Guðni hefði sigrað Höllu en naumlega þó 8. júlí 2016 12:15 52 prósent hefðu kosið Guðna en 48 prósent Höllu. Ef valið hefði einungis staðið milli Guðna Th. Jóhannessonar og Höllu Tómasdóttur í nýafstöðnum forsetakosningum hefði Guðni sigrað, en naumlega þó. 52 prósent hefðu kosið Guðna en 48 prósent Höllu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR sem efndi til könnunar þar sem spurt var hvern Íslendingar væru líklegastir til að kjósa sem forseta ef að haldin yrði önnur umferð í forsetakosningum þar sem valið stæði á milli tveggja efstu frambjóðendanna. Talsverð umræða var um það í tengslum við forsetakosningarnar að ákjósanlegt væri að tvöfalt kerfi væri við lýði, fræðilega er hægt að ná kjöri með til þess að gera lágri prósentutölu atkvæða. Mikilvægt sé fyrir forseta að hafa meirihluta kjósenda að baki sér þannig að óyggjandi sé. Könnun MMR gefur vísbendingu um að Guðni, verðandi forseti íslenska lýðveldisins, geti litið svo á. Könnunin var framkvæmd dagana 27. júní til 4. júlí 2016 og var heildarfjöldi svarenda 924 einstaklingar, 18 ára og eldri. Guðni hlaut meiri stuðning meðal þeirra sem eldri eru en Halla höfðaði meira til þeirra sem yngri eru meðal svarenda. Þá kemur jafnframt fram að þeir sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk voru líklegri til að styðja Höllu en þeir sem sögðust styðja Samfylkingu, Vinstri-græn, Pírata og Bjarta framtíð. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ef valið hefði einungis staðið milli Guðna Th. Jóhannessonar og Höllu Tómasdóttur í nýafstöðnum forsetakosningum hefði Guðni sigrað, en naumlega þó. 52 prósent hefðu kosið Guðna en 48 prósent Höllu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR sem efndi til könnunar þar sem spurt var hvern Íslendingar væru líklegastir til að kjósa sem forseta ef að haldin yrði önnur umferð í forsetakosningum þar sem valið stæði á milli tveggja efstu frambjóðendanna. Talsverð umræða var um það í tengslum við forsetakosningarnar að ákjósanlegt væri að tvöfalt kerfi væri við lýði, fræðilega er hægt að ná kjöri með til þess að gera lágri prósentutölu atkvæða. Mikilvægt sé fyrir forseta að hafa meirihluta kjósenda að baki sér þannig að óyggjandi sé. Könnun MMR gefur vísbendingu um að Guðni, verðandi forseti íslenska lýðveldisins, geti litið svo á. Könnunin var framkvæmd dagana 27. júní til 4. júlí 2016 og var heildarfjöldi svarenda 924 einstaklingar, 18 ára og eldri. Guðni hlaut meiri stuðning meðal þeirra sem eldri eru en Halla höfðaði meira til þeirra sem yngri eru meðal svarenda. Þá kemur jafnframt fram að þeir sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk voru líklegri til að styðja Höllu en þeir sem sögðust styðja Samfylkingu, Vinstri-græn, Pírata og Bjarta framtíð.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira