Ragnar: Fékk gæsahúð er ég heyrði Shearer tala um mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júlí 2016 15:00 Ragnar faðmar Aron Einar á EM. vísir/getty Ragnar Sigurðsson stóð sig stórkostlega á EM í knattspyrnu og frammistaða hans vakti athygli víða um heim. „Ég er ótrúlega ánægður með hvernig þetta spilaðist fyrir mig persónulega og fyrir liðið,“ sagði Ragnar í samtali við Harmageddon á X-inu 977. Ragnar spilar með Krasnodar í Rússlandi en gæti fært sig um set í sumar. „Auðvitað dreymir mig um að komast í stærri og flottari deild. Mér líður samt vel í Rússlandi og er ekki að fara bara eitthvað. England er minn draumur samt. Ég er búinn að heyra af áhuga hér og þar. Örugglega helmingurinn af því sem maður les samt á netinu er örugglega bull og vitleysa,“ segir Ragnar sem hefur bæði verið orðaður við Liverpool og Everton á netmiðlum. „Það myndi ekki skipta mig máli með hvoru liðinu ég myndi spila. Ég held að þessi tvö lið séu samt ekkert að spá í mér. Það eru bara slúðursögur á netinu. Ég veit samt að það er áhugi frá einhverjum liðum á Englandi.“ Ragnar er Árbæingur og spilaði upp yngri flokkana hjá Fylki. „Mig hafði alltaf dreymt um atvinnumennsku og ég skildi ekki af hverju ég var ekki farinn út þó svo ég væri ekki að spila með Fylki. Ég sá ekki fram á að fá sénsinn í Fylki og vildi komast á lán. Þá var ég að spila sem miðjumaður og komst ekkert að enda var Fylkir með bestu miðjumenn landsins. Þórhallur Dan var svo að hætta sem miðvörður og þá setti ég mér það markmið að taka það sæti. „Ég var alltaf miðjumaður og fínn í þeirri stöðu þá. Auðvitað væri skemmtilegra að vera miðjumaður en varnarmaður en ég er ekkert viss um að ég hefði komist langt sem miðjumaður. Ég er miklu betri í vörninni.“ Eftir leik Englands og Íslands þá talaði enska goðsögnin Alan Shearer afar fallega um Ragnar í breska sjónvarpinu. „Þvílík goðsögn sem Shearer er. Að heyra hann tala svona um mann er frekar óraunverulegt. Ég fékk bara gæsahúð er ég hlustaði og er að fá aftur gæsahúð núna,“ segir Ragnar. Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Sjá meira
Ragnar Sigurðsson stóð sig stórkostlega á EM í knattspyrnu og frammistaða hans vakti athygli víða um heim. „Ég er ótrúlega ánægður með hvernig þetta spilaðist fyrir mig persónulega og fyrir liðið,“ sagði Ragnar í samtali við Harmageddon á X-inu 977. Ragnar spilar með Krasnodar í Rússlandi en gæti fært sig um set í sumar. „Auðvitað dreymir mig um að komast í stærri og flottari deild. Mér líður samt vel í Rússlandi og er ekki að fara bara eitthvað. England er minn draumur samt. Ég er búinn að heyra af áhuga hér og þar. Örugglega helmingurinn af því sem maður les samt á netinu er örugglega bull og vitleysa,“ segir Ragnar sem hefur bæði verið orðaður við Liverpool og Everton á netmiðlum. „Það myndi ekki skipta mig máli með hvoru liðinu ég myndi spila. Ég held að þessi tvö lið séu samt ekkert að spá í mér. Það eru bara slúðursögur á netinu. Ég veit samt að það er áhugi frá einhverjum liðum á Englandi.“ Ragnar er Árbæingur og spilaði upp yngri flokkana hjá Fylki. „Mig hafði alltaf dreymt um atvinnumennsku og ég skildi ekki af hverju ég var ekki farinn út þó svo ég væri ekki að spila með Fylki. Ég sá ekki fram á að fá sénsinn í Fylki og vildi komast á lán. Þá var ég að spila sem miðjumaður og komst ekkert að enda var Fylkir með bestu miðjumenn landsins. Þórhallur Dan var svo að hætta sem miðvörður og þá setti ég mér það markmið að taka það sæti. „Ég var alltaf miðjumaður og fínn í þeirri stöðu þá. Auðvitað væri skemmtilegra að vera miðjumaður en varnarmaður en ég er ekkert viss um að ég hefði komist langt sem miðjumaður. Ég er miklu betri í vörninni.“ Eftir leik Englands og Íslands þá talaði enska goðsögnin Alan Shearer afar fallega um Ragnar í breska sjónvarpinu. „Þvílík goðsögn sem Shearer er. Að heyra hann tala svona um mann er frekar óraunverulegt. Ég fékk bara gæsahúð er ég hlustaði og er að fá aftur gæsahúð núna,“ segir Ragnar. Hlusta má á viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Sjá meira