tagi,” sagði Obama þá, og bætti því við að skotárásir af þessu tagi hljóti að valda öllum Bandaríkjamönnum óhug.Bandarískt samfélag er í uppnámiVísir/NordicPhotosEkki einangruð atvik „Þetta eru nefnilega ekki einangruð atvik. Þau eru einkenni á víðtækara kynþáttamisræmi í löggæslukerfinu okkar.” Hann hrósaði samt lögreglunni almennt fyrir góð og mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar, og í gær minnti aftur á þær fórnir sem lögreglan færir í daglegum störfum sínum. Hann minnti jafnframt á hina hörðu andstöðu, sem allar tilraunir til að herða skotvopnalöggjöf landsins hafa mætt af hálfu Repúblikanaflokksins og hinna fjársterku samtaka skotvopnaeigenda: „Við vitum að þegar fólk er vopnað öflugum vopnum, þá gerir það illu heilli árásir af þessu tagi enn banvænni og sorglegri, og á næstu dögum munum við þurfa að skoða þennan raunveruleika líka.”Þjóðfélag í uppnámi Bandarískt þjóðfélag er tvímælalaust í uppnámi vegna þessara atburða, bæði þeir sem ekki eru hvítir á hörund og þykir látlaust að sér vegið, en nú ekki síður hinir sem nú sjá hugsanlega fram á harðari átök. Enn er þó allt óljóst um framhaldið. Forsetakosningarnar, sem verða haldnar í nóvember næstkomandi, verða að öllum líkindum með þeim skrautlegri í sögunni og alveg eins líklegt að bæði lögreglumorðin í Dallas og kynþáttafordómar hvítra lögreglumanna muni setja svip sinn á hana. Væntanleg forsetaefni beggja stóru flokkanna, þau Hillary Clinton og Donald Trump, hafa bæði frestað framboðsfundum sínum vegna atburða vikunnar. Bæði hörmuðu þau og fordæmdu lögreglumorðin í Dallas og sögðu huga sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu. Trump sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði: „Við verðum að endurheimta lög og reglu. Við verðum að endurreisa trú almennings hér á að geta verið öruggt á heimilum sínum og úti á götum.” Black Lives Matter Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Bandarískt þjóðfélag logar vegna framferðis hvítra lögreglumanna gegn svörtum almenningi. Í hvert sinn sem fréttir berast af því að svartur maður hafi látið lífið eftir að hafa orðið á vegi lögreglumanna, þá magnast fjandskapurinn í garð lögreglunnar. Þúsundir manna safnast reglulega saman í borgum landsins til að minna lögregluna á, að líf svartra skipta máli. Í hverjum mánuði falla halda samt tugir manna áfram að falla fyrir skotum úr byssum lögreglumanna. Í fyrrakvöld gerðist það svo að fimm lögreglumenn voru myrtir í Dallas, skammt frá þeim stað þar sem John F. Kennedy forseti var myrtur árið 1963. Sjö lögreglumenn að auki særðust, sumir alvarlega, en árásarmennirnir voru fjórir. Þrír þeirra eru í haldi lögreglunnar en sá fjórði lést þegar lögreglan sprengdi sprengju, sem hann var með á sér. Þetta gerðist þegar þúsundir manna voru úti á götum að taka þátt í friðsamlegum mótmælum gegn lögregluofbeldi. Árásaramennirnir biðu þangað til mótmælendurnir voru komnir framhjá og réðust þá á lögregluna, sem stóð á verði.Fólk safnaðist saman í bænum Baton Rouge í Louisiana til að mótmæla lögregluofbeldi.Vísir/NordicPhotos„Þessu verður að linna” „Þessu verður að linna, þessum illdeilum milli lögreglunnar okkar og almennings,” sagði David Brown, lögreglustjóri í Dallas, við fjölmiðla í gær og dró enga fjöður yfir það að lögreglan er ekki vel liðin þessa dagana. „Flesta daga finnum við ekki fyrir miklum stuðningi.” Yfirmenn