Af hverju alltaf bara strákar? Hrannar Björn Arnarsson skrifar 6. júlí 2016 07:00 Á liðnum vikum hefur átta ára dóttir mín í tvígang spurt mig þessarar spurningar og því miður hef ég ekki getað gefið henni ásættanleg svör. Tilefnin voru viðamiklar og vandaðar umfjallanir íþróttadeilda RÚV og Stöðvar 2 um glæsileg knattspyrnumót Akureyringa og Eyjamanna fyrir unga drengi, en sjálf hafði dóttir mín nýlokið keppni í sambærilegu móti ásamt hundruðum annarra stúlkna á Akureyri og Sauðárkróki. Um þau mót fjallaði hins vegar hvorug íþróttadeildin, ekki frekar en undanfarin ár. Því miður hafa tilraunir mínar við að kalla eftir svörum við spurningu dóttur minnar enn ekki borið neinn árangur og því ítreka ég hana hér og vona að einhverjir af forráðamönnum Stöðvar 2 og RÚV finni tíma aflögu og virði hana opinbers svars. Til að fyrirbyggja allan misskilning má ég til með að undirstrika, að mér finnst umfjallanir miðlanna um drengjamótin tvö til mikillar fyrirmyndar. Bæði hafa mótin gríðarlega þýðingu fyrir uppbyggingarstarf í knattspyrnunni, eru að mörgu leyti hápunktar hvers árs hjá iðkendum og öll umgjörð þeirra og skipulag eru félögunum til mikils sóma. Vandaðar umfjallanir fjölmiðla gera ekkert annað en að efla þetta mikilvæga starf, og ekki síst styrkir slík umfjöllun og eflir sjálfsmynd drengjanna sem taka þátt. Fyrir þessa athygli fjölmiðlanna ber því að þakka. Allt hið sama á hins vegar einnig við um glæsileg stúlknamót KA og Tindastóls, en vandinn er sá að þar láta þessir sömu fjölmiðlar ekki sjá sig. Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar. Ekki dettur mér í hug að hér sé um meðvitaða stefnu fjölmiðlanna að ræða og því hvet ég þá til að hugleiða og svara spurningu dóttur minnar með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Íslenskar knattspyrnukonur eru og hafa verið meðal þeirra bestu í heiminum á liðnum árum og sá ótrúlegi árangur ætti að nýtast okkur vel sem hvatning til dáða og grunnur til að gera enn betur. Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar öll að leggjast á árarnar og róa í sömu átt. Liðsinni fjölmiðla í þeim efnum er gríðarlega mikilvægt og ábyrgð þeirra mikil. Áfram Ísland! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hefur átta ára dóttir mín í tvígang spurt mig þessarar spurningar og því miður hef ég ekki getað gefið henni ásættanleg svör. Tilefnin voru viðamiklar og vandaðar umfjallanir íþróttadeilda RÚV og Stöðvar 2 um glæsileg knattspyrnumót Akureyringa og Eyjamanna fyrir unga drengi, en sjálf hafði dóttir mín nýlokið keppni í sambærilegu móti ásamt hundruðum annarra stúlkna á Akureyri og Sauðárkróki. Um þau mót fjallaði hins vegar hvorug íþróttadeildin, ekki frekar en undanfarin ár. Því miður hafa tilraunir mínar við að kalla eftir svörum við spurningu dóttur minnar enn ekki borið neinn árangur og því ítreka ég hana hér og vona að einhverjir af forráðamönnum Stöðvar 2 og RÚV finni tíma aflögu og virði hana opinbers svars. Til að fyrirbyggja allan misskilning má ég til með að undirstrika, að mér finnst umfjallanir miðlanna um drengjamótin tvö til mikillar fyrirmyndar. Bæði hafa mótin gríðarlega þýðingu fyrir uppbyggingarstarf í knattspyrnunni, eru að mörgu leyti hápunktar hvers árs hjá iðkendum og öll umgjörð þeirra og skipulag eru félögunum til mikils sóma. Vandaðar umfjallanir fjölmiðla gera ekkert annað en að efla þetta mikilvæga starf, og ekki síst styrkir slík umfjöllun og eflir sjálfsmynd drengjanna sem taka þátt. Fyrir þessa athygli fjölmiðlanna ber því að þakka. Allt hið sama á hins vegar einnig við um glæsileg stúlknamót KA og Tindastóls, en vandinn er sá að þar láta þessir sömu fjölmiðlar ekki sjá sig. Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar. Ekki dettur mér í hug að hér sé um meðvitaða stefnu fjölmiðlanna að ræða og því hvet ég þá til að hugleiða og svara spurningu dóttur minnar með jákvæðum og uppbyggilegum hætti. Íslenskar knattspyrnukonur eru og hafa verið meðal þeirra bestu í heiminum á liðnum árum og sá ótrúlegi árangur ætti að nýtast okkur vel sem hvatning til dáða og grunnur til að gera enn betur. Til að svo megi verða þurfum við hinsvegar öll að leggjast á árarnar og róa í sömu átt. Liðsinni fjölmiðla í þeim efnum er gríðarlega mikilvægt og ábyrgð þeirra mikil. Áfram Ísland! Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun