Vildi drepa hvíta lögregluþjóna Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2016 13:02 Vísir/Getty David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmaðurinn sem felldur var af lögreglu þar í morgun hafi viljað drepa hvíta lögregluþjóna. Hann sagðist vera reiður vegna þess að mála þar sem hvítir lögregluþjónar hafa skotið unga þeldökka menn til bana. Fjölmiðlar ytra hafa eftir heimildum að árásarmaðurinn hafi heitið Micah Xavier Johson og að hann hafi verið 25 ára gamall. Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í nótt og sjö voru særðir. Þar að auki særðust tveir almennir borgarar, en skotið var á fjölmenna mótmælagöngu gegn tveggja atvika þar sem þeldökkur menn voru skotnir til bana af lögreglu í dag og í gær.Sjá einnig: Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Maðurinn sem um ræðir hóf skothríð á götum Dallas og felldi hann minnst einn lögregluþjón. Hann var svo króaður af inn í bílastæðahúsi þar sem lögreglan reyndi að semja við hann um nokkurra klukkustunda skeið. Á þeim tíma sagðist maðurinn ekki tengjast neinum hópi né samtökum. Hann sagði einnig hafa komið sprengjum fyrir á svæðinu en svo reyndist ekki vera. Þegar slitnaði upp úr viðræðum var maðurinn felldur með sprengjuróbóta. Flestir þeirra lögregluþjóna sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Brown og Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, héldu blaðamannafund í hádeginu í dag, þar sem þeir vildu ekki gefa frekari upplýsingar um manninn sem var felldur. Þeir vildu einnig ekkert segja um þrjá aðila sem eru í haldi lögreglu. Lögreglan telur að minnst tvær leyniskyttur hafi skotið á lögregluþjóna. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn hér á Periscope.Myndband sem einn af mótmælendunum var að taka upp þegar skothríðin hófst. Video from a protestor as the shooting began. Jesus. Disturbing content. #Dallas #DallasPoliceShooting pic.twitter.com/yhPTI9KC2g— Andy Cole (@AndyCole84) July 8, 2016 Black Lives Matter Tengdar fréttir Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Níu eru særðir eftir mótmæli í Dallas í Bandaríkjunum. 8. júlí 2016 07:30 „Engin réttlæting fyrir árásum sem þessum“ Barack Obama sagði árásina í Dallas hafa verið útpælda og grimmilega. 8. júlí 2016 09:17 Myndband af morði lögregluþjóns birt á samfélagsmiðlum Lögregluþjónninn skaut á einn árásarmanninn í Dallas sem var í skotheldu vesti. 8. júlí 2016 10:30 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira
David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmaðurinn sem felldur var af lögreglu þar í morgun hafi viljað drepa hvíta lögregluþjóna. Hann sagðist vera reiður vegna þess að mála þar sem hvítir lögregluþjónar hafa skotið unga þeldökka menn til bana. Fjölmiðlar ytra hafa eftir heimildum að árásarmaðurinn hafi heitið Micah Xavier Johson og að hann hafi verið 25 ára gamall. Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í nótt og sjö voru særðir. Þar að auki særðust tveir almennir borgarar, en skotið var á fjölmenna mótmælagöngu gegn tveggja atvika þar sem þeldökkur menn voru skotnir til bana af lögreglu í dag og í gær.Sjá einnig: Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Maðurinn sem um ræðir hóf skothríð á götum Dallas og felldi hann minnst einn lögregluþjón. Hann var svo króaður af inn í bílastæðahúsi þar sem lögreglan reyndi að semja við hann um nokkurra klukkustunda skeið. Á þeim tíma sagðist maðurinn ekki tengjast neinum hópi né samtökum. Hann sagði einnig hafa komið sprengjum fyrir á svæðinu en svo reyndist ekki vera. Þegar slitnaði upp úr viðræðum var maðurinn felldur með sprengjuróbóta. Flestir þeirra lögregluþjóna sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Brown og Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, héldu blaðamannafund í hádeginu í dag, þar sem þeir vildu ekki gefa frekari upplýsingar um manninn sem var felldur. Þeir vildu einnig ekkert segja um þrjá aðila sem eru í haldi lögreglu. Lögreglan telur að minnst tvær leyniskyttur hafi skotið á lögregluþjóna. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn hér á Periscope.Myndband sem einn af mótmælendunum var að taka upp þegar skothríðin hófst. Video from a protestor as the shooting began. Jesus. Disturbing content. #Dallas #DallasPoliceShooting pic.twitter.com/yhPTI9KC2g— Andy Cole (@AndyCole84) July 8, 2016
Black Lives Matter Tengdar fréttir Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Níu eru særðir eftir mótmæli í Dallas í Bandaríkjunum. 8. júlí 2016 07:30 „Engin réttlæting fyrir árásum sem þessum“ Barack Obama sagði árásina í Dallas hafa verið útpælda og grimmilega. 8. júlí 2016 09:17 Myndband af morði lögregluþjóns birt á samfélagsmiðlum Lögregluþjónninn skaut á einn árásarmanninn í Dallas sem var í skotheldu vesti. 8. júlí 2016 10:30 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Sjá meira
Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum Níu eru særðir eftir mótmæli í Dallas í Bandaríkjunum. 8. júlí 2016 07:30
„Engin réttlæting fyrir árásum sem þessum“ Barack Obama sagði árásina í Dallas hafa verið útpælda og grimmilega. 8. júlí 2016 09:17
Myndband af morði lögregluþjóns birt á samfélagsmiðlum Lögregluþjónninn skaut á einn árásarmanninn í Dallas sem var í skotheldu vesti. 8. júlí 2016 10:30