lögreglunnar í Dallas hafa reyndar lagt á það mikla áherslu undanfarið, meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum, að breyta vinnubrögðum sínu og hugarfari til að draga úr líkum á ástæðulausu ofbeldi. Brown lögregluforingi óskaði eindregið eftir því að almenningur taki sér nú stöðu með lögreglunni: „Við þurfum ykkar stuðning til að geta verndað ykkur gegn mönnum á borð við þessa, sem frömdu þennan hörmulega verknað.”Ekkert sem réttlætir Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti í gærmorgun stutt ávarp í tilefni þessara atburða, þar sem hann er staddur í Póllandi á leiðtogafundi NATO. „Ég tel mig tala fyrir hvern einasta Bandaríkjamann þegar ég segi að þessir atburðir vekji með okkur andstyggð og að við stöndum öll saman með fólkinu og lögregludeildinni í Dallas,” sagði Obama. „Það er ekkert sem réttlætir árásir af þessu tagi eða ofbeldi hvers konar gegn lögreglunni.” Daginn áður hafði hann samt einnig ávarpað fjölmiðla, þá nýkominn til Póllands, en í það skiptið var tilefni ávarpsins atburðirnir í Louisiana og Minnesota fyrr í vikunni, þar sem hvítir lögreglumenn höfðu drepið þeldökka menn, gjörsamlega að ástæðulausu eftir því sem best varð séð af myndböndum. Þessi dráp urðu til þess að þúsundir Bandaríkjamanna flykktust út á götur í mörgum stærstu borgum landsins til að mótmæla lögregluofbeldi gegn þeldökku fólki. „Við höfum of oft séð harmleiki af þessu tagi,” sagði Obama þá, og bætti því við að skotárásir af þessu tagi hljóti að valda öllum Bandaríkjamönnum óhug.Bandarískt samfélag er í uppnámiVísir/NordicPhotosEkki einangruð atvik „Þetta eru nefnilega ekki einangruð atvik. Þau eru einkenni á víðtækara kynþáttamisræmi í löggæslukerfinu okkar.” Hann hrósaði samt lögreglunni almennt fyrir góð og mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar, og í gær minnti aftur á þær fórnir sem lögreglan færir í daglegum störfum sínum. Hann minnti jafnframt á hina hörðu andstöðu, sem allar tilraunir til að herða skotvopnalöggjöf landsins hafa mætt af hálfu Repúblikanaflokksins og hinna fjársterku samtaka skotvopnaeigenda: „Við vitum að þegar fólk er vopnað öflugum vopnum, þá gerir það illu heilli árásir af þessu tagi enn banvænni og sorglegri, og á næstu dögum munum við þurfa að skoða þennan raunveruleika líka.”Þjóðfélag í uppnámi Bandarískt þjóðfélag er tvímælalaust í uppnámi vegna þessara atburða, bæði þeir sem ekki eru hvítir á hörund og þykir látlaust að sér vegið, en nú ekki síður hinir sem nú sjá hugsanlega fram á harðari átök. Enn er þó allt óljóst um framhaldið. Forsetakosningarnar, sem verða haldnar í nóvember næstkomandi, verða að öllum líkindum með þeim skrautlegri í sögunni og alveg eins líklegt að bæði lögreglumorðin í Dallas og kynþáttafordómar hvítra lögreglumanna muni setja svip sinn á hana. Væntanleg forsetaefni beggja stóru flokkanna, þau Hillary Clinton og Donald Trump, hafa bæði frestað framboðsfundum sínum vegna atburða vikunnar. Bæði hörmuðu þau og fordæmdu lögreglumorðin í Dallas og sögðu huga sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu. Trump sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði: „Við verðum að endurheimta lög og reglu. Við verðum að endurreisa trú almennings hér á að geta verið öruggt á heimilum sínum og úti á götum.”
Black Lives Matter Donald Trump Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